Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 95
Tyrkir nálægt sigri í Afrin en ekki á heimleið Tyrkir réðust inn í Afrin-hérað Sýrlands þann 20. janúar síðastliðinn. Að sögn Tyrkja snýst aðgerðin, sem kallast Ólífugrein, um að uppræta starfsemi „hryðjuverkamannanna“ í YPG, hersveitum Kúrda, en Afrin-hérað á landamæri að Tyrklandi. Auk þess er sjónum beint að sýrlensku uppreisnarmönnunum í SDF. Tyrkir telja YPG vera hernaðararm hins útlæga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Tyrkir hafa barist við PKK í suðaustur- og austurhluta Tyrklands undanfarna áratugi og hafa tugir þúsunda týnt lífi í þeim átökum. Atlantshafsbandalagið, Bandaríkin og Evrópu- sambandið hafa skilgreint PKK sem hryðju- verkasamtök en hafa þó ekki, öfugt við Tyrki, fullyrt að PKK tengist YPG. Mikið mannfall Hingað til hafa um 230 almennir borgarar fallið í átökunum í Afrin samkvæmt bresku eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights. Þá hafa tyrkneskir miðlar greint frá því að sjö hafi farist í árásum YPG Tyrklandsmegin við landamærin. Samkvæmt sömu samtökum hafa um 500 hermenn úr hvoru liði fallið í átökunum. Kostnaðurinn af Ólífugreininni hefur þó ekki einvörðungu falist í mannfalli. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótað því að mótmæli gegn að- gerðum Tyrklandshers í Afrin verði ekki liðin. Við þær hótanir hafa Tyrkir staðið en nærri þúsund manns hafa verið handtekin fyrir gagnrýni sína. Þá hafa ýmsir stjórnmálamenn stjórnarandstöðu, meðal annars Kúrdar, verið handteknir. Sókn Tyrkja þung Tyrkir hafa nú umkringt Kúrda í Afrin. Þeir hafa sölsað undir sig stóran hluta héraðsins á skömmum tíma. Búast má við því að sóknin haldi áfram, jafnvel eftir að Tyrkir ná öllu héraðinu ef svo skyldi fara. Einungis fjórum dögum eftir að innrásin hófst sagði Erdogan frá því að Tyrkir myndu sækja í austur, að bænum Manbij, þegar sigur ynnist í Afrin. Þar hafa Kúrdar hreiðrað um sig. Kúrdar eru þó ekki einir í Manbij en nokkur fjöldi bandarískra hermanna er í bænum. Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjamanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Erdogan kokhraustur Erdogan var harðorður í garð Evrópuþingsins á föstudaginn. Hafði þingið, sem Tyrkir eiga ekki fulltrúa á enda ekki aðildarríki ESB, þá kallað eftir því að Tyrkir yfirgæfu Afrin tafar- laust. „Við munum einungis fara frá Afrin þegar verkefni okkar er lokið,“ sagði Tyrklandsfor- seti og bætti við: „Hei, Evrópuþing, hvað eruð þið að gera? Þið ættuð að vera hreinskilin. Evrópusambandið hefur ekkert að segja okkur um þetta mál. Yfirlýsingar ykkar fara inn um annað eyrað og út um hitt.“ Skaut forsetinn jafnframt á Evrópusam- bandið og spurði að hve miklu leyti ESB-ríki hefðu deilt þeirri byrði Tyrkja að þurfa að hýsa 3,5 milljónir sýrlenskra flóttamanna. Í sömu ræðu, sem Erdogan flutti í höfuð- borginni Ankara, sagði hann að almennum borgurum í Afrin yrði hleypt út úr Afrin-borg í gegnum fyrir fram skipulagða flóttaleið. Um 700.000 manns búa í borginni. „Við munum sjá um allt. Rétt í þessu eru fyrstu almennu borgararnir að fara út úr Afrin á farartækjum sínum um þessa til- teknu flóttaleið,“ sagði Erdogan. Í umfjöllun Telegraph sagði að á meðan Erdogan hélt ræðu sína hafi Tyrkir verið að skjóta á eina veginn út úr Afrin-borg sem lá inn á yfir- ráðasvæði YPG. Tyrkjaher væri sem sagt að umkringja borgina. Vatn af skornum skammti Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því á mið- vikudag að rennandi vatn hafi ekki verið aðgengilegt í Afrin í viku. Tyrkjum hafi tekist að umkringja Kúrda í Afrin-borg, höfuðstað héraðsins, og þeir undirbúi stórsókn. Skorið var á vatnsbirgðir Kúrda þegar Tyrkir og arabískir bandamenn þeirra tóku stíflu og vatnsból af YPG í Afrin. „Verkamenn á svæðinu geta ekki dælt vatni úr stíflunni. Það er búið að loka fyrir vatnið,“ sagði í yfirlýsingu frá erindreka SÞ. „Það hefur verið lokað algjörlega fyrir vatn- ið af því að tyrkneski herinn stýrir svæðinu. Almennir borgarar þurfa að reiða sig á gamla brunna til að fá vatn og það er ódrykkjarhæft, því miður,“ sagði Birusk Hasaka, talsmaður YPG í Afrin, sama dag. – þea Það fer furðu mikill tími í bið og aðgerðaleysi í stríði. Þá var hægt að grípa í önnur verk í bækistöðvunum. (Úr safni Nurhaks) Haukur með Rustum, öðrum nánum vini, nokkrum dögum eftir að YPG frelsaði borgina Raqqa úr höndum ISIS manna. (Úr safni Nurhak) Í hléum sátu menn og skröfuðu. Mest um stjórnmál. Aðspurður segir Caleb það hafa komið sér á óvart hvað Haukur hafði mikið látið að sér kveða í heimalandi sínu. „Hann talaði ekki mikið um það sjálfur og stærði sig aldrei af neinu,“ segir Caleb og kímir þegar Bónusfánann ber á góma. Þeir hafa heyrt um það, félagarnir, en Haukur gerði ekki mikið úr því eða öðrum aðgerðum sínum heima á Íslandi að sögn Calebs. „Hann var mjög hógvær manneskja og allir elskuðu hann í Rojava.“ Nurhak hefur líka heyrt söguna af Bónus- fánanum en hafði ekki hugmynd um að gjörningurinn hefði vakið jafn mikla athygli á Íslandi og raun bar vitni. „Hann sagði alls ekki frá því þannig. Hann var mjög hógvær um öll sín verk.“ Bera ekki persónuauðkenni Eru liðsmenn YPG á einhvern hátt merktir, eða bera þeir einhver persónuauðkenni? „Við skildum yfirleitt öll persónuskilríki eftir hjá fólki sem við treystum þegar við vorum á leiðinni á víglínuna,“ segir Caleb og telur ólíklegt að Haukur hafi haft einhver skil- ríki eða persónuauðkenni á sér í bardögum í Afrin. Einn náinna vina Calebs féll við svipaðar kringumstæður og Haukur. „Þeir hafa ekki getað sótt líkið. Það er ekki öruggt. Þegar við vorum að berjast við ISIS í Raqqa voru lík félaga okkar sem féllu sótt og við grófum þá með athöfn.“ Sorgin og sektarkenndin Caleb hefur misst tvo nána vini og þekkt fleiri sem hafa fallið í stríðinu. Er öðruvísi að missa náinn vin undir þessum kringumstæðum en öðrum? „Ég held að maður slökkvi á hluta af sjálf- um sér á meðan maður er þarna. Það er stríð og það eru allir meðvitaðir um áhættuna sem þeir eru að taka. Þannig að á meðan maður er að berjast í Rojava þá er markmiðið alveg skýrt. Ef einhver fellur þá er það sorglegt en það verða allir að halda áfram. Ég held að þetta sé miklu erfiðara þegar maður er kominn aftur heim og allt í einu er ekkert sérstaklega aðkallandi í lífi manns og þá fer maður að hugsa um allar þessar manneskjur og hvað maður hefði getað gert til að halda þeim öruggum.“ Hefurðu samviskubit? „Já, algjörlega og á alls konar sviðum. Það er til hugtak á ensku sem lýsir þessu. „Survi- vors guilt,“ þegar manni líður eins og maður hefði átt að deyja í staðinn fyrir félaga sinn eða maður hefði átt að deyja með honum. Maður hefur samviskubit yfir því að vera sá sem lifði af.“ Hljóðið í Nurhak er heldur ekki gott. „Við hörfuðum frá Afrin fyrir nokkrum dögum. Sumir neituðu að koma með og ætla að berj- ast meðan þeir draga andann,“ segir Nurhak. Hann segir erfitt að lifa með því að hafa yfir- gefið borgina og þá félaga sem eftir urðu. „Við þurfum að lifa með því að hafa hörfað, til að lifa og geta barist áfram.“ Baráttuandinn er enn fyrir hendi en andlega hliðin er ekki góð. „Við erum eiginlega alveg miður okkar, auk þess að missa Hauk höfum við misst fleiri vini og erum að missa Afrin,“ segir Nurhak en herðir upp hugann og bætir við: „En við erum staðráðin í að helga líf okkar þessari byltingu fyrir Rojava og Kúrdistan og baráttu gegn fasisma um allan heim. Við ætlum ekki að láta allar fórnir Kúrda í baráttunni við ISIS og líf þeirra sem fórnuðu sér verða til einskis.“ Margir segja engum hvert förinni er heitið Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, hafði ekki heyrt frá syni sínum lengi þegar fregnir bárust af falli hans í Sýrlandi. Er algengt að þeir sem fara segi engum frá? „Af þeim sem ég þekki best hafði kannski helmingurinn rætt þá hugmynd að fara til Sýr- lands að berjast við vini og fjölskyldu en hinn helmingurinn farið þá leið sem Sahin fór og láta þá engan vita fyrr en allt er yfirstaðið. Sumir koma sér á staðinn fyrst og segja svo fjölskyldunni frá þegar þeir eru komnir hing- að.“ Sjálfur sagði Caleb frá því í ítarlegu viðtali við Chicago Tribune að hann hefði rætt málið ítarlega við móður sína. Hún var eðlilega mjög efins um uppátækið en kynnti sér málstað og hugmyndaheim Kúrdanna sem varð til þess að hún skildi son sinn betur og fann að þetta var einlægur ásetningur hans. Og Caleb fékk móður sína á sitt band. Nú berast stöðugt fréttir af mjög hörðum árásum Tyrkja á Afrin og Kúrdar eru að hörfa. Hvaða væntingar hefurðu fyrir hönd Kúrd­ anna á svæðinu? „Ég held að Kúrdar séu mjög raunsæir. Það er ekki þeirra helsta markmið að mynda eigið ríki heldur að hafa fulla sjálfstjórn innan Sýr- lands og ég held að það séu ágætar líkur á að það geti orðið. Stjórnvöld í Sýrlandi vinna í rauninni með YPG með það að markmiði að koma í veg fyrir að Tyrkir komist yfir meira af sýrlensku landsvæði, sem er góðs viti held ég. Þannig að ef Tyrkjavandinn leysist þá ættu sýrlensk stjórnvöld og YPG að geta náð sam- eiginlegum skilningi,“ segir Caleb. Meira um líf Hauks Hilmarssonar má finna í Fréttablaðinu Plús sem er PDF útgáfa blaðsins á frettabladid.is eða í appi Fréttablaðsins. Við erum eiginlega alVeg miður okkar. auk þess að missa sahin höfum Við misst fleiri Vini og núna erum Við að missa afrin. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 43l A U g A R D A g U R 1 7 . m A R s 2 0 1 8 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 3 8 -B C B C 1 F 3 8 -B B 8 0 1 F 3 8 -B A 4 4 1 F 3 8 -B 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.