Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 98

Fréttablaðið - 17.03.2018, Page 98
1 7 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r46 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð Á þessum degi fyrir þrjátíu árum gerðist sá merkis­at b u r ð u r a ð f y r st a íslenska glasabarnið leit dagsins ljós. Um var að ræða tólf marka dreng sem tekinn var með keisaraskurði. Blaðamaður DV mætti upp á fæðingar­ deild, ásamt blaðamönnum frá flestum fjölmiðlum landsins á þessum tíma, til að berja barnið augum, foreldrunum vafalaust til mikillar skemmtunar. Móðirin tjáði blaðamanni við það til­ efni að þetta hefði verið ótrúleg upp­ lifun og ekki síst vegna dvalarinnar á Bourn Hall sjúkrahúsinu á Englandi, en þangað leitaði móðirin í aðgerðina. Hinn frægi Steptoe læknir, sá sem fyrstur framkvæmdi glasafrjóvgun í heiminum, sá auðvitað um aðgerðina. „Steptoe læknir á myndir af öllum þeim börnum sem hann hefur hjálpað í heiminn á þennan hátt og er einn veggur í skrifstofu hans þakinn þeim myndum,“ sagði Halldóra Björnsdóttir, móðirin, við blaðamann DV árið 1988. Tíu árum áður, fjörutíu árum frá því í dag, fæddist fyrsta glasabarn heimsins, hún Louise Brown. Hún eignaðist svo sjálf sitt fyrsta barn árið 2007. Glasafrjóvgun var auðvitað mikil bylting þegar hún kom fram í kringum 1978. Þó hefur aðferðin hlotið nokkra gagnrýni og orðið völd að miklum læknamistökum – fóstur hafa ruglast á tilraunastofum eins og hjá konu einni í Kaliforníu sem fæddi son sem reyndist „í eigu“ annars pars. Einnig eru til mál þar sem fósturvísar para hafa verið teknir viljandi og notaðir til að frjóvga aðrar konur, af einhverri ástæðu. Glasafrjóvgun fer annars þannig fram að kona sprautar sig með lyfi sem slekkur á hormónastarfsemi líkamans. Um er að ræða 2­3 vikna ferli sem ein­ kenni breytingaskeiðsins geta fylgt. Þá er konan sprautuð með öðru lyfi sem hvetur eggjastokkana til að þroska mörg eggbú. Þegar eggbú konunnar hafa þroskast nægilega er hún kölluð inn í eggheimtu þar sem eggin eru tekin með lítilli aðgerð. Á þessum tímapunkti kemur glasið til sögunnar en egginu og sæði eiginmanns eða sæðisgjafa er blandað í tilraunaglasi þar sem náttúru­ leg frjóvgun fer fram. Eftir það er fóstur­ vísinum komið fyrir í legi konunnar og hún fer heim og tekur því rólega þangað til vitað er hvort hún er þunguð. stefanthor@frettabladid.is Fyrsta glasabarnið leit dagsins ljós fyrir 30 árum Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Dýrleif Jónsdóttir áður til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þann 5. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. María Daníelsdóttir Númi Friðriksson Oddný Friðriksdóttir Sverrir Pálmason Sæmundur Friðriksson Hulda Friðjónsdóttir Magnea Friðriksdóttir Þórey Friðriksdóttir Gunnar Torfason og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Sæmundsdóttir lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, fimmtudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 15.00. Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný Teitsdóttir Ari Freyr Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Steptoe læknir á mynd- ir af öllum þeim börn- um sem hann hefur hjálpað í heiminn á þennan hátt og er einn veggur í skrifstofu hans þakinn þeim myndum. Á þessum degi fyrir þrjátíu árum fæddist fyrsta íslenska glasabarnið. Tíu árum fyrr, eða fyrir fjörutíu árum, fæddist fyrsta glasabarn heimsins í Bretlandi sem var algjör bylting. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Daníel Þórir Oddsson lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, mánudaginn 12. mars síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna, mánudaginn 19. mars frá Borgarneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Hollvinasamtök Brákarhlíðar, sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is Ólöf Ísleifsdóttir Guðrún E. Daníelsdóttir Jón Kristinn Jakobsson Daníel Andri Jónsson Ólöf Kristín Jónsdóttir Guðmundur B. Kristbjörnsson Jón Anton Guðmundsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gísli Steinar Jóhannesson skipstjóri, frá Gauksstöðum í Garði, sem lést 11. mars verður jarðsunginn frá Neskirkju, miðvikudaginn 21. mars klukkan 13. Sigríður Skúladóttir Helga Gísladóttir Eiríkur Sigurðsson Gísli Steinar Gíslason Inga Rós Aðalheiðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, afi og langafi, Lars Eiríkur Björk ljósmyndari, lést þann 5. mars á Vífilsstöðum. Kveðjuathöfn fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.00. Einar Ívar Eiríksson Björk Þorsteinsdóttir Astrid Björk Eiríksdóttir Einar Jónasson afabörn og langafabörn. Mín ástkæra móðir, amma, systir og mágkona, Guðrún Hrólfsdóttir er látin. Hún verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 20. mars klukkan 16:00. Halldóra Magnea Fylling barnabörn, systkyni og aðrir aðstandendur. Merkisatburðir 1610 Geirþrúðarbylur geisar. Mikið illviðri stóð í einn dag og urðu tugir manna úti, aðallega í Borgarfirði og í Miðfirði. 1757 Undir Eyjafjöllum farast 42 menn af þremur skipum frá Vestmannaeyjum. 1865 Eldingu lýstur niður í bæinn Auðnir á Vatnsleysu- strönd og verður þremur mönnum að bana. Margir brenndust mjög illa. 1965 Leikfélag Reykjavíkur hefur sýningar á farsanum Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo, en hann varð eitt af vinsælustu leikritum þeirra. 1988 Fyrsta íslenska glasabarnið fæðist, tólf marka drengur. 2008 Gengisvísitala íslensku krónunnar fellur um 6,97%. Var það mesta lækkun hennar á einum degi fram að því. tímamót 1 7 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 3 8 -B C B C 1 F 3 8 -B B 8 0 1 F 3 8 -B A 4 4 1 F 3 8 -B 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 1 6 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.