Fréttablaðið - 17.03.2018, Blaðsíða 108
17. mars
Tónlist
Hvað? Tónleikar á 100 ára afmæli
sjálfstæðis Lettlands
Hvenær? 15.00
Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg
Lettnesku tónlistarkonurnar Dr.
Dzintra Erliha, píanó, og Emma
Aleksandra Bandeniece, selló, halda
tónleika í Hannesarholti í dag. Til-
efnið er 100 ára afmæli sjálfstæðis
Lettlands. Lettar gleyma því ekki að
Íslendingar voru fyrstir þjóða til að
veita stuðning þegar Lettland lýsti
yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið
1991, í tíð Jóns Baldvins Hannibals-
sonar sem utanríkisráðherra.
Hvað? Grafík
Hvenær? 22.00
Hvar? Fish house, Grindavík
Hljómsveitin Grafík fagnaði því með
tónleikum í lok síðasta árs að 30
ár voru liðin frá útgáfu plötunnar
Leyndarmál. Það þóttist takast það
vel að eftirspurn hefur verið eftir því
síðan að leikið sé meira og víðar. Nú
er það Menningarhátíðin í Grinda-
vík.
Viðburðir
Hvað? Tveir fyrirlestrar í boði Grikk-
landsvinafélagsins Hellas
Hvenær? 14.00
Hvar? Þjóðarbókhlaðan
„Jesús sem heimspekingur: Heim-
spekileg stef í samstofna guðspjöll-
unum.“ Fyrirlesari dr. Rúnar M. Þor-
steinsson prófessor við guðfræði- og
trúarbragðafræðideild Háskóla
Íslands, fjallar út frá væntanlegri
bók sinni, „Jesus as Philosopher“,
um nokkur heimspekileg stef í guð-
spjöllum Nýja testamentisins sem
virðast leggja áherslu á heimspeki-
legt samhengi Jesú. „Blálogalandið
í suðri.“ Dr. Atli Harðarson kynnir
okkur Grikkland í máli og myndum,
en þar hefur hann víða farið um
héruð og eyjar á undanförnum árum
og segir frá fögrum og merkilegum
stöðum sem hann hefur heimsótt.
Atli er landsþekktur skólamaður,
fyrrverandi skólameistari, heim-
spekingur og doktor í uppeldis- og
Pi
pa
r\T
BW
A
SAMKEPPNI
UM KÓRLAG
ALDARAFMÆLIS
FULLVELDIS
ÍSLANDS
Kórlaginu (í raddsetningu fyrir blandaðan kór án
undirleiks) skal skila á skrifstofu afmælisnefndar
Kirkjustræti 8 fyrir kl. 16, 20. júlí 2018 merkt
„Samkeppni um kórlag“. Verk sem berast eftir auglýstan
skilafrest verða ekki gjaldgeng í samkeppnina.
Þegar úrslit liggja fyrir verður tónskáldinu falið að
útsetja lag sitt fyrir blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit
og verður greitt sérstaklega fyrir þá útsetningu lagsins.
Tillagan skal merkt dulnefni og nöfn höfunda eiga að
fylgja í lokuðu umslagi merktu dulnefninu.
Nánari upplýsingar og samkeppnisreglur er að finna
vefsíðu afmælisársins www.fullveldi1918.is og
www.sinfonia.is.
www.fullveldi1918.is
Afmælisnefnd í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til samkeppni um
nýtt kórlag sem frumflutt verður 1. desember 2018 á hátíðardagskrá í Hörpu.
Kórlagið skal samanstanda af frumsömdu og óbirtu ljóði og lagi fyrir blandaðan kór.
Verkið skal hæfa tilefninu og henta vel til söngs. Verðlaunafé er 1.000.000 kr. sem skiptist
til helminga milli tónskálds og ljóðskálds.
Dómnefnd skipa fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fer með formennsku í dómnefndinni, Tónskáldafélags Íslands, Rithöfundasambands
Íslands, Félags tónskálda og textahöfunda, Félags íslenskra hljómlistarmanna og Ríkisútvarpsins, auk fulltrúa afmælisnefndar.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Laugardagur
Hvar@frettabladid.is
menntunarfræðum og mikilvirkur
fræðimaður og höfundur ýmissa rita.
Hvað? Afmælisfagnaður og lokapartí
HönnunarMars
Hvenær? 21.00
Hvar? Út í bláinn, Perlunni
HönnunarMars stendur á tímamót-
um. Hátíðin fagnar 10 árum og því er
vert að staldra við og stilla stefnuna.
En svo fer allt í hringi og kannski er
ekki nema við hæfi að fagna fortíð,
framtíð og nútíð með snúningi í
hinni einu sönnu Perlu, sem einmitt
hefur tekið hringinn og er sannar-
lega komin aftur. Fögnum árunum,
árangrinum og nýjum tímum saman
á veitingastaðnum Út í bláinn í dag.
Hvað? Grapíka setur upp andlitið
Hvenær? 14.00
Hvar? Hafnarhúsið
Um leið og Grapíka þakkar kærlega
fyrir allar frábæru tillögurnar sem
bárust í lógósamkeppnina getur hún
varla beðið eftir að setja upp sitt nýja
andlit. Komið og fagnið með okkur
þegar vinningshafi lógósamkeppn-
innar tekur við viðurkenningu kl. 14.
Hvað? Þeyttu skífum með DJ Yamaho
Hvenær? 13.00
Hvar? Íslandsbanki, Hagasmára
Í dag verður boðið upp á DJ nám-
skeið sem hentar sérstaklega
krökkum á aldrinum 12 til 17 ára.
Natalie Gunnarsdóttir, öðru nafni
Dj YAMAHO, fer yfir það helsta sem
allir plötusnúðar þurfa að hafa á
hreinu og fá þátttakendur að spreyta
sig á samskonar tækjabúnaði og er
notaður á stærstu næturklúbbum
heims. Viðburðurinn er haldinn í
útibúi Íslandsbanka í Norðurturni
(Hagasmára 3 við Smáralind).
Sýningar
Hvað? Ex libris | Sýning á bókmerkjum
Hvenær? 13.00
Hvar? Borgarbókasafnið, Tryggvagötu
Í dag eru bókmerki ekki algeng sjón,
en áður fyrr voru slík skrautmerki
hönnuð af listafólki og sett innan á
bókarkápur til að tilgreina eiganda
þeirra. Óhætt er að segja að um er
að ræða menningarverðmæti sem
lítið hefur farið fyrir og gaman er að
kynna betur fyrir yngri kynslóðinni.
Það þótti því kjörið að fá nemendur
við Myndlistaskólann í Reykjavík til
að spreyta sig á hönnun bókmerkja
með skírskotun í hefðina en um leið
með skýra tengingu inn í nútímann.
Nemendum var jafnframt gert að
setja fram hönnunarferli sitt með
skissum og myndum sem gefa til
kynna hvaðan hugmyndir þeirra eru
sprottnar.
Hvað? Opnun – Elizabeth Peyton –
The Universe of the World-Breath
Hvenær? 17.00
Hvar? Kling og Bank, Marshallhúsinu
Kling og Bang kynnir með stolti
fyrstu sýningu Elizabeth Peyton á
Íslandi sem verður opnuð í dag.
Á sýningunni verða níu verk unnin á
árunum 2017 og 2018: tvö einþrykk,
ein teikning með litblýanti og pastel,
dj Yamaho fer yfir það helsta sem plötusnúðar þurfa að hafa á hreinu í Íslandsbanka, Hagasmára í dag kl. 13.00.
1 7 . m a r S 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
7
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
3
8
-9
0
4
C
1
F
3
8
-8
F
1
0
1
F
3
8
-8
D
D
4
1
F
3
8
-8
C
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
6
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K