Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 8
8 27. apríl 2018fréttir Á gúst Guðmundsson er ekki velkomin aftur til Asíu. Svo mikið er víst. Líkt og hefur verið greint frá flúði hann á ótrúlegan hátt frá Taílandi á dögunum en þar stóð hann frammi fyrir áratuga fangelsisvist. Ágúst var handtekinn í fyrrasum- ar í borginni Pattaya á suðurströnd Taílands vegna vopnaðs ráns. At- vikið náðist á myndband og voru fluttar fréttir af málinu í bæði taí- lenskum og alþjóðlegum fjölmiðl- um svo sem Daily Mail. Margt hefur þó ekki enn kom- ið fram, fyrr en nú. Ágúst legg- ur spilin á borðið og segir frá því þegar hann var pyntaður í fang- elsinu, allar tennurnar barðar úr honum, allt um aðdraganda ráns- ins, hvernig hann þurfti að stinga mann eftir að hafa sloppið úr fang- elsinu, íslenska bjargvætti og nú lífið á götunni í Reykjavík. Edrú í níu ár Ágúst starfaði lengst af sem mál- arameistari á Íslandi og á ekki að baki neinn alvarlegan brotaferil. Hann átti í vanda með alkóhól- isma en var lengi edrú, níu ár. Fyrir um tveimur árum fluttist hann til Taílands og þótt hann hafi til að byrja með haldið áfram í edrúm- ennsku þar og stundað vaxtarrækt, þá féll hann fyrir um ári. Þar átti hann „kærustu“ og má raunar segja að svik hennar hafi hrint af stað atburðarás sem varð til þess að Ágúst endaði í fangels- inu. „Já, hún var komin með tvo kærasta í viðbót, einn frá Englandi og einn frá Þýskalandi. Sagði mér að þetta væri bara vani í Taílandi og ég ætti að fá mér aðra kærustu ef ég vildi. Ekkert mál. En ég sætti mig ekki alveg við það. Þannig að ég sagði henni bara að fara, en hún fór ekki alveg. Hún tók öll kortin mín, passann, og sím- ann og lét sig hverfa. Ég vaknaði þarna og hún var farin. Það tek- ur um þrjár vikur að fá nýtt kort sent, alveg ógurlegan tíma. Og ég í örvæntingu minni tók ég þessa snilldar ákvörðun, að ganga út í búð og reyna að ná mér í áfengi,“ segir Ágúst. Reiður sjálfum sér Ágúst segist lítið muna eftir rán- inu. Það eina sem hann átti var hálf viskíflaska og hana drakk hann áður en hann fór í búðina. „Ég fór þarna út í búð og gerði þetta. Ég man ekki eftir því en mig rámar eitthvað í þetta. Eina sem ég man er að ég vaknaði þarna um nóttina og hugsaði „hver djöfull- inn, það er búið að taka allt“. Og ég horfði fram á niðurtúr sem er óendanlegur og mjög slæmur, en ég átti þarna smá viskílögg, eða meira svona hálfa flösku. Ég drakk hana og fór svo út í búð, átti piparúða og fór svo og gerði þetta. Og vaknaði svo í fangaklefa þegar farið var að berja á dyrnar. Þeir gáfu mér engar upp- lýsingar. Daginn eftir sýndu þeir mér myndbandið og ég hugsaði: „Sjitt, er þetta virkilega ég? Get- ur það verið?“ Jú, jú, það var ekki vafamál. Ég var mest reiður mér fyrir að hafa gert þetta, þetta var svo „out of character“. Gjörsam- lega. Ég er ekki týpan sem fer og rænir fólk, ég fer bara löglegu leiðina og vinn. En þetta var gjör- samlega út í hött,“ segir Ágúst. Það kom fljótt í ljós Ágúst hefði getað sloppið við alla refs- ingu ef rétta fólkið fengi sitt. En aur átti hann ekki eftir þjófnað kærustunnar. „Ef þú ert með pen- ing er það ekkert mál. Þarft að borga 200 til 300 þúsund baht [um 600 til 900 þúsund krónur, innsk. blm.]. Ég átti það alveg en var ekki með kortin og komst ekki í bank- ann og löggan meira að segja þegar hún tók mig, á leið á lög- reglustöðina, var alltaf að spyrja mig hvað ég ætti mikinn pening, við fórum á rúntinn að leita að kortunum. Og þeir sögðu við mig: „Ef þú átt pening þá getum við sleppt þér hér og nú.“ Ég reyndi að finna passann en hann var farinn, hún var með þetta. Þannig að ég var fastur þarna inni. Þetta snýst allt um pening,“ segir Ágúst. Haldið vakandi í tólf daga Fyrst hann gat ekki mútað lög- reglumönnunum var honum hent í steininn. Við tók hörmu- leg fangelsisvist þar sem engin mannréttindi voru til staðar. „Ég Ótrúlegur flÓtti Ágústs úr viðbjÓðslegu fangelsi n Pyntingar beint úr miðöldum, tennurnar á klósettinu og ráðabrugg í bjúgnapartí Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Úr upptökunni Uppákoman hafði alvarlegar afleiðingar fyrir Ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.