Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Qupperneq 20
20 fólk - viðtal 27. apríl 2018 S vava S. Steinarsdóttir er 46 ára gömul, móðir tveggja barna, Hildu Mar­ grétar, sem er fædd 1993, og Stefáns Sölva, sem er fæddur 2011. Eftir fæðingu dótturinnar langaði hana alltaf í fleiri börn, en rétti maðurinn lét bíða eftir sér og að lokum valdi hún að fara í tæknisæðingu. „Ég var í ferli árin 2010– 2011 hjá Art Medica, fór í fimm tæknisæðingar sem ekki lukk­ uðust og fór þá í glasafrjóvgun,“ segir Svava. „Fyrsta uppsetning tókst ekki, en næst voru settir upp tveir fósturvísar sem ég átti í frosti og þá kom sonurinn.“ Svava kemur úr stórri fjöl­ skyldu og eignaðist Hildu Mar­ gréti þegar hún var 21 árs göm­ ul. „Mig langaði alltaf að eignast fleiri börn. Því miður fann ég aldrei rétta manninn, árunum fjölgaði og ég taldi mig ekki geta beðið lengur og valdi því þessa leið.“ Hafði heyrt hryllingssögur, en fór í gegnum ferlið með jákvæðu hugarfari „Ég var afar bjartsýn þegar ég hóf ferlið. Ég sagði ekki öllum frá þessu strax, aðeins nánustu vin­ um og einni systur. Þegar hver meðferðin á fætur annarri bar ekki árangur leið mér ekki vel en hóf þá næstu með jákvæðu hugarfari. Það var ótrúleg gleði­ stund þegar ég fékk jákvætt út úr blóðprufunni. Mér fannst erfið­ ast að þurfa að mæta í margar skoðanir til að meta hvenær rétti tíminn væri fyrir meðferð. Þegar kom að glasafrjóvgun­ inni kom mér á óvart hversu allt gekk vel, lyfjagjöf og eggheimta. Ég hafði heyrt margar hryllings­ sögur og mér létti því verulega þegar upplifunin var allt önnur,“ segir Svava og bætir við að hún hefði viljað betri upplýsingagjöf og ráðgjöf, þrátt fyrir að hún hafi mætt góðu viðmóti alla leið. Svava segist ekki hafa lent í fordómum, þvert á móti hafi fólk tekið þessu vel og stutt ákvörðun hennar. „Fólk er vissulega mjög forvitið um þetta. Það vill heyra um ferlið, hvernig sé að vera ein með barn og hvað ég viti um gjafann.“ Myndirðu mæla með þessari aðferð við aðra? „Já, ég myndi mæla með því að fara þessa leið, en aðeins að vel ígrunduðu máli,“ segir Svava, en segist sjálf orðin of gömul til að eignast fleiri, aðspurð hvort hún myndi gera þetta aftur. Sæðisgjafinn er lokaður gjafi með víkkaðan prófíl. Þannig er hægt að fá upplýsingar um fjöl­ skyldu hans, áhugamál, hægt að sjá niðurstöður persónuleika­ prófs, viðtal við gjafann, myndir frá barnsaldri og fleira. Hins vegar getur Stefán Sölvi ekki fengið nafn gjafans og getur þannig ekki haft upp á honum þegar hann nær 18 ára aldri. Svava fékk númer sæðisgjaf­ ans hjá Art Medica og skráði það á vefsíðuna Donor Sibling Reg­ istry. „Ég vissi að sonur minn gæti aldrei hitt föður sinn, en hann gæti fundið hálfsystkini ef þau væru til,“ segir Svava. Svava hefur haft samband við mæður barna með sama gjafa, og hún og Stefán Sölvi hafa hitt hluta hópsins, sem nú telur 30 börn. „Stefán Sölvi veit að hann er gjafabarn, ég hef alltaf verið hreinskilin við hann með það.“ Það getur verið lýjandi að vera bara ein Hvernig er að vera eina foreldr- ið og sinna báðum hlutverkum, að fá aldrei pásu frá því að vera foreldri? „Það getur stundum ver­ ið lýjandi að vera bara ein. Sér­ staklega þegar kemur að því að púsla saman fríum, svo sem vegna veikinda, skólafría og starfsdaga. Það er þó ekki óyfir­ stíganlegt en þarfnast meiri skipulagningar. Það er líka hægt að koma að smá mömmutíma á kvöldin þar sem maður getur slakað á og gert eitthvað fyrir sig. Og ég er afar heppin að eiga fjórar systur sem hafa reynst mér afskaplega vel og fjölda vina sem hafa stutt mig og að­ stoðað,“ svarar Svava aðspurð hvort hún fái stuðning frá vinum eða ættingjum. „Ég er með stórt stuðningsnet.“ Einstakar mæður veita stuðning Svava vill benda konum í þessum hugleiðingum, og eins þeim sem hafa eignast börn á þennan hátt, á Félag einstakra mæðra. „Í þeim hópi er öflugt félagsstarf og hægt að fá svör við öllum spurningum sem kynnu að kvikna í ferlinu og þegar barnið er komið í heiminn. Heimasíðan er einstakarmaedur. wordpress.com.“ n Svava S. Steinarsdóttir„Stefán Sölvi veit að hann er gjafa- barn, ég hef alltaf ver- ið hreinskilin við hann með það. H eidi Pétursdóttir er 42 ára sölumaður sem á fimm ára gamlan son. Hún valdi þessa leið eftir ábendingu og hvatningu frá systur sinni, sem á þrjú börn með manni sínum. Heidi segir að sonur hennar sé það besta sem hún hefur gert í sínu lífi. „Hjá mér er þetta ekkert leyndarmál, en ég hef heldur ekki básúnað það,“segir Heidi Pétursdóttir. „Þegar hefur borist í tal hvort hann eigi ekki pabba, þá hef ég sagt fólki hvernig í pottinn er búið. Sonur minn er mjög vel heppnaður.“ Heidi fór fjórum sinnum í tæknisæðingu og varð ófrísk í janúar 2012. „Systir mín, sem er í sambúð og á þrjú börn sjálf, hvatti mig til að fara þessa leið og studdi mig heils hugar. Hennar börn eru getin með hefðbundnu aðferðinni,“ segir Heidi. „Þegar ég fór var þetta ekki algengt og ég velti fyrir mér hvað fólk myndi segja. Ég man reyndar ekki hvenær það varð leyfilegt að einhleypar konur færu í tæknisæðingu, en það eru ekki mörg ár síðan. Mér finnst í þessu tilfelli konur njóta forréttinda því það er örugglega fjöldi karlmanna sem eru einir en myndu vilja eignast börn, en geta það ekki.“ Númerakerfi vanvirðing við tíma og friðhelgi fólks „Það sem mér fannst ótrúlega skrítið var að maður fékk ekki tíma, held­ ur mætti bara og dró númer eins og í banka, þannig að maður vissi aldrei hvað maður yrði lengi í hvert skipti. Kannski sat maður í tvo tíma og með öllum öðrum sem voru að bíða, fólk fer að spjalla og maður heyrði þá allt sem öðrum fór á milli. Maður var ofan í öllum og mér fannst þetta van­ virðing við tíma og friðhelgi fólks. Þetta var stór mínus að mínu mati, en hins vegar var ein kona þarna sem sá um einstæðu konurnar og hún var alveg yndisleg að öllu leyti.“ Heidi kynnti sér málin fyrir aðgerð og talaði við eina hér á landi sem var búin að fara. Hins vegar var enginn félagsráðgjafi til staðar til að ræða við og segist Heidi því hafa farið aðeins blint út í aðgerðina. Hún þurfti ekki í neinar rannsóknir og fyllti ekki út neina spurningalista áður. „Nei, mér hefur alls ekki fundist það,“ segir Heidi aðspurð hvort hún mæti einhverjum fordómum. „Fólk spáir helst í hvort ég sé með opinn eða lokaðan gjafa, opinn þýðir að þegar sonur minn verður 18 ára þá má hann leita uppruna síns, en ég má ekkert koma nálægt því. Ég ákvað að hafa það þannig, því ég tel að það sé í mannlegu eðli að leita uppruna síns. Ég myndi ekki gera þetta aftur í dag, ég er orðin of gömul. Ég hef það fínt í dag, hann er mjög vel heppnaður drengurinn minn.“ En mælir þú með þessari leið fyrir aðrar einhleypar konur? „Ekki spurning, ef konur eru að pæla í þessu.“ Vinkonur Heidi eru í sambúð og einnig systur hennar tvær, þannig að hún hefur ekki getað borið sig saman við vinkonur sem eiga pabbahelgar aðra hverja helgi. En hvernig er að vera alltaf eina foreldrið og þurfa að sinna báðum hlut- verkum? „Það er einfaldlega innprentað í mig að ég þarf að gera þetta ein, ég veit að ég þarf að gera allt ein og er ekki að bíða eftir að aðrir geri hlutina. Ég er með góðan stuðning frá fjölskyldu minni; systrum mínum og mömmu. Auðvitað verð ég stundum þreytt og þarf pásu, en þetta er ekki eins erfitt og ég hefði haldið.“ n Heidi Pétursdóttir Svava S. Steinarsdóttir og sonurinn Stefán Sölvi, 6 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.