Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Blaðsíða 30
30 fólk - viðtal 27. apríl 2018
skólunum og foreldrar geta sungið
með börnunum sínum.“
Hefur þú spilað mikið fyrir
börn?
„Ég hef alltaf gert það, já. Í mörg
ár spilaði ég fyrir þroskaheftu
börnin á Selfossi, á vinnuheim-
ilinu þeirra. Þau voru svo glöð
að syngja og þakklát.“ Það er ekki
laust við að Árni klökkni örlítið á
þessum stað í samtalinu. „Það er
svo margt sem undirstrikar í smá-
atriðum hvað er mest virði. Þarna
var drengur sem hafði lamast ung-
ur og var eiginlega út úr myndinni.
En hann hafði fallegasta bros sem
ég hafði séð. Sá bjargarlausasti af
öllum en með fallegasta brosið.
Þetta sest í mann.“
Utangarðs í flokknum
Viðbrögð stjórnvalda, eða skortur
á þeim réttara sagt, urðu til þess
að Árni bauð sig fram til Alþingis
fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1983
og náði kjöri. Alls sat hann á þingi
frá 1983 til 2013 með hléum 1987
til 1991, þegar hann náði ekki
kjöri, og árin 2001 til 2007 þegar
hann sagði af sér þingmennsku
vegna misferlis með reikninga og
hlaut tveggja ára fangelsisdóm.
Árni var alla tíð hávær og um-
deildur þingmaður, ekki síst inn-
an eigin flokks. En engum duld-
ist að hann barðist dyggilega fyrir
sína heimabyggð.
„Mér fannst Eyjamenn fara svo
illa út úr kerfinu. Þeim var ekki
hjálpað eins og til stóð eftir gosið
en það hefur verið þannig alla tíð.
Eyjamönnum hefur alla tíð verið
gert að bjarga sér sjálfir. Áður fyrr
voru Eyjarnar séreign konungs og
kallaðar gullkista Íslands. Nýhöfn-
in, Konunglega leikhúsið og allt
þetta var byggt fyrir peninga héð-
an. Við áttum að vinna fyrir öllu en
fá ekkert í staðinn. Þess vegna fór
ég út í pólitík.“
Árni segir að honum hafi geng-
ið vel á þingi og hann náð ýmsum
þjóðþrifamálum í gegn með setu í
fjárlaganefnd. Hann sótti mál hart
og fékk margt í gegn með frekju og
eftirfylgni að eigin sögn. Krabba-
meinsdeildin, fjarkennsla og til-
kynningarskylda sjómanna eru
mál sem nefnd eru sérstaklega.
Hann gerði sér þó grein fyrir því
að samvinna við aðra þingmenn,
sama í hvaða flokki þeir stóðu, var
mikilvæg.
Það kemur hik á Árna þegar hann
er spurður hvort honum hafi alltaf
gengið vel að vinna í flokknum.
„Ég var eiginlega ekkert í flokkn-
um,“ segir hann loks. „Þetta er eins
og með tónlistina. Ég hef gefið út
fleiri hundruð lög, en Andrea Jóns
hefur aldrei spilað þau í útvarpinu.
Mér hefur heldur aldrei verið boð-
ið að flytja ræðu í Valhöll, jafnvel
þó að ég hafi verið einn af helstu
ræðumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins í mörg ár. Þetta er bara svona,
maður passaði ekki alls staðar
inn. Ég var ekki venjulegur stjórn-
málamaður, ég var byltingarmað-
ur. Sennilega sá eini sem hefur
setið á Alþingi Íslendinga. Ég tók
af skarið og keyrði hlutina í gegn.
Þess vegna var ég líka alveg djöful-
lega umdeildur og margir biðu eft-
ir tækifæri til að sparka í mig. En
skítt með það, ég hef sterk bein,“
segir hann ákveðinn.
Árni viðurkennir að í athafna-
semi sinni hafi hann gert mistök.
En hann hafi þá reynt að leiðrétta
þau, klára og gera upp.
Hann flettir í símanum og sýn-
ir mér svo langa og innilega af-
mæliskveðju sem hann fékk senda
frá Sigmundi Davíð Gunnlaugs-
syni, fyrrverandi forsætisráðherra.
Það fer ekki á milli mála að hon-
um þótti mjög vænt um kveðjuna
og segir að þeir Sigmundur þekkist
ekki einu sinni vel.
„Ég hef ekki fengið svona
kveðju frá mínum eigin sam-
flokksmönnum.“
Árni hefur blendnar tilfinningar
gagnvart stjórnmálunum í dag.
Inni á Alþingi sé upp til hópa „nám-
skeiðs- og skýrslufólk“ sem komi
hlutum sjaldnast í verk. „Ég vil ekki
vera að dæma einstaklinga en það
er margt fólk í stjórnmálunum í
dag sem hefur enga reynslu og ekk-
ert verkvit. Gráður frá skólum og
stofnunum skipta ekki máli. Stjórn-
málin í dag ráðast að miklu leyti af
dægurflugum og uppþotum. Hlutir
eins og naglalakk geta hleypt öllu í
bál og brand.“ Er hann þar mögu-
lega að vísa í naglalakkstilraun Þor-
steins V. Einars sonar, frambjóð-
anda Vinstri grænna.
Honum líst hins vegar ágætlega
á þessa ríkisstjórn sem nú situr.
„Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að Sjálfstæðismenn og
kommarnir ættu að vinna saman.
Það er svo margt líkt með þeim,
þeir taka af skarið og standa við
það sem þeir segja. Loksins þorðu
gömlu allaballarnir að mæta til
samstarfs við íhaldið,“ segir hann
kátur. „Mér fannst mikilvægt að fá
Framsókn með því þeir eru mjög
stabílir. Því miður er það með
apparat eins og Samfylkinguna,
allt ágætisfólk og indælt, en þetta
er eins og viðbrenndur bíxímatur.
Þokkalegt á pönnunni framan af
en skilar ekki árangri. Það var alltaf
sagt að Jóhanna Sigurðar hefði
gert svo mikið fyrir fólk. Kjaftæði.
Ég skora á þig að finna eitthvað
sem hún gerði, þetta var meira og
minna blaður.“
Missti tvo syni í vetur
Nú víkur talinu að öðrum og
sorglegri hlutum. Því það er ekki
hægt að skauta fram hjá því að síð-
asta ár hefur verið örlagaríkt í lífi
Árna, Halldóru og fjölskyldunn-
ar allrar. Þann 30. nóvember varð
Haukur A. Clausen, sonur Hall-
dóru, bráðkvaddur á heimili sínu
aðeins 58 ára gamall og 20. mars
lést svo Breki Johnsen, sonur
þeirra beggja, í slysi aðeins fer-
tugur að aldri. Breki hafði barist
við fíknivandamál í einhvern tíma
og Árni lýsti því í minningargrein
hversu sorglegt það hafi verið að
tapa syninum í slíkri orrustu. „Allt
var reynt sem hægt var til þess að
fá hann til að þiggja þá aðstoð sem
bauðst í baráttunni gegn Bakkusi,
en hann þáði hana ekki.“
Þetta er búinn að vera erfiður
vetur hjá þér Árni?
„Já, veturinn er búinn að vera
erfiður, svakalegur. Fyrst dó Hauk-
ur, fóstursonurinn, og svo hann
Breki minn. Það er ekkert til sem
er eins sárt og sorgarsársauki, ekk-
ert. Þetta er það alversta sem ég
hef lent í og hef ég lent í mörgu.
Hitt er allt saman smámunir og
hjóm, alveg sama hvað það hefur
verið þungbært á hverjum tíma.
Ég get líkt þessu við að vera hent
undir skriðjökul. Þá verður maður
að reyna að standa á fótunum.“
Það er erfitt að heyra þessi
þungu orð og auðséð hversu djúpt
sorgin ristir. Of erfitt er að ræða þá
baráttu sem Breki háði á sinni allt
of stuttu ævi.
„Það eiga allir sinn djöful að
draga. Það er ekki hægt að komast
undan því,“ segir Árni.
Hvernig persóna var Breki?
„Hann var magnaður. Ofboðs-
lega fær og einnig blíður, góður og
viðkvæmur. Hann sagði að við ætt-
um að passa að misnota ekki stóru
orðin því þau væru svo sár fyrir sál-
ina. Maður verður að passa sig á að
tala ekki af sér. Skólasystkini hans
héldu minningarathöfn í Hóla-
kirkju í Reykjavík þar sem mættu
um 100 manns. Einn skólabróðir
hans sagði: Það var alveg sama
hvað Breki gerði, hann hafði ekk-
ert hátt en hann var alltaf bestur.
Sama hvort það var sem plötu-
snúður, að spreyja, hjólabretti,
snjóbretti eða hvað sem var. Hann
tók flugpróf á breiðþotu í Flórída
með hæstu einkunn og hann var
einn af aðalmarkaskorurum Vals
sem peyi. Hann var perla.“
Á veggnum fyrir ofan okkur í
Höfðabóli hangir ein af graffití-
myndum Breka, falleg mynd af rauð-
leitum höndum og á eldhúsborðinu
eru innrammaðar minningamyndir
af honum og kerti. Breki gekk undir
listamannsnafninu STARZ og vakti
eftirtekt út fyrir landsteinana. Hann
starfaði hins vegar aðeins sem flug-
maður í skamma stund því hann átti
við bakmeiðsli að stríða.
Fylgdist þú vel með honum og
þessari nýmóðins list og íþróttum
sem hann stundaði?
„Já. Við vorum afskaplega nán-
ir. En hann hafði nú líka gaman af
eldri tónlist. Mamma hans neit-
aði einu lagi sem ég ætlaði að láta
spila í útförinni hans. Kántrílaginu
All my ex’s live in Texas,“ og nú
lifnar aðeins yfir Eyjajarlinum.
„Það var alveg í stíl Breka.“
Voruð þið líkir persónuleikar?
„Já, og það er kannski eitt af því
sem er erfitt. En ég hugsa að hann
hafi verið heilsteyptari en ég.“
Getur þú sagt mér frá Hauki?
„Haukur var mjög sérstakur og
flottur, en sérvitur og fór sínar eig-
in leiðir. Tölvugrúskari mikill og
bjó til sína eigin veröld. Hann varð
bráðkvaddur en hafði áður veikst
alvarlega af krabbameini í læri.“
Voruð þið nánir?
„Ekki eins og við Breki. Haukur
vildi svo mikið vera einn, svona
sérsinna. Hann var einfari. En
yndislegur drengur.“
Auk sonanna sem Árni og Hall-
dóra misstu eiga þau tvær dætur.
Breki átti 15 ára son, Eldar Mána,
sem Árni segir ákaflega líkan
pabba sínum.
Stutt í eilífðina
Að lenda í svona áföllum, hvað þá
tveimur á skömmum tíma, hlýtur
að vera nærri óyfirstíganlegt. Haf-
ið þið leitað hjálpar?
„Við höfum fundið fyrir alveg
ótrúlegri umhyggju og vinarþeli
frá hundruðum manna úr Eyjum
og af öllu landinu. Fólk hlúir að
og notar hjarta sitt til að slá fyrir
þá sem eiga um sárt að binda og
það skiptir máli. Síðan höfum við
mjög fína presta hérna sem hafa
hjálpað. Þannig er styrkurinn í
mörgum byggðarlögum, að fólki
er ekki á sama hvernig hlutirnir
æxlast.“
Hefur trúin hjálpað þér?
„Já, hún gerir það og skiptir
mig máli. Kristnin á Íslandi byrj-
aði á þessum stað með byggingu
stafkirkjunnar árið 1000, sem
var síðan endurbyggð á Skansin-
um. Mormónar voru hérna fyrst,
hvítasunnumenn, aðventistar.
Eina trúarhreyfingin sem ekki hef-
ur átt upptök sín í Vestmannaeyj-
um eru Vottar Jehóva.“
Árni segist ekki vita fyrir víst af
hverju trúin er svona sterk í Eyjum
en hann hefur sínar kenningar um
það. Tengslin við náttúruna, ná-
lægðin við hafið og mannskaðarnir.
„Fimm hundruð sjómenn hafa
farist á síðustu hundrað árum við
Vestmannaeyjar, það eru fimm á
ári. Ég tel að þetta valdi meiri ná-
lægð samfélagsins við það sem
heitir trúarlíf. Hér er allt smátt og
stutt í eilífðina. Ég segi alltaf að
það smæsta sé næst guði.“
Árni og Halldóra eru gest-
risið og hlýtt fólk þó að sorgin
og erfið leikarnir grúfi yfir þessa
stundina. Árni sýnir okkur verkin
sín fyrir utan Smiðjuna og Hall-
dóra býður upp á heita og ljúf-
fenga brauðtertu. Pistilinn fæ ég
að skrifa í torfbænum sem er eins
og nýmóðins sumarhús að innan.
Hér er þessi ekta hlýja sem mað-
ur finnur svo sterkt fyrir á lands-
byggðinni. Við tökum smá rúnt
fram hjá Stafkirkjunni á Skansin-
um sem Árni lét byggja á sínum
tíma. Síðan kveðjum við þau með
virktum áður en haldið er upp í
Herjólf. n
„Það eiga allir sinn
djöful að draga.
Það er ekki hægt að
komast undan því.
„Þarna var drengur sem
hafði lamast ungur og var
eiginlega út úr myndinni.
En hann hafði fallegasta
bros sem ég hafði séð“
Mydn hanna