Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 36
Ferðalok 27. apríl 2018KYNNINGARBLAÐ SmurbrauðSStofa Sylvíu: Ekta danskt smurbrauð upp á gamla mátann Guðrún Pétursdóttir, mat-reiðslumeistari með diplóma í danskri smurbrauðsgerð, rekur Smurbrauðsstofu Sylvíu að laugavegi 170. Hér er um að ræða veisluþjónustu og sinnir Guðrún jöfn- um höndum alls konar veislum, stór- um og smáum. Guðrún keypti fyrir- tækið af tengdamóður sinni, Sylvíu, fyrir um tveimur árum, en Sylvía, sem er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku, rak Smurbrauðsstofu Sylvíu í aldarfjórðung. Þetta er því fyrirtæki sem stendur á gömlum og traustum grunni og sérhæfir sig í sinni kunnáttu og færni. Guðrún lærði matreiðslu og út- skrifaðist sem meistari. Smurbrauðs- gerð lærði hún af tengdamóður sinni og lauk diplóma með lokaprófi að viðstöddum prófdómara, en fagið er ekki kennt á íslandi. Smurbrauðsgerð er þungamiðjan í starfseminni en auk þess býður Guð- rún upp á ýmislegt annað, til dæmis tapasrétti, kökuhlaðborð og skraut- legar og afar girnilegar brauðtertur. Smurbrauðið hentar mjög vel í erfi- drykkjur að sögn Guðrúnar er smurbrauð mjög heppilegur kostur í erfidrykkjur þar sem oft eru standandi veitingar. „við bjóðum upp á heildstætt kaffi- borð fyrir þá sem vilja, þar sem eru snittur, brauðtertur, sætar kökur og flatkökur.“ Danska smurbrauðið er grunnur sem á við ákaflega mörg tilefni: „fyrirtæki leita mikið til mín og panta fundarbrauð, við erum líka mjög oft með veitingar í erfidrykkjum og einnig í fleiri tegundum af veislum, til dæmis útskriftum,“ segir Guðrún. Hún afgreiðir pantanir um helgar ef pantað er fyrir helgi og er sú þjón- usta mikið notuð. aðspurð viðurkennir Guðrún að hún sé alltaf vinnandi en hún hefur líka afar gaman af vinnunni. veisluþjónustan Smurbrauðsstofa Sylvíu er til húsa að laugavegi 170. Guðrún er mjög sveigjanleg hvað varðar tímasetningar en tekið er á móti pöntunum ýmist í gegnum síma, 552-4825, eða í skilaboðum á face- book-síðunni www.facebook.com/ smurbraudsstofa/. Það er líka gagn- legt og gaman að skoða facebook- síðuna því þar gefur að líta myndir af fallegum og skrautlegum réttum og og reglulega eru í gangi skemmtilegir verðlaunaleikir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.