Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 37
Ferðalok 27. apríl 2018 KYNNINGARBLAÐ Útfararskreytingar og samúðarskreytingar eru alltaf að aukast hjá okkur, enda leggjum við mikið upp úr því að veita persónulega þjón- ustu og viljum láta persónu hins látna endurspeglast í skreytingunum. Þá er ég að meina litaval og blómin sem fara í skreytingarnar. Þetta er hinsta kveðjustund og mér finnst að þetta eigi að vera eins fallegt og hugsast get- ur því blómin veita svo mikla heilun og hugarró fyrir þá sem eftir standa. Þess vegna spara ég aldrei blómin sem fara í þessar skreytingar,“ segir Þóra Guðrún Grímsdóttir hjá Reykjavíkurblómum. Reykjavíkurblóm hafa verið starfandi í rúmlega fimm ár en Þóra og eiginmaður hennar, Sigur- steinn Steinþórsson, tóku við rekstrin- um fyrir þremur árum. Megináherslan er á blóm og blómaskreytingar, sem og ýmsa gjafavöru. „Að vinna með blóm er eins og hver önnur listgrein, maður er alltaf að skapa og gera nýja hluti með blómunum, því engin blóm eru eins og því verða engar tvær skreytingar eins. Hvíti liturinn hefur verið al- gengastur ásamt rauðu í þessum skreytingum, en það er samt alltaf að aukast að aðrir litir séu notaðir með, því ef við notum uppáhaldsliti þess látna þá verður þetta mikið persónu- legra og ekki eins einsleitt. Aðstandendur sem hafa misst sína nánustu og fá eingöngu hvít blóm segja það mjög yfirþyrm- andi og hefðu gjarnan viljað fá aðra liti með. Þeim skilaboðum vil ég gjarnan koma á framfæri hér,“ segir Þóra. Reykjavíkurblóm eru til húsa að Borgartúni 23. Símanúmer er 5611300. Nánari upplýsingar og myndir af skreytingum er að finna á heimasíðunni www. reykjavikurblom.is og Face- book-síðunni www.facebook. com/Reykjavikurblom. ReykjAvíkuRBlóM: Hver skreyting er einstök Reykjavikurblóm blómabúð. Erfidrykkjan er í góðum höndum hjá Veislulist Veislulist er öflugt fjölskyldufyrir-tæki sem sinnir veislum af öllum stærðum og gerðum. veislulist er í eigu þriggja bræðra en þeir eru Birgir Arnar, Sigurpáll Örn og ómar Már Birgissynir. Meðal þess sem veislulist býður upp á er fjölbreyttur pinnamatur, tapas, smurbrauð, kökuhlaðborð og steikarhlaðborð. Fyrirtækið veitir mjög sérhæfða veitingaþjónustu fyrir þá sem það kjósa en býður einnig upp á staðlaða og vel tilgreinda kosti sem margir nýta sér óbreytta. veislulist sér meðal annars um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum, í heimahúsum eða veislu- sölum, hvort sem er kaffihlaðborð eða léttar veitingar sem henta í stand- andi veislur. Á heimasíðu fyrirtæk- isins, veislulist.is, má finna ítarlegar upplýsingar um úrval veisluborða og verð. Meðal rétta eru marsípantertur, rjómatertur, heimabökuð gulrótarterta, súkkulaðiterta, marengsterta, epla- terta, kaffisnittur, flatkökur, heitir brauðréttir, pönnukökur, brauðtertur og margt fleira. einnig er í boði pinnamatur, léttur hádegisverður og matarmiklar súpur. Slíkum réttum geta síðan fylgt tertur í eftirrétti, ávaxtabakkar og margt fleira. Þeir bræður sýna mikinn sveigj- anleika varðandi það ef veislur eru pantaðar með mjög litlum fyrirvara og reyna alltaf að uppfylla óskir fólks. Þeir mæla samt með því að fólk hafi samband með góðum fyrirvara en algengast er að veislur séu pantaðar með nokkurra daga fyrirvara. „Fólk ætlar oft að sjá um veitingarnar sjálft en brennur síðan inni á tíma vegna anna og áttar sig á því að það mun ekki ráða við þetta tímanlega. Þá hefur það samband við okkur og við reynum alltaf að bjarga málunum,“ segir Sigurpáll. Hann bæt- ir hins vegar við að oft geri fólk hluta af veitingunum sjálft en veislulist komi með það sem upp á vantar og jafnan gengur sú samvinna með ágætum: „Þá förum við gjarnan yfir það hvað fólk ætlar að vera með svo við getum leiðbeint því með hvað hent- ar og hvað hentar ekki, hvað fer vel saman og svo framvegis.“ Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 555-1810, á vefsíðunni veislu- list.is og einnig hægt að senda fyrir- spurnir á netfangið info@veislulist.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.