Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 39
lífsstíll - tækni 3927. apríl 2018 Nýjustu tækNiuNdriN Skráir niður svefn þinn Með sínum tveimur litlu skynjurum fylgist Philips SmartSleep með svefni þínum. Ef tækið skynjar að svefnbylgjur þínar verða of hægar grípur það inn í með hljóðmerkjum sem örva djúpan svefn og lengri. Tækið sker sig úr frá öðrum álíka tækjum sem fylgjast ein- göngu með svefnmynstrinu en grípa ekki inn í eins og SmartSleep. Tækið skráir allan svefninn niður og kemur með ráðleggingar um hvernig er hægt að bæta hann. Ein með öllu Vuzix Blade-snjallgleraugu eru bráðnauðsynleg eign sem kemur að góðu gagni. Nú þarftu ekki lengur að hrópa til að gefa tölvubúnaði þínum fyrirskipanir. Gleraugun eru með innbyggðan hljóðnema og myndavél og snertimús á hliðinni. En ekki nóg með það, því þessi „venjulega“ útlítandi sólgleraugu geta einnig tengst við síma og þú getur svarað í símann með gleraugunum. Snjall ísskápur Samsung er ekki bara með nýjungar í sjónvörpum þessa dagana því nýr snjallísskápur ætti að vekja áhuga margra. Ísskápurinn kemur með hugmyndir að mataruppskriftum byggðar á því sem er í honum hverju sinni en myndavélar eru í ísskápnum. En ís- skápurinn snjalli kemur ekki bara með uppskriftir byggðar á hvað er í honum hverju sinni því hann tekur einnig með í reikninginn hvað heimilisfólk vill helst borða, hugsanlegt ofnæmi heimilisfólks og þess utan er hann með smáforrit sem safnar upplýsingum um tilboð matvöruverslana og setur á innkaupalistann. Félaginn passar afa þinn Vina vélmennið Buddy robot er ekki aðeins sætur hlutur til að leika sér að heldur til ýmissa hluta nytsamlegt. Það er með innbyggt raddstjórnunar- kerfi, getur séð um myndsímtöl og er forritað til að geta gert ýmislegt á tæknivæddu heimili. Buddy getur passað afa þinn og ömmu, kennt börnunum og jafnvel gómað innbrotsþjófa. Buddy kemur fljótlega á markað en mun kosta skildinginn, væntanlega ekki undir 200.000 krónum hingað kominn.Varað við sólinni Snyrtivörufyrirtækið L’Oreal hefur þróað tæki sem mælir hversu sterkir útfjólubláir geislar sólarinnar eru hverju sinni. Þetta er auðvitað skyldueign tækn- inördsins sem leggur stund á útiveru. Skynjarinn er aðeins 2 millimetra þykkur og 9 millimetrar í þvermál. Það er ekki hægt að tengja hann með Blu- etooth eða þráðlausu netsambandi við síma. Aftur á móti er hægt að skanna hann með símanum til að sækja þau gögn sem skynjarinn hefur safnað. Það er einfalt að vera með hann á nögl eða á sólgleraugun- um. Skynjarinn sendir síðan viðvörun, ef þörf er á, í símann þinn í gegnum smáforrit. Taska sem eltir þig Þegar kemur að ferðalögum er auð- vitað ekki hægt að láta sjá sig með neitt annað en allra nýjustu og tækni- legustu ferðatöskurnar, að minnsta kosti ef maður vill standa undir nafni sem tækninörd. ForwardX CX-1-ferðataskan er tæknilegasta ferðataskan sem er á markaðnum í dag. Hún ekur á eftir þér á allt að 10 kílómetra hraða á klukkustund og sér sjálf um aksturinn. Þú þarft ekki einu sinni að halda í hana. Taskan er með 170 gráða breiðlinsu og raddgreiningarbúnað sem ger- ir henni kleift að elta þig um flugvöllinn og sneiða hjá hindrunum á leiðinni. Með töskunni fylgir armband sem lætur þig vita ef þið verðið viðskila. Skyldueign tækninördsins Samsung-einingaveggsjónvarpið er auðvitað skyldueign tækninördsins. Samsung slær hvað eftir annað í gegn með framleiðslu sinni og ætla má að þetta nýja 146 tomma veggsjónvarp verði engin undantekning þar á. Það er örLED-tækni sem leggur grunninn að þessu ótrúlega sjónvarpi sem samanstendur af mörgum litlum einingum sem er hægt að raða saman eftir eigin smekk. sem þú verður að eignast Stuttur flugtími en myndbönd í háskerpu AirSelfie 2-vasaflygildið er álíka stórt og iPhone og því auðvelt að hafa það í vasan- um. Þegar taka á sjálfu er ekki annað að gera en draga AirSelfie 2 upp úr vasanum og setja á loft og með sína 12 megapixla myndavél tekur flygildið síðan myndir og mynd- bönd í háskerpu. Það er með 16 Gb minni og með því fylgir smáforrit til að tengjast iOS- og Android-símum. Flugtíminn er þó aðeins fjórar og hálf mínúta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.