Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 60
lífsstíll - BLEIKT 2127. apríl 2018 Það getur verið kostnaðarsamt fyrir budduna og heimilisbókhaldið að matvæli lendi í ruslinu. Svo ekki sé nú farið út í hversu mikil matarsóun það er. M eð réttri meðhöndlum má láta matvælin end- ast mun lengur. Hér eru 10 ráð sem eru einföld og ættu að nýtast flestum heimilum til að draga úr kostnaði við matar- innkaupin. góðar leið ir til að lá ta matvælin endast le ngur10 Geymið engiferrótina í frystinum: Þá er mun auðveldara að rífa hana niður og hún geymist mun lengur. Lokið fyrir plast- pokana: Skerið toppinn af plastflösku, þræðið pokann í gegn og skrúfið tappann á. Gætið þess að matvaran sé þurr svo raki lokist ekki inni í pokanum. Vefjið sellerí, spergilkál og kál inn í álpappír: Gerið þetta um leið og komið er heim úr búðinni og matvælin haldast fersk mun lengur. Frystið kryddjurtirnar í ólífuolíu: Hellið ólífuolíu í klaka- form og setjið kryddjurtirnar út í. Olían mun draga í sig bragð af jurtunum. Notið eftir þörfum til steikingar. Hendið strax ávöxtum sem eru byrjaðir að rotna: Fylgist vel með hvort ávextirnir séu byrjaðir að skemmast. Mygla dreifir sér hratt og getur valdið því að matvæli sem komast í snertingu við ónýta ávöxtinn skemmist hraðar. Vefjið plast- filmu um toppinn á bananaklas- anum: Þeir geymast um það bil viku lengur. Geymið sveppina í pappírspoka: Plast lokar inni raka sem veldur því að sveppirn- ir mygla. Frystið eggin ef þau eru að renna út: Takið egg og hrærið saman með gaffli, setjið örlítið salt eða sykur, um það til ½ tsk. fyrir hver 6 egg. Það má frysta þau til dæmis 3 saman í poka sem er al- gengt magn í bakstri, eða í klakaformi. Einn klaki er svipað magn og eitt lítið egg. Einnig má frysta eggjahvítur og eggjarauður í sitt hvoru lagi. Ef eggjarauður eru frystar er látið örlítið salt eða ½ tsk. fyrir 12–14 eggjarauður. Það þarf ekki salt í eggjahvíturnar, aðeins skella þeim í poka, loka fyrir og setja í frysti. Geymið kartöflur og epli saman: Eplin koma í veg fyrir að kartöflurnar spíri. Leggið eldhúspappír ofan á salatið: Pappírinn dregur í sig raka og salatið geymist mun lengur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.