Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Side 62
62 fólk 27. apríl 2018 Bókin á náttborði Stefáns Mána „Þessa dagana er ég að lesa bókina Erró - Margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson. Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur á dögunum varð til að endurvekja áhuga minn á þessum merka listamanni og bóhem sem fæddist í mínum heimabæ, Ólafsvík. Ég fór með krökkunum mínum á sýninguna og það var alveg magnað að sjá hversu vel æska nútímans tengir vel við og þekkir „referenca“ gamla meistarans. Svo bíður mín á Borgarbókasafninu bókin Fire and fury eftir Michael Wolff en ég var á biðlista eftir henni. Forsetatíð fábjánans Trump er auðvitað eins og tryllt veggmynd eftir Erró.“ Hvað segir pabbi? Atvinnudansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir, hefur raðað inn titlum og verðlaunum í dansinum, bæði hér heima og erlendis, allt frá því hún byrj­ aði að dansa sem barn. Þessa daga heillar hún sjónvarps­ áhorfendur ásamt dansfélaga sínum, Bergþóri Pálssyni, í Allir geta dansað á Stöð 2. DV heyrði í föður Hönnu, gull­ smiðnum Óla, sem stutt hefur dóttur sína alla tíð á dansferl­ inum og spurði: Hvað segir pabbi um dótturina? „Það er margt hægt að segja um Hönnu Rún, en í æsku var hún ótrúlega mikill orkubolti og uppátækjasöm, sem féll misvel í kramið hjá okkur for­ eldrunum. Það er ekki hægt að tala um Hönnu Rún án þess að minnast á dansinn, því hann hefur átt hug hennar, alla tíð síðan hún byrjaði að dansa fjögurra ára gömul. Hanna Rún er hjartahlý og góð stelpa, með ótrúlega góða nærveru, sem vill öllum vel. Hennar stærsti galli, er kannski sá að henni er næstum ómögulegt að segja nei, og það bitnar alltaf mest á henni sjálfri. Hún er mikil keppnismanneskja, og ótrúlega fjölhæf. Hún er mjög flink að teikna, yrkir ljóð, gerir teikni­ myndasögur, spilar á píanó, syngur, saumar og hannar alls konar föt, fyrir sig og aðra. Hún er súper pabbastelpa.“ M æðgurnar Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir starfa báðar sem ritstjórar hjá Forlaginu. Bókmenntafræðingurinn Silja og íslenskufræðingurinn Sigga eru einstaklega samrýndar mæðg­ ur og deila sömu áhugamálum: áhuga á bókmenntum og íslensku og að miðla til annarra. Svo vel eru þær í takt að í vikunni mættu þær í stíl í vinnuna. Flottar og frábærar Forlagsmæðgur! I ngólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal fagnar fimmtugs­ afmæli sínu þann 9. maí næst­ komandi. Það er þó ekki eina stórafmælið sem hann fagnar í ár, því hann hefur einnig sýnt töfra­ brögð í 40 ár og heldur hann af því tilefni afmælissýningu í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 13. maí. Í dag er Ingó, eins og hann er jafnan kallaður, best þekktur sem gítarleikari þungarokksveitar­ innar Dimmu, sem hann stofn­ aði ásamt bróður sínum, Silla Geirdal bassaleikara, árið 2004. Ingó hefur þó verið í sviðsljósinu frá 10 ára aldri, en hann var byrj­ aður að æfa og sýna töfrabrögð á þeim aldri, en þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna vel eftir skemmtunum Ingós. „Ég fékk áhugann þegar ég var sex ára og var 10 ára þegar ég hr­ ingdi í Baldur Brjánsson, sem þá var eini starfandi töframaðurinn á Íslandi, og sagði honum að við værum kollegar. Við þyrftum því að hittast og ræða málin,“ seg­ ir Ingó. Baldur hló að drengnum í fyrstu, en Ingó gafst ekki upp og komu þeir síðar fram í sjón­ varpsþáttum saman. „Baldur og ég erum ennþá góðir vinir og hann kenndi mér mikið.“ Sýndi töfrabrögð heima og erlendis Ingó byrjaði 10 ára gamall að sýna töfrabrögð sín á skemmtistöðum á kvöldin, meðal annars í Hollywood, skemmtistaðnum vin­ sæla sem var í Ármúla 5 árin 1978–1987. „Ég var 12 ára þegar ég var orðinn fastráðinn og kom fram tvisvar í miðri viku. Ég kom fram um hálf eitt um nóttina og foreldrar mínir einfaldlega skutl­ uðu mér og biðu á með­ an ég sýndi. Um helgar kom ég fram á Skiphóli í Hafnarfirði. Maður leit á þetta sem tækifæri til að koma fram, var að fá auglýsingu í blöðum og smá pening í vasann. Bekkj­ arfélögum mínum fannst þetta skrýtið, en spennandi um leið.“ Árið 1986 þegar Ingó var 18 ára kom hann í fyrsta sinn fram er­ lendis, á Nordisk Magi­Kongress í Stokkhólmi. Árin 2007–2010 vann Ingó eingöngu við að sýna töfra­ brögð og hefur hann í gegnum árin sýnt á fjölmörgum skemmt­ unum, skemmtiferðaskipum og í sjónvarpsþáttum í Skandinav­ íu, Asíu og Ameríku. Auk þess að skemmta í einkaboðum fyrir Sigur Rós, Depeche Mode og Alice Cooper. Til gamans má geta þess að Ingó er gríðarleg­ ur aðdáandi Cooper, hef­ ur hitt hann margoft og sótt marga tónleika hans, auk þess sem Dimma hitaði upp fyrir hann á tónleik­ um í Kaplakrika árið 2005. Einnig á Ingó fjölda muna frá Cooper: sviðsföt, sviðsmuni, hand­ skrifaða lagatexta frá 1978­2005 og fleira. „Ég tók pásu 1992–2004, en þetta blundaði alltaf í mér og áhuginn var áfram til staðar, en ég kom ekkert fram, var bara í músíkinni. Þegar ég byrjaði aft­ ur fékk ég síðan enn meiri áhuga en áður.“ Ingó sýnir oft á árshátíðum, í þorrablótum og slíku hjá fyrir­ tækjum og félagasamtökum, en einnig í stórafmælum, ferm­ ingarveislum og fleiri viðburð­ um. „Það er sjaldan sem al­ menningi gefst kostur á að sjá sýninguna mína, það eru komin þrjú ár síðan ég hélt slíka sýn­ ingu. Þetta er í blóðinu. Töfrar eru ástríða mín og sé ekki fyrir mér að ég sé að hætta einhvern tímann. Maður er alltaf að undir­ búa, æfa og hanna ný atriði, þannig að þegar ég er búinn með þessa sýningu fer ég strax að huga að næstu og ég held að það verði ekki mjög langt í hana,“ segir Ingó, sem er með sinn eigin stíl á sýningunum. „Ég er sami karakterinn og á tónleikum með Dimmu, þetta er bara minn persónuleiki og oft er ég í sömu fötunum. Þegar ég var yngri var ég oft klædd­ ur í jakkaföt, en í seinni tíð held ég mig bara við minn stíl og er svoleiðis alltaf, ég er alltaf svartklæddur, sama hvar ég er eða hvern­ ig viðrar.“ Þrátt fyrir langan, áhugaverðan og farsælan feril á tveimur sviðum, töfrabrögðunum og tón­ listinni, er Ingó þó ávallt stoltastur af dótturinni Katrínu Jenný sem fæddist 2008. Hún er hjá móð­ ur sinni í Svíþjóð, en kem­ ur reglulega í heimsókn til föður síns á Íslandi og má þá stundum sjá hana bak­ sviðs að fylgjast með honum á sviðinu. Hvort hún feti í fót­ spor föður síns í töfrabrögðun­ um og/eða tónlistinni mun tím­ inn leiða í ljós. n Töfrar Ingó í fjóra áratugi „Töfrar eru ástríða mín“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Samstilltar mæðgur í stíl Silja og Sigga: Auglýsingar um skemmtanir Ingós birtust reglulega á sínum tíma og skemmtanir voru vel sóttar, þó að áhorfendur væru töluvert eldri að árum en töframaðurinn ungi. Ingó hefur náð töluverðri færni í bæði spilagöldrum og beygingu hnífapara, tækni sem ísraelski sjónhverfinga- maðurinn Uri Geller vakti mikla athygli með á sínum tíma. Mynd Ólöf ERla EinaRSdÓttiR/SvaRt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.