Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2018, Síða 64
27. apríl 2018 16. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Pabbi, þú hefðir mátt hafa mig í lit! „Hann er ruglaður eins og guð“ H ugsunin var að Loki myndi snúa úr fréttunum á bak- síðunni. Með tíkarlegar athugasemdir og útúrsnún- ing,“ segir Jón Óskar myndlistar- maður í samtali við DV. Jón Óskar er maðurinn sem teiknaði upp- haflega Loka sem finna má hér á baksíðu DV. Loki hóf göngu sína á baksíðu Vísis þriðjudaginn 20. mars 1979 en þá starfaði Jón Óskar, sem þá var um tvítugt, sem út- litsteiknari á blaðinu. Loki endaði svo í DV þegar Vísir sameinaðist Dagblaðinu árið 1981. „Þá voru Þorsteinn Pálsson og Ólafur Ragnarsson ritstjórar Vísis, en Loki var hugmynd Ólafs. Ég held að fyrirmyndin hafi verið Karlinn í kassanum, sem var geðvond fígúra í Mánudagsblaðinu í gamla daga. Ólafur var nýkominn á blaðið eftir að hafa verið fréttaþulur hjá Sjón- varpinu, hann var uppátækja- samur ritstjóri. Þorsteinn sá um stjórnmálahlutann en Ólafur var aðallega í menningar- og dægur- málum, hann var alltaf á tánum að finna eitthvað til að hrista upp í blaðinu. Við eigum þetta beibí saman ég og Ólafur,“ segir Jón Óskar. Loki hefur breyst nokkuð á þeim nærri 40 árum sem liðin eru frá því hann birtist fyrst. Í lýsingu á Loka sem birt var í Vísi um sum- arið 1979 var talað um hann sem „teiknifígúru sem tjáir sig mein- lega um málefni líðandi stundar.“ Nafnið vísar í Loka Laufeyjarson úr norrænu goðafræðinni, óútreikn- anleg og óáreiðanleg persóna. Jón Óskar segir það líklegast tilviljun að það sé Loki sem loki blaðinu með því að vera á baksíðunni. „Það sem við sáum ekki fyrir var hversu margir koma að honum, Loki fer bara eftir því hvaða blaðamaður eru á vakt. Sumir eru voða fyndnir á meðan sumir eru þyngri. Útkom- an er að Loki er eins og geðsjúkling- ur, því þetta eru þúsund persónur að baki,“ segir Jón Óskar. „Mér varð hugsað til Loka þegar ég las bók- ina Ævisaga Guðs eftir Jack Miles, þá reyndi rithöfundurinn að taka saman persónuna Guð og niður- staðan var að Guð er eins og geð- sjúklingur því það eru svo margir höfundar sem komu að honum. Það má segja það sama um Loka, hann er ruglaður eins og Guð,“ segir Jón Óskar og hlær. Hann hefur fylgst með sköpunarverkinu í gegnum tíð- ina. „Á tímabili var hann brjálæðis- lega fyndinn, stundum hefur hann verið algjört kvikindi.“ Útlit Loka hefur aldrei breyst en hann hefur verið hreinsaður í gegnum tíðina, hefur Jón Óskar sjálfur séð um að fíngera teikn- inguna þegar hann hefur sinnt afleysingastörfum hjá DV, síð- ast skömmu eftir aldamót. Varð- andi teikninguna segir Jón Óskar það hafa tekið tíma að finna réttan svip. „Það var glíma að finna rétta glottið, hann mátti ekki vera sætur á baksíðunni, hann þurfti að vera dálítið kvikindislegur. Ég held að ég hafi gert 30 teikningar þangað til ég náði rétta svipnum.“ n ari@dv.is Jón Óskar er skapari Loka sem undantekningarlaust á síðasta orðið í DV Auðvelt að versla á byko.is Nýtt blað Gleðilegt sumar! Skoðaðu blaðið á byko.is Frjáls gegn vilja sínum Skáksambandsmálið varð enn furðulegra í vikunni og var ekki á það bætandi. Þá staðfesti Lands- réttur farbannsúrskurð yfir Sigurði Kristinssyni, sem er grunaður um að hafa smyglað fimm kílóum af amfetamíni til landsins frá Spáni eins og frægt er orðið. Í gögnum málsins kemur fram að Sigurður hafi óskað þess að vera áfram í haldi lögreglu frekar en að sæta farbanni. Ástæðan er víst sú að gæsluvarðhald setur aukinn þrýsting á lögreglu og saksóknara að ljúka rannsókn og gefa út ákæru. Aðalástæðan er þó væntanlega sú að hljóti Sigurður dóm þá kemur gæsluvarðhaldsvistin til frádráttar fangelsisrefsingunni. Landsréttur varð ekki við þessari ósk og Sigurður getur því tímabundið um frjálst höfuð strokið hér á landi, þvert gegn vilja sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.