Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 16

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 16
16 Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, segir þann áfanga sem náðist á dögunum þegar ferskfisktogarinn Eng- ey RE 91 fór í sína fyrstu veiðiferð vera með þeim stærstu sem fyrirtækið hefur náð. Skaginn 3X hannaði og smíðaði vinnslubún- að og lestarkerfi í skipið, búnað sem ekki á sér hliðstæðu í heiminum. Allur afli er kældur niður í mínus 1 gráðu áður en hann fer í lest og ekki þarf að nota ís eins og gert hefur verið fram til þessa. Lestarkerfið er sjálfvirkt og þar þarf mannshöndin hvergi að koma nærri, hvorki við lestun úti á sjó né við löndun þegar í höfn er komið. Ávinning- urinn af allri þessari nýju tækni er mikill að sögn Ingólfs en hann segir að stærsta málið sé aukin gæði aflans. Myndgreining flokkar í tegundir og stærðir Í stuttu máli gengur vinnslan þannig fyrir sig í Engey RE að úr móttöku fer aflinn inn á aðgerðarlínu og þaðan áfram í gegnum myndgreiningarbúnað sem bæði tegunda- greinir fiskinn og flokkar eftir stærð. Þetta er öflugur og endurbættur myndgreining- arbúnaður sem Skaginn 3X hefur þróað og getur hann flokkað í fimm stærðar- og teg- undaflokka. „Við höfum lagt mikla áherslu á að þróa þennan búnað því hann skiptir mjög miklu máli fyrir bæði flokkunina sjálfa og um leið rekjanleikann, sem er einn af stóru áhersluþáttunum í þessari tæknibyltingu,“ segir Ingólfur. Eftir að fiskurinn hefur farið í gegnum myndgreininguna tekur við nýr búnaður frá Skaganum 3X sem er svokallað blæðihjól þar sem 350 kg skammtar af fiski fara í gegnum stýrt þvotta- og blæðingarferli. Eftir þetta fer fiskurinn í kæliferli þar sem hann er kældur með sjó niður í mínus 1 gráðu. Í lok kæliferilsins fer svo fiskurinn á færiböndum að röðunarstöðvum þar sem honum er raðað í ker en þaðan flytjast þau í stæðum niður í lest. Starfsmenn á röðunar- stöðvunum fá kerin sjálfvirkt til sín og gjör- byltir því vinnuumhverfi sem almennt hefur tíðkast þar sem fiski er raðað í kerin niðri í lest. Eins og áður segir færast kerastæður um lestina með sjálfvirkum hætti og sami búnaður færir þær síðan að löndunarbúnaði að veiðiferð lokinni. Sértök karfalína er í skipinu en þá fer afl- inn beint úr móttöku í nýja gerð af stærðar- flokkara og þaðan beint í kæliferlið. Grunnur að enn frekari tæknibyltingu „Engey RE er mikil bylting hvað tækni varð- ar en á endanum eru það alltaf aukin gæði aflans sem skipta mestu máli. Ég lít þannig á að við höfum náð ákveðnum áfanga og lagt grunn að næsta skrefi sem er að hugsa landvinnsluna upp á nýtt og tryggja að við höldum þessum miklu gæðum á fiskinum alla leið frá skipi, í gegnum vinnsluferilinn í landi og allt þar til á afurðamarkað er kom- ið. Sá áfangi sem við höfum náð í Engey RE er grunnur sem við munum byggja á í okkar tækniþróun á komandi árum. Við erum því í senn að breyta sjávarútveginum og sjálfum okkur,“ segir Ingólfur. Gestir Íslensku sjávarútvegssýningarinn- ar í Smáranum geta á bás Skagans 3X fræðst enn frekar um Engey RE og þær tæknilausnir sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða, bæði fyrir skip og landvinnslur. skaginn3x.com Mesti ávinningurinn felst í auknum gæðum hráefnisins segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X. Skaginn 3X með byltingarkenndar tæknilausnir í ferskfisktogaranum Engey RE 91.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.