Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 80

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 80
Mikill uppgangur er í Sveit-arfélaginu Ölfusi vegna aukinna umsvifa í at- vinnulífinu, ekki síst í tengslum við uppbyggingu hafnaraðstöð- unnar í Þorlákshöfn sem tók al- gerum stakkaskiptum á árinu. Þar er nú hægt að taka á móti allt að 165 metra löngum flutninga- og skemmtiferðaskipum eftir að dýpkunar- og hafnarframkvæmdum lauk í sumar. „Við erum að byggja okkur upp til fram- tíðar með því að bæta aðstæður og gæði hafnarinnar,“ segir Hjörtur B. Jónsson, hafn- arstjóri í Þorlákshöfn, en stór áfangi á þeirri vegferð náðist í byrjun apríl þegar vikulegar vöruferjusiglingar hófust milli Þorlákshafn- ar og Rotterdam. Í tengslum við siglingarnar hafa landanir aukist mjög úr fiskiskipum og togurum, enda útflutningurinn með ferj- unni að mestu ferskur og frosinn fiskur. „Ferjusiglingarnar eru mikil innspýting fyrir atvinnulífið hérna og í kjölfarið hefur fyrirspurnum fjölgað mikið hjá okkur um lóðir undir atvinnustarfsemi,“ bætir hafnar- stjórinn við. Til að mæta væntanlegri upp- byggingu hefur sveitarfélagið skipulagt 50 hektara athafnasvæði í nágrenni hafnarinn- ar, auk þess sem í vor var samþykkt skipu- lag á 200 hektara svæði vestan Þorláks- hafnar sem hugsað er fyrir stærri iðnaðar- og athafnalóðir. Góður kostur fyrir fyrirtæki í hafnsækinni starfsemi „Þorlákshöfn er eina þjónustu- höfnin fyrir allt Suðurlandsundir- lendið og aðstæður fyrir margs konar atvinnustarfsemi eru mjög hagstæðar hér. Sérstaklega horf- um við til þess að auka enn frekar þjónustu við þá atvinnustarfsemi sem er til staðar hér á Suðurlandi og á stór- Reykjavíkursvæðinu og teljum okkur hafa mikla möguleika til framtíðar í þjónustu við flutninga á sjó,“ segir Hjörtur og bendir því til áréttingar á fyrirtæki eins og Fiskmarkað Íslands í Þorlákshöfn og kæli- og frysti- geymsluna Kuldabola, sem einnig er með löndunargengi og skipaþjónustu á staðn- um. Vélsmiðjur og fleiri þjónustufyrirtæki sem sinna öllum meginþörfum flotans er einnig að finna í Þorlákshöfn, enda öflug fiskvinnslufyrirtæki í bænum sem vinna mikið af fiski og humri. Mikil uppbygging hefur einnig átt sér stað í sveitarfélaginu í tengslum við fiskeldi og þar eru framleidd öll seiði fyrir Arnarlax á Vestfjörðum, Fisk- eldi Austfjarða og Laxa í Reyðarfirði. Þá hef- ur fyrirtækið Tálkni nýlega fengið grænt ljós á að reisa allt að 5.000 tonna fiskeldisstöð í næsta nágrenni Þorlákshafnar. Annað stórt uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu er bygging fullkominnar fiskþurrkunarverksmiðju á vegum Lýsis hf. norðvestan við bæinn. Skóflustunga var tekin í maí að fyrsta áfanga verksmiðjunnar, sem verður um 2.500 m², en ráðgert er að taka hana í notkun í júlí 2018. „Hér er mikið líf við höfnina, sérstaklega þegar Mykinesið kemur frá Rotterdam og einnig þegar Herjólfur siglir hingað, auk þess sem smábátahöfnin hér er alger kyrrð- arpollur. Hér er þjónusta sem nýtist öllum og við erum með öflugan dráttarbát og vel þjálfaðan og góðan mannskap til að að- stoða stærri skip. Það er því góður kostur fyrir fyrirtæki í hafnsækinni starfsemi að koma sér fyrir hér hjá okkur,“ segir Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. olfus.is Miklir möguleikar til framtíð- ar í þjónustu við flutninga á sjó í Þorlákshöfn Vikulegar siglingar vöruflutningaferjunnar Mykiness, sem hófust í vor milli Þorlákshafnar og Rotterdam eftir miklar endurbætur á hafnaraðstöð- unni, eru mikil innspýting fyrir sveitarfélagið Ölfus og hafa ný iðnaðar- og athafnasvæði verið skipulögð bæði við höfnina og vestan við byggðina. Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.