Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 70

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 70
70 Nú í lok ágúst var ferskfisktogaranum Drangey SK 2 fagnað í heimahöfn á Sauðárkróki en skipið var tæpar tvær vikur á heimsiglingunni frá Tyrklandi. Drangey SK er í eigu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins FISK Seafood og mun leysa af hólmi ísfisktogarann Klakk SK sem kom hingað til lands árið 1977, þá fyrir út- gerðarfyrirtækið Klakk hf. í Vestmannaeyj- um. Togarinn hefur verið gerður út af FISK Seafood og áður Fiskiðjunni Skagfirðingi í rúm 20 ár. Áhöfn Klakks flyst yfir á Drangey SK 2 en vonast er til að skipið verði tilbúið á veiðar undir lok ársins. Skipstjóri verður Snorri Snorrason, sem stýrt hefur Klakki SK undanfarin ár. Samstarf um smíði fjögurra togara Drangey SK 2 er þriðji af fjórum sams konar togurum sem FISK Seafood og Samherji hf. höfðu samvinnu um smíði á hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Nú þegar hefur Útgerðarfélag Akureyringa, dóttur- félag Samherja hf., tekið við Kaldbaki EA 1 sem leysir samnendan togara af hólmi, nýj- um Björgúlfi EA 311 var fagnað á Dalvík í byrjun sumars og í árslok kemur síðasta skipið í þessari seríu, Björg EA 10. Skipin eru 62,5 metrar að lengd og 13,5 metra breið. Þau eru hönnuð af Bárði Haf- steinssyni, skipaverkfræðingi hjá Skipa- tækni ehf. Breytingin á Málmey SK fyrirmyndin Fyrir hálfu þriðja ári var frystitogaranum Málmey SK 1 breytt í ferskfiskskip og hafði FISK Seafood samstarf við fyrirtækin Skag- ann ehf., 3X ehf., Kælismiðjuna Frost og fleiri um breytingarnar. Sú nýjung leit þá dagsins ljós að í vinnslulínu skipsins er fisk- urinn kældur niður í mínus 0,1 gráðu og fer þaðan fullkældur í lest þar sem þessu hita- stigi er viðhaldið án þess að notaður sé ís. Þetta þróunarverkefni í Málmey SK 1 var undanfari þeirrar útfærslu sem er á m.a. þremur nýjum togurum HB Granda og var einnig fyrirmyndin að því fyrirkomulagi sem verður á vinnslu- og kæliferlinu í Drangey SK. Skipinu verður siglt til Akraness nú snemma hausts og hefjast þá starfsmenn Skagans 3X ehf. handa við að setja vinnslu- búnaðinn um borð. Forsenda frekari tækniframfara í landvinnslunni „Smíði á þessu skipi er stórt skref í þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá FISK Seafood,“ sagði Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri í ræðu við móttöku skipsins í Sauðárkrókshöfn. „Forsenda þess að fyrirtækið geti áfram verið í fararbroddi hvað varðar gæði afurða er að það hráefni sem skilað er til vinnslu fyrirtækisins sé nánast gallalaust og ég bind miklar vonir við að svo megi verða. Drangey SK 2 leysir af hólmi Klakk SK 5 sem er 40 ára gamalt skip. Áhöfn Klakks sem flyst yfir á þetta nýja skip er þekkt fyrir góða meðferð á afla og í mínum huga er það ekki spurning að hún mun á þessu nýja og vel búna skipi ná enn betri árangri í meðferð aflans en áður. Mikil tækni- og sjálfvirknivæðing er fram- undan í landvinnslu FISK en lykilatriði í þeirri þróun, og í raun forsenda, er að það hráefni sem kemur til vinnslu sé allt fyrsta flokks og ég trúi því að smíðin á þessu nýja skipi sé risaskref í þá átt,“ sagði Jón Eðvald. Ný Drangey SK 2 liður frekari uppbyggingu FISK Seafood Ferskfisktogararnir Drangey SK 2 og Málmey SK 1 munu bera uppi hráefnisöfl- un fyrir bolfiskvinnslu FISK Seafood. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson. Mikill mannfjöldi fagnaði Drangey SK 2 við komu skipsins til Sauðárkróks á dög- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.