Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 25

Ægir - 01.07.2017, Blaðsíða 25
25 Nortek býður útgerðarfyrirtækjum upp á margvíslega þjónustu á sviði öryggisstjórnunar eins og allir vita. Á Íslensku sjávarútvegssýningunni mun Nortek m.a. kynna kerfið Medi3 Shipmed en það heldur utan um birgðir apóteksins um borð og tryggir gagnvirkt rauntíma- samband við lækni í hljóð og mynd. Við báðum Þórarinn Þórarinsson verkefna- stjóra hjá Nortek að segja okkur meira frá þessu. Uppfærð lyfjastaða „Þetta er frábært kerfi sem tryggir örugga yfirsýn yfir allar birgðir og tækjabúnað í sjúkraherbergi skipsins og í Noregi hefur þessi búnaður fengið góð viðbrögð. Medi3 Shipmed gerir skipum kleift að bjóða áhöfn og gestum upp á svipaða þjónustu og fyrirfinnst í landi, s.s. aðgang að nauð- synlegum lyfjum, læknabúnaði, grein- ingu, meðferð og ekki síst læknisfjarhjálp. Kerfið geymir allar upplýsingar um lyfin, s.s. skammtastærðir, notkunargildi og hvenær ekki skal nota þau en einnig til hvers þau voru notuð og í þágu hverra,“ segir Þórarinn. Hann segir að lög og reglugerðir varð- andi lyf og sjúkrabúnað um borð séu mis- munandi eftir löndum en þetta kerfi læt- ur vita hvaða kröfur eru gerðar undir mis- munandi flaggi. Kerfið auðveldi líka skipti á milli landa og láti strax vita hvaða upp- færslur þurfi að eiga sér stað á lyfjakist- unni þegar skip fer af einu flaggi yfir á annað. Læknir um borð „Í Shipmed kerfinu er einnig að finna ör- uggt og notendavænt myndsamband við lækni, ef slys verður úti á sjó. Þannig getur læknir í landi séð viðkomandi sjúkling í gegnum myndsamband og metið áverka eða sjúkdómseinkenni með eigin augum og eyrum, fremur en að fá lýsingu í gegn- um tölvupóst, síma eða talstöð. Þetta eykur auðvitað líkurnar á að sjúklingur fái rétta meðferð auk þess að létta mjög á skipstjóra/stýrimönnum sem „staðgeng- ils“ læknis um borð.“ Í Noregi er Medi3 Shipmed notað um borð í 80% skipa í olíuiðnaðinum og einn- ig eru fiskiskip, heilsugæslur og sjúkra- stofnanir sömuleiðis í síauknum mæli farin að nýta sér þessa þjónustu. Reglu- gerðir í Noregi tryggja að þau skip sem nota Medi3 Shipmed þurfi aðeins skoðun lyfsala á þriggja ára fresti í stað árlegrar. „Útrás Medi3 er rétt að byrja og við hjá Nortek leggjum metnað okkar í að þjón- usta þetta frábæra öryggiskerfi um borð í íslenskum skipum,“ segir Þórarinn enn- fremur. Öryggisúttektir um borð Á sýningunni mun Nortek einnig kynna nýja þjónustu sem snýr að öryggisúttekt- um um borð í skipum. „Þetta er hugsað sem aðstoð við útgerðirnar varðandi ör- yggismálin um borð en nær einnig til þeirra sem starfa í landi. Auðvitað gera allir sér grein fyrir mikilvægi góðs búnaðar og að allir um borð í skipi kunni skil á því sem er í boði. Reynsla mín sem kennara í Slysavarnaskóla sjómanna segir mér hins vegar að þarna séu hlutirnir ekki alltaf í fullkomnu lagi, því miður. Við hjá Nortek viljum aðstoða skipverja og útgerðirnar í þessu með því að bjóða upp á fast utan- umhald, m.a. fastar skoðanir á öryggis- búnaði, skipuleggja æfingar skipstjórnar- manna, aðstoða við gerð handbóka ef eftir því verður leitað o.fl. Áður en kemur að endurnýjun haffærniskírteina þarf að ganga frá ýmsum pappírum og við mun- um bjóða upp á aðstoð og ráðgjöf varð- andi slíka hluti einnig,“ segir Þórarinn sem mun kynna þessa nýjung betur í bás Nor- tek á sýningunni. nortek.is Lyfjakista og læknir um borð Þórarinn Þórarinsson verkefnastjóri hjá Nortek. „Kerfið frá Medi 3 heldur utan um birgðastöðu apóteksins og tryggir að rétt lyf séu ávallt til staðar í lyfjakistunni.“ og bestu lausnir fyrir reksturinn á skipinu. Samþætt upplýsingakerfi koma ekki síður að notum við vinnslu í landi þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á rekjanleika vörunnar til að gæði hennar og nýting verði sem mest,“ segir Björgvin ennfremur. Enginn afsláttur af gæðum Helstu vörur Nortek eru brunaviðvörunar- kerfi, slökkvikerfi, vélgæslukerfi, öryggis- merkingar, eftirlitsmyndavélakerfi og ör- yggislausnir fyrir samgöngur og aðgangs- stýringar af ýmsu tagi. Sífellt er verið að auka vöruframboðið og á Íslensku sjávarút- vegssýningunni verður nýr neðansjávardróni m.a. kynntur sem veitir mikla hjálp við eftir- lit í höfnum og eldiskvíum og einnig nýr eftirlýsingarbúnaður sem tryggir hraðari rýmingu ef t.d. eldur kviknar og reykur gýs upp. Er þá fátt eitt nefnt af nýjungum í Nor- tek. „Íslendingar hafa alltaf staðið framar- lega þegar kemur að tækninýjungum fyrir sjávarútveginn, hvort sem er á sjó eða landi. Menn fylgjast almennt vel með tæknimál- um og gera strangar kröfur um það besta. Þetta fellur vel að þeim anda sem alltaf hefur ríkt hjá Björgvini og hans fólki hjá Nortek; að bjóða aðeins það besta og gefa engan afslátt af gæðunum. Þess vegna er- um við í samstarfi við góða birgja víða um heim sem selja hágæða vörur. Við röðum þeim svo saman í samhæfð kerfi þar sem tekið er tillit til aðstæðna á hverjum stað og veitum ráðgjöf um uppsetningu þeirra og virkni. Síðast en ekki síst þjónustum við kerfin eftir bestu getu og sjáum til þess að viðskiptavinirnir fái sem mest fyrir fjárfest- inguna,“ segir Þórhildur Rún framkvæmda- stjóri. nortek.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.