Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu skipulagsfulltrúa um að lækka ný- byggingu við Alliance-húsið á Granda um eina hæð. Er það gert í kjölfar athugasemda frá Skipulags- stofnun. Borgarráðsfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins. Eins og ítarlega hefur verið greint frá í Morgunblaðinu voru íbúar í Mýrargötu 26, sem stendur utan við reitinn, afar óhressir með fyrirhug- aða uppbyggingu á reitnum og mót- mæltu kröftuglega. Engu að síður var deiliskipulag sem fól í sér þessa uppbyggingu samþykkt í borgar- kerfinu síðastliðið haust. Í framhaldinu var deiliskipulags- breytingin auglýst í B-deild Stjórn- artíðinda eins og lög gera ráð fyrir. Skipulagsstofnun skrifaði skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bréf í framhaldinu og gerði athugasemd við birtingu auglýsingarinnar. Taldi stofnunin að gögn varðandi hæða- fjölda nýbyggingar milli Alliance- hússins og Mýrargötu 26 væru mis- vísandi. Einnig taldi Skipulags- stofnun að viðbrögð borgarinnar við athugasemdum við tillöguna væru ófullnægjandi. Útsýni úr íbúðum mun skerðast Í niðurstöðu skipulagsfulltrúans, sem umhverfis- og skipulagsráð og borgarráð hafa samþykkt, er því hafnað að svör við athugasemdum séu ófullnægjandi. Mjög margar at- hugasemdir lutu að því að með ný- byggingum á reitnum væri útsýni úr íbúðum í Mýrargötu 26 skert að öllu eða verulegu leyti. Skipulags- fulltrúinn ítrekar í því sambandi að útsýni sé ekki lögvarinn réttur íbúa og alltaf megi búast við að útsýni taki breytingum innan þéttbýlis. Þar sem svæðið sem um ræðir sé skil- greint sem þróunarsvæði megi geri ráð fyrir að breytingar á skipulagi eigi sér stað til þess að ná fram markmiðum aðalskipulagsins. „Í ljósi athugasemda Skipulags- stofnunar er tekið undir að fram- setning uppdráttar hefði mátt vera skýrari. Til að bregðast við því er lagt til að nýbygging verði lækkuð og heimildir skýrðar, þannig að það sé ljóst að séð frá Mýrargötu sé ný- bygging 2 hæðir, en séð frá Rastar- götu sé nýbyggingin 3 hæðir. Bygg- ingarmagn og sneiðingar verða uppfærðir sem því nemur,“ segir í niðurstöðu skipulagsfulltrúa. Reykjavíkurborg á reitinn og hyggst selja hann ásamt bygginga- rétti. Nýbyggingarnar áttu að verða alls 8.100 fermetrar, þar af 6.700 fer- metrar ofanjarðar. Bílakjallari með 45 stæðum verður 1.400 fermetrar að flatarmáli. Í gögnum borgarinnar er reit- urinn nefndur Allianz-reitur þótt húsið sem á reitnum stendur heiti Alliance-húsið. Það var byggt á ár- unum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsa- meistara og er talið hafa mikið bygg- ingarlistarlegt gildi sem dæmi um glæsilegt höfundarverk hans, segir á vef Minjastofnunar. Húsið var á sín- um tíma saltvinnsluhús Alliance hf. og í nágrenni þess voru stakkstæði. Það var friðað af menntamálaráð- herra árið 2010. Í húsinu er nú Sögu- safn og veitingahúsið Matur of drykkur. Í viðbyggingu sem síðar var reist er nú norðurljósasýning, Aurora Reykjavík. Viðbyggingin verður rifin. Erindið var samþykkt án ágrein- ings í borgarráði og því dugir sú samþykkt til að málið verði auglýst sem nýtt samþykkt deiliskipulag í Stjórnartíðindum, samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá Reykjavíkurborg. Deiliskipulagið fer því ekki aftur í auglýsingu. Bygging lækkuð um eina hæð  Borgarráð féllst á athugasemd Skipulagsstofnunar vegna uppbyggingar á Allianz-reit á Granda  Viðbrögð við athugasemdum nágranna talin fullnægjandi  Segja útsýni ekki vera lögvarinn rétt Morgunblaðið/Golli Byggingareitur Milli Alliance-hússins og Mýrargötu 26 eru aðeins rúmir 25 metrar. Þarna í sundinu á að reisa þriggja hæða hús og eru íbúar við Mýrargötu afar óhressir með það. Tölvumynd/Basalt arkitektar Allianz-reitur Þarna er áformað að byggja allt að 8.100 fer- metra nýbyggingar. Borgin á reitinn og hyggst selja hann. Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki. Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ SUPERB KEMUR STERKUR INN Í EFSTU DEILD SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI. www.skoda.is ŠKODA SUPERB frá: 4.690.000 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.