Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 66

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 66
Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@mbl.is „Markaðssetning kemur mjög náttúrulega til mín þannig ég vissi nákvæmlega hvernig ég átti að markaðsetja hann og gerði það eins vel og ég gat,“ segir Alda Karen Hjaltalín um fyrirlesturinn Leynd- armálin mín í sölu, markaðssetningu og lífinu sjálfu sem hún hélt fyrir fullum sal í Eldborgarsal Hörpu fyr- ir stuttu. „ Ég er ekki að kenna neinum neitt, ég er bara að miðla því sem ég læri jafnóðum og ég læri það,“ segir Alda sem byrjaði ung að veita vinum og kunningjum ráðgjöf um sölu- og markaðssetningu og virðist sem þetta sé henni í blóð bor- ið. Fjölbreytt verkefni í New York Alda býr og starfar í New York en þar vinnur hún í fjölbreyttum verkefnum sem flest tengjast sjálfs- styrkingu. „Ég er núna viðriðin fimm fyrirtæki þannig ég er með marga bolta á lofti núna en það verkefni sem ég hef mesta ástríðu til er Mindgyms. Við erum að opna fyrsta Pop-upið okkar núna 28.apríl í miðborg New York og síðan opnum við alvöru stöð þann 1. júní, en þar verður að finna allt fyrir heilann. Á stöðinni verður að finna æfingar til að bæta langtíma- og skammtíma- minnið, hóptímar um tilfinningar og svo eru sálfræðingar í staðinn fyrir einkaþjálfara,“ segir Alda og bætir við að hugmyndin sé að sameinast annarri líkamsræktarstöð þar sem hægt er að fara í hefðbundna lík- amsrækt og fara síðan í æfingar fyr- ir heilann í leiðinni. „Það eru brjál- æðislega margir sem hafa áhuga á þessu og það hefur verið uppselt á öll workshop hjá okkur. Við erum búin að lifa af iðnbyltinguna, svo er- um við búin að lifa tæknibyltinguna sem er svona að hörfa frá okkur og núna erum við að fara inn í eitthvað sem erlendis er kallað tilfinninga- byltingin.“ Spurð að því hvort hún sé hreinlega raunveruleikafirrt seg- ir Alda að það sé einmitt eitt besta hrós sem hún hafi fengið. „Veistu hvernig er fljótlegast að verða með- almaður?“ spyr hún á móti. „Það er að verða raunsær og ég ætla heldur betur ekki að vera raunsæ heldur framúrskarandi í því sem ég er að gera.“ Þeir sem vilja fylgjast með daglegum innslögum frá Öldu Kar- en geta fylgt henni á Instagram undir nafninu: aldakarenh Meðalmaðurinn er raunsær Í útrás Alda Karen býr og starfar í New York þar sem hún vinnur að fjölbreyttum verkefnum. Fyrirlesari Alda flutti fyrirlesturinn sinn fyrir framan fullan Eldborgar- sal Hörpu undir lok janúar s.l. 66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og flestum bensínstöðum. Umhverfisvænar hágæða hreinsivörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.