Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 51

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 51
Adhiban Baskaran sigraði á 33. Reykjavíkurskákmótinu Fyrir síðustu umferð 33.Reykjavíkurmótsins hafðiindverski stórmeistarinnAdhiban Baskaran ½ vinnings forskot á Tyrkjann Mustafa Yilmaz og vinnings forskot á þá sem næstir komu þar á eftir. Hann tefldi við Yilmaz og þurfti aðeins jafntefli til að tryggja sigur sinn í mótinu og það hafðist eftir 30 leikja baráttu og hlaut hann 7 ½ vinning af níu mögu- legum. Lengi vel var útlit fyrir að Hannes Hlífar Stefánsson næði 2. sæti því að hann stóð til vinnings um tíma gegn Richard Rapport en missti þráðinn og lauk skákinni með jafntefli eftir 108 leiki. Efstu menn: 1. Adhiban Bask- aran 7 ½ v. (af 9) 2.-3. Maxime Lagarde Frakkland ) og Mustafa Yilmaz (Tyrkland) 7 v. 17 skákmenn fengu 6 ½ vinning þ. á m. Hannes Hlífar Stefánsson. Hinn 13 ára gamli Indverji Nihal Sarin tapaði að vísu í lokaumferðinni en var þá búinn að tryggja sér ann- an áfanga sinn að stórmeistaratitli og er það mál manna að ekki þurfi að bíða lengi eftir lokaáfanganum. Indverjar hafa undanfarin ár sett mikinn svip á Reykjavíkurskákmót- in. Jóhann Hjartarson og Björn Þor- finnsson komu næstir íslenskra keppenda á eftir Hannesi, hlutu 6 vinninga af níu. Indverjinn Adhiban Baskaran er sjöundi stigahæsti skákmaður Ind- verja um þessar mundir en í fyrra vakti hann mikla athygli er hann varð í 3.-7. sæti í Wijk aan Zee í fyrra á eftir Wesley So og Magnusi Carlsen og sigraði þar m.a. Sergei Karjakin. Lykilsigur sinn vann hann gegn stigahæsta keppand- anum: 8. umferð: Adhiban Baskaran – Richard Rapport Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. e4 b5 6. Be2!? Peðsfórnin er þekkt en í eina tíð léku menn nær alltaf að hætti Kasparovs, 6. e5 Rd5 7. a4 o.s.frv. 6. ... e6 7. O-O Be7 8. a4 b4 9. e5 bxc3 10. exf6 Bxf6 11. bxc3 Ba6 12. Re5! Snjall riddaraleikur sem svartur hefði átt að svara með 12. .... Rd7, t.d. 13. Rxc6 Dc7 með flóknu mið- tafli. Uppskiptin sem nú fara í hönd veikja mjög svörtu reitina í stöðu Rapports. 12. ... Bxe5? 13. dxe5 Dxd1 14. Hxd1 Rd7 15. f4 Rb6 16. Hd6 O-O 17. Bf3 Rc8? Bæði hér og áður varð svartur að verjast með því leika riddaranum til d5. 18. Hxc6 Bb7 19. Hxc8! Einföld leikflétta. Barátta hróka svarts gegn biskupaparinu í opinni stöðu er vonlaus. 19. ... Haxc8 20. Bxb7 Hb8 21. Ba6 Hb3 22. Ba3 Hd8 23. Bb4 Hd2 24. Bxc4 Hbb2 25. Bf1 h5 26. a5 a6 27. Bc5 g6 – og svartur gafst upp um leið. Horft til elo-stiganna Þó að vinningarnir tali sínu máli í þessu móti sem taldi 248 keppendur á gríðarlegu styrkleikabili þá miða margir af yngri kynslóðinni meira við elo-stigaávinning heldur en vinningatölu. Þessir hækkuðu um meira en 50 elo-stig fyrir frammi- stöðu sína: Arnar Smári Signýjar- son 90, Batel Haile Goitom 88, Balt- asar Máni Wedholm 84, Birkir Ísak Jóhannsson 74, Benedikt Briem 73, Ísak Orri Karlsson 72, Björn Hólm Birkisson 66, Benedikt Þórisson 65, Tómas Möller 64, Magnús Hjalta- son 57, Óskar Víkingur Davíðsson 51, Arnar Heiðarsson 51. Nýr samningur Aðalstyrktaraðili 33. Reykjavík- urskákmótsins var fjárfestingafyr- irtækið GAMMA. Gunnar Björns- son, forseti SÍ, og Agnar Tómas Möller, einn stofnenda GAMMA, skrifuðu á þriðjudaginn undir samning um áframhaldandi kostun Reykjavíkurskákmótsins næstu þrjú árin. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Æskan við taflið Vignir Vatnar Stefánsson og Indverjinn Praggnanandhaa ásamt kornungum áhugasömum stúlkum við upphaf sjöttu umferðar. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Sigurvegari Indverjinn Adhiban Baskar, að tafli í Hörpunni. UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.