Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það var send krafa til dómara um framlengingu gæsluvarðhalds og það mætti saksóknari í dóm til að fá réttarhaldið sem boðað var til, vel fyrir þann tíma sem fyrra gæslu- varðhald rann út. Þá brá svo við að Sveinn neitaði að mæta fyrir dóm- inn,“ segir Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá Ríkissaksóknara. Morgunblaðið greindi á þriðju- dag frá undar- legri uppákomu sem varð við fang- elsið á Hólmsheiði í byrjun vikunnar. Þá rann út gæsluvarð- haldsúrskurður yfir Sveini Gesti Tryggvasyni, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana og bíður nú áfrýjunar fyrir Landsrétti. Virtist sem Sveini Gesti hefði verið sleppt úr fangelsi fyrir misgáning og hann svo handtekinn að nýju á bíla- stæði fangelsisins á Hólmsheiði. Jón H.B. Snorrason segir þetta ekki alls- kostar rétt, það að Sveinn neitaði að mæta fyrir réttinn hafi einungis taf- ið málið. Sex lögreglumenn auk fylgdar „Hann á rétt á því að neita að mæta fyrir réttinn en dómari vildi að hann yrði samt sem áður færður fyrir réttinn. Það þótti eðlilegt að fá sex lögreglumenn í þennan flutning, því þetta var gegn vilja hans, og fylgd með flutningnum. Af því varð þessi töf að hann kæmi fyrir dóm- inn. Honum var aldrei sleppt.“ Sveinn virðist hafa skilið aðstæð- ur þannig að hann hafi verið hand- tekinn að nýju fyrir utan fangelsið. Jón segir að það sé ekki rétt. „Honum er tilkynnt að hann sé undir valdi. Hann virðist hafa haldið að með því að neita að fara þá gæti hann bara labbað út klukkan fjögur, frjáls maður. Það var byggt á ein- hverri óskhyggju.“ Voruð þið ekki eitthvað seinir fyr- ir fyrst þetta dregst fram yfir fjög- ur, þegar gæsluvarðhaldið rann út? „Það tekur nú ekki nema 20 mín- útur að keyra af Hólmheiði niður í héraðsdóm og kortéri fyrir voru allir tilbúnir. Hann neitaði öllu og því varð að færa hann með valdi og við- búnaði. Þetta varð aðeins tafsamara en leiðir ekki til þess að hann sé frjáls maður. Við vorum bara var- færnir vegna þessa flutnings.“ Björgvin Jónsson, lögmaður Sveins Gests, staðfesti við Morgun- blaðið að gæsluvarðhaldsúrskurður- inn hefði verið kærður. Beðið er niðurstöðu Landsréttar við kærunni. Segir að Sveinn hafi neit- að að mæta fyrir dóminn  Saksóknari hafnar því að Sveini Gesti hafi verið sleppt  Fluttur gegn vilja sínum í héraðsdóm  Sveinn áfrýjar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áfrýjar Sveinn Gestur hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurði yfir sér.Jón H.B. Snorrason Franskar Alpaperlur sp ör eh f. Sumar 3 Fegurð landsins fjalla leikur um okkur í bænum Annecy sem er sannkölluð perla frönsku Alpanna. Við förum m.a. til Chamonix og tökum þaðan kláf upp í 3.842 m hæð fjallsins Aiguille du Midi og heimsækjum Genf, Montreux og Lausanne við Genfarvatn. Í ferðinni gefst góður tími til að slaka á og njóta ómældrar náttúrufegurðar. 19. - 26. maí Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að stjórnunar- og verndar- áætlun fyrir náttúruvættið Kattar- auga í Vatnsdal. Drög hafa verið lögð fram til kynningar. Ekki er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum á svæð- inu, aðeins sett upp nýtt upplýsinga- skilti og göngustígar afmarkaðir. Glittir í auga kattarins Kattarauga er alldjúp tjörn í landi Kornsár 2 í Vatnsdal. Í henni eru tveir fljótandi gróðurhólmar sem rekur undan veðri og vindi. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glitt- ir á þegar logn er og bjartur dagur. Af því dregur tjörnin nafn sitt. Náttúruvættið var friðlýst árið 1975. Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé á verksviði stofnunar- innar að vinna stjórnunar- og vernd- aráætlanir fyrir friðlýst svæði. Hún segir að Kattarauga sé lítið og mjög viðkvæmt svæði. Ekki er vitað hversu margir ferðamenn leggja leið sína þangað. Svæðið er ekki á rauð- um lista Umhverfisstofnunar en Ingibjörg segir að það sé engu að síður mjög viðkvæmt fyrir ágangi. Stjórnunar- og verndaráætlunin gildir til tíu ára og henni fylgir að- gerðaáætlun til fimm ára. Í aðgerðaáætluninni er kveðið á um eftirlit Umhverfisstofnunar með svæðinu og þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru. Gert er ráð fyrir að komið verði fyrir nýju upplýsingaskilti við náttúruvættið á vormánuðum. Þá er fyrirhugað að setja upp lágar stikur með köðlum meðfram göngustígnum umhverfis tjörnina. Tekið við athugasemdum Umhverfisstofnun vann drög að verndaráætlun í samvinnu við full- trúa Húnavatnshrepps og eiganda landsins. Áætlunin hefur verið aug- lýst til umsagnar og athugasemda. Hægt er að gera athugasemdir á heimasíðu Umhverfisstofnunar fyrir 23. þessa mánaðar. Áætlunin verður síðan send til umhverfisráðherra til staðfestingar. Ljósmynd/Kristín Ósk Jónasdóttir Kattarauga Svæðið er lítið og þolir illa mikinn ágang ferðafólks. Náttúruvættið er þó ekki í hættu af þeim sökum. Verndaráætlun fyrir nátt- úruvættið Kattarauga  Hólmana á tjörninni rekur undan veðri og vindum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Aðfaranótt þriðjudags og miðviku- dags sópuðu tveir vélsópar alls 13 tonnum af fíngerðu ryki upp úr Hvalfjarðargöngunum. Á vefsíðu Spalar, sem fer með rekstur á göng- unum, kemur fram að þetta sé að hluta til ryk sem hefur safnast fyrir á einungis einni viku. „Eiginlega er nauðsynlegt að lesa hægt og helst tvisvar sinnum til að nema þessar tölur til fulls, svo ótrúlegar eru þær en sannar samt. Samt er ekki sagan öll sögð því ekki vannst tími til að fara yfir allar vegaxlir ganganna síðastliðna nótt og því verki lýkur því ekki fyrr en í nótt,“ sagði á vef- síðu Spalar í gær. Sópað verður áfram næstu nætur því enn berst mikið ryk inn í göngin með bílum sem óhreinkast á blautum þjóðveg- um og skilja eitthvað af þeim óhrein- indum eftir í dragsúg ganganna undir Hvalfirði. Hluti af rykinu er einnig vegna slits á akbrautum eftir nagla í dekkjum bifreiða. Fengu nýjan vélsóp í verkið Spölur fékk í fyrsta sinn nýjan götusóp í verkið. Götusópurinn er frá Hreinsitækni og losaði hann um rykið með rúmlega 20 tonnum af vatni undir miklum þrýstingi en sópurinn sogar rykið samstundis upp. Spölur hefur hingað til verið með eigin vélsóp sem er umsvifa- minni og er hann notaður til að safna ryki úr göngunum í hverri viku. Með honum voru fjarlægð 5 tonn í síðustu viku og var að sögn Spalar sópað ryki á sömu stöðum og síðustu nætur í tonnatali. Þannig hefur alls 18 tonnum af ryki verið sópað úr Hvalfjarðargöngunum á einni viku. Talsvert verk að þrífa göngin Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að magnið hafi ekki komið þeim á óvart en mikið af ryki berist inn í göngin í erfiðri veðráttu. „Þetta er talsvert verk að fjarlægja þetta og þetta er býsna drjúgt,“ seg- ir Gísli í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir jafnframt á að hafa verði í huga að hér sé um sex kíló- metra vegarkafla að ræða en engu að síður teljist hátt í 20 tonn af ryki á einni viku mikið. Verkfræðistofan Mannvit hafi fengið hluta af þessu fíngerða ryki til rannsóknar til að skoða samsetningu þess. 13 tonn af ryki á tveimur dögum  Hvalfjarðargöngin hreinsuð í vikunni Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöngin hreinsuð Hreinsitækni ehf. sendi nýjan bíl í göngin sem náði að sópa á annan tug tonna af ryki. Hreinsibíll Spalar tók um 5 tonn í vikunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.