Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 62
Þorbjörg Marinósdóttir
tobba@mbl.is
„Að þessu sinni ákváðum við vin-
konurnar að grilla T-bone-steikur
og risarækjur. Surf & Turf-
matseðillinn varð vinsæll í Banda-
ríkjunum upp úr 1960, um er að
ræða matseðil með bæði fisk- og
kjötmeti.“
T-bone-steik:
Sirka 200 g á mann. „Það er ekk-
ert stórkostlegra en að komast yfir
flottar og þykkar T-bone-steikur,
en það er lund og fillet á beini,
mjög bragðmikil steik.“
Steikurnar voru teknar úr ísskáp
3 klst. fyrir eldun og leyft að ná
stofuhita, penslaðar klst. fyrir eldun
með trufflu marineringu frá kjöt-
búðinni á Grensási og grillaðar við
háan hita í 2,5 mínútur og síðan
snúið í 90 gráður til að fá krossgrill-
röndina og áfram í 2,5 mínútur og
endurtekið á hinni hliðinni sem
gerði 55° kjarnhita eða medium
rare.
Að því loknu voru steikurnar
teknar af grillinu, álpappír settur
yfir og þær látnar standa í 15 mín-
útur.
Athugið að grilltíminn ræðst
nokkuð af því hversu heitt grillið
verður, hversu þykkar steikurnar
eru og hvernig þið viljið þær steikt-
ar.
Marineraðar risarækjur,
grænmeti og salat:
20-30 risarækjur
2 hausar Romain-salat, gróft skorið
(hægt að nota hvaða salat sem er)
20 litlir tómatar, skornir til helminga
1 appelsínugul
paprika, gróft
skorin
1 rauðlaukur,
gróft skorinn
5 gulrætur, gróft
skornar
10 stk. aspas,
gróft skorinn
Marinering:
3 dl. kryddjurtaolía (eða
hvaða olía sem er)
½ lime, safinn
1 dl. ferskt oregano, smátt saxað
1 msk. hunang
2 tsk. grillkrydd frá Krydd- og tehús-
inu
salt og pipar
Bæði rækjur og grænmeti er
marinerað í klukkutíma.
Grænmetið, allt nema salatið er
eldað í ofni í ca. 15 mínútur og svo
látið kólna.
Rækjurnar eru eldaðar í ofni í ca.
5-8 mínútur og svo látnar kólna.
Öllu er blandað vel saman í stóra
skál og afganginum af marineringu
helt yfir eftir smekk
Chimichurri-sósa
– Salsa frá Argentínu og Uruguay.
Lausleg þýðing: „a mixture of seve-
ral things in no particular order“
Margir setja allt í mixer og blanda
þannig öllum hráefnunum saman..
Það gerir maður ekki með Chimich-
urri.
Allt hráefnið í Chimichurri er saxað
smátt niður með beittum hníf með
ást og umhyggju, sett í skál, hrært
saman og látið standa við stofuhita
– það er þá sem töfrarnir gerast.
Surf & Turf með vinkonunum
Matarvefurinn fékk
kryddsérfræðinginn
hana Auði Rafnsdóttur
til að deila einni af sinni
uppáhaldsgrillupp-
skriftum sem hún eldar
gjarnan eftir handa vin-
konunum.
Sumarlegt Eftir að
rækjurnar og græn-
metið hefur kólnað er
því blandað saman.
Morgunblaðið/Hari
Grillandi snilld Þessar steikur
keypti Auður í Melabúðinni en hún
heldur mikið upp á T-bone.
Guðdómlegt Hér er
maturinn tilbúinn,
steik, argentínsk grill-
sósa og rækjusalatið.
Chimichurri fyrir 2-4
1 búnt steinselja – skera af mest af
stönglinum
4-8 greinar ferskt oregano – hreinsa
blöðin af stönglinum
4-8 hvítlauksgeirar
¾ bollar ólívuolía
¼ bolli rauðvínsedik
1 sítróna, safinn
1-2 msk. skalottlaukur eða rauðlauk-
ur
1 tsk. þurrkað oregano
1 tsk. svartur pipar
½ tsk. maldon-salt
½-1 msk. hunang eða agave-síróp
eftir smekk
½ til 1 tsk. mulinn chilli – lítill þurrk-
aður chilli sem keyptur er í Asíubúð,
settur heill í matvinnsluvél og sax-
aður í smátt – þá færðu alvöru eld á
varirnar (annað er ekki chilli).
Chimichurri þarf að standa í alla-
vega 8 klukkutíma til að brotna nið-
ur. Það má smakka sig áfram, dash
af salti, svörtum pipar eða sætu.
Ef hún stendur yfir nótt að láta
hana þá standa í ísskáp.
62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018