Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Mið-Ísland hópurinn var stofnaður
árið 2009 og ljóst að vinsældir hóps-
ins hafa sjaldan verið meiri. Liðs-
menn uppistandshópsins eru þeir Ari
Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi,
Dóri DNA og Jóhann Alfreð. Bergur
Ebbi og Jóhann Alfreð sögðu í viðtali
við Magasínið á K100 að það væri
kominn tími á að keyra eina stóra
sýningu fyrir landann, að þessu sinni
í öðru húsi.
Gefið í eftir páska
Undanfarin sex ár hafa þeir boðið
upp á sýningar í Þjóðleikhúskjallar-
anum og hefur verið uppselt á hverja
sýninguna á fætur annarri. Nú ætla
þeir að taka af skarið og bjóða upp á
sýningar á stóra sviðinu í Háskóla-
bíói í lok apríl. Þannig segjast þeir
vilja gefa öllum færi á að sjá og upp-
lifa.
„Við ætlum að gefa aðeins í,“ segir
Jóhann Alfreð varðandi flutning í
annað hús. Bergur Ebbi bætir því við
að smurða vélin mæti til leiks. „Við
erum búin að taka núna 55 sýningar,
rosalega keyrslu í Þjóðleikhúskjall-
aranum og að því leytinu til erum við
orðin eins og smurð vél,“ segir hann
og lýsir því sem svo að þeir muni
mæta tvíefldir til leiks í lok apríl eftir
nokkurra vikna frí. Þannig ætli þeir
sér að ljúka vetrinum með bombu.
Uppistand fyrir
ferðamenn ekki á dagskrá
Ari Eldjárn hefur fengið góða
dóma fyrir uppistand sitt Pardon my
Icelandic sem hann hefur sýnt á
grínhátíð í Edinborg. Hann
skemmtir gjarnan erlendis og á
ensku. En stendur til að Mið-Ísland
fari að bjóða upp á sýningar fyrir er-
lenda gesti hérlendis?
„Nei, þvert á móti þá fókuserum
við á Íslendinga. Við fjöllum um ís-
lensk málefni og alvöru dót,“ segir
Bergur Ebbi. „Við erum byrjuð að
lifa í svo skrýtnu samfélagi þar sem
við erum að vinna með hálfgerðan
Disney-heim,“ segir hann og ljóst að
honum þykir þetta orðið hálfgert
rugl á köflum. Hann nefnir sem
dæmi að niðri í bæ sé öllu pakkað inn
fyrir ferðamenn og nú sé til dæmis
verið að selja venjulegt íslenskt rem-
úlaði undir nafninu „Scandinavian
gourmet mustard explosion.“ Því vilji
þeir einmitt halda þessu á íslensku,
fyrir Íslendinga.
„Ég veit að fólk er svo þakklátt
þegar það kemur á sýningar,“ segir
hann. „Við erum bara segja frá ótta
okkar, vonum og væntingum því það
er það sem bærist um í íslensku þjóð-
inni.“
En hvort þeir elti Ara til útlanda
verði bara að koma í ljós segir Jó-
hann Alfreð sem segir það eðlilega
hafa komið til tals. En þeir segjast
vilja sinna því vel sem er boðið upp á
hverju sinni og þar sem þetta hafi
gengið vel hér heima fyrir Íslendinga
þá verði áherslan á íslenska áhorf-
endur áfram.
Á íslensku fyrir
Íslendinga
Mið-Ísland hópurinn var stofnaður árið 2009 og
ljóst að vinsældir hópsins hafa sjaldan verið meiri.
Eftir páska bjóða þeir upp á nýjar sýningar.
Spjallað Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi á spjalli við Huldu og Hvata á K100.
Í útvarpinu Þeir Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð voru gestir Huldu og Hvata í Magsíninu á K100.
Á sviðinu Strákarnir ætla að enda veturinn með bombu í Háskólabíói undir lok apríl.
9 ára Mið-Ísland hópurinn hefur starfað saman síðan árið 2009.
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp film
freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægu
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari u
uh
m v
pplýsingum um áh
us
s.
kra.is.
töku, Panodil Br
fyrir notkun lyfsin
Panodil H
ga upplýsi
ættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjas
ot mixtúruduft,
ngar á umbúðum
lausn til inn
og fylgiseðli
úðaðar töflur, P
erkjum. Hitalækka
anodil Junior mixtúra, dreifa,
ndi. Til inntöku. Lesið vandle
Veldu Panodil
sem hentar þér!
Verkjastillandi og
hitalækkandi