Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Mið-Ísland hópurinn var stofnaður árið 2009 og ljóst að vinsældir hóps- ins hafa sjaldan verið meiri. Liðs- menn uppistandshópsins eru þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð. Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð sögðu í viðtali við Magasínið á K100 að það væri kominn tími á að keyra eina stóra sýningu fyrir landann, að þessu sinni í öðru húsi. Gefið í eftir páska Undanfarin sex ár hafa þeir boðið upp á sýningar í Þjóðleikhúskjallar- anum og hefur verið uppselt á hverja sýninguna á fætur annarri. Nú ætla þeir að taka af skarið og bjóða upp á sýningar á stóra sviðinu í Háskóla- bíói í lok apríl. Þannig segjast þeir vilja gefa öllum færi á að sjá og upp- lifa. „Við ætlum að gefa aðeins í,“ segir Jóhann Alfreð varðandi flutning í annað hús. Bergur Ebbi bætir því við að smurða vélin mæti til leiks. „Við erum búin að taka núna 55 sýningar, rosalega keyrslu í Þjóðleikhúskjall- aranum og að því leytinu til erum við orðin eins og smurð vél,“ segir hann og lýsir því sem svo að þeir muni mæta tvíefldir til leiks í lok apríl eftir nokkurra vikna frí. Þannig ætli þeir sér að ljúka vetrinum með bombu. Uppistand fyrir ferðamenn ekki á dagskrá Ari Eldjárn hefur fengið góða dóma fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann hefur sýnt á grínhátíð í Edinborg. Hann skemmtir gjarnan erlendis og á ensku. En stendur til að Mið-Ísland fari að bjóða upp á sýningar fyrir er- lenda gesti hérlendis? „Nei, þvert á móti þá fókuserum við á Íslendinga. Við fjöllum um ís- lensk málefni og alvöru dót,“ segir Bergur Ebbi. „Við erum byrjuð að lifa í svo skrýtnu samfélagi þar sem við erum að vinna með hálfgerðan Disney-heim,“ segir hann og ljóst að honum þykir þetta orðið hálfgert rugl á köflum. Hann nefnir sem dæmi að niðri í bæ sé öllu pakkað inn fyrir ferðamenn og nú sé til dæmis verið að selja venjulegt íslenskt rem- úlaði undir nafninu „Scandinavian gourmet mustard explosion.“ Því vilji þeir einmitt halda þessu á íslensku, fyrir Íslendinga. „Ég veit að fólk er svo þakklátt þegar það kemur á sýningar,“ segir hann. „Við erum bara segja frá ótta okkar, vonum og væntingum því það er það sem bærist um í íslensku þjóð- inni.“ En hvort þeir elti Ara til útlanda verði bara að koma í ljós segir Jó- hann Alfreð sem segir það eðlilega hafa komið til tals. En þeir segjast vilja sinna því vel sem er boðið upp á hverju sinni og þar sem þetta hafi gengið vel hér heima fyrir Íslendinga þá verði áherslan á íslenska áhorf- endur áfram. Á íslensku fyrir Íslendinga Mið-Ísland hópurinn var stofnaður árið 2009 og ljóst að vinsældir hópsins hafa sjaldan verið meiri. Eftir páska bjóða þeir upp á nýjar sýningar. Spjallað Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi á spjalli við Huldu og Hvata á K100. Í útvarpinu Þeir Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð voru gestir Huldu og Hvata í Magsíninu á K100. Á sviðinu Strákarnir ætla að enda veturinn með bombu í Háskólabíói undir lok apríl. 9 ára Mið-Ísland hópurinn hefur starfað saman síðan árið 2009. Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp film freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægu Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari u uh m v pplýsingum um áh us s. kra.is. töku, Panodil Br fyrir notkun lyfsin Panodil H ga upplýsi ættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjas ot mixtúruduft, ngar á umbúðum lausn til inn og fylgiseðli úðaðar töflur, P erkjum. Hitalækka anodil Junior mixtúra, dreifa, ndi. Til inntöku. Lesið vandle Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.