Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 58

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. Innifalið: Flug og flugvallarskattar til og frá Agadir, innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hótelum í 11 nætur m/ hálft fæði innifalið. Hádegisverður daga 2, 3, 4, 6 og 8. Akstur og kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Íþessari ferð gefst farþegum tækifæri til að skyggnastinn í framandi heim Marokkó. Komdu með og upplifðu borgirnar Marrakech, Essaouira og Agadir í Marokkó! Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja til 11. aldar en dvalið er þar fyrstu 5 næturnar. Í dag er borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á miðbæjartorginuDjemaa El Fna enþar er einstök stemming. Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim! FráMarrakech er ekið til sjávarþorpsins Essaouira, þar semgist er í 3 nætur. Essaouira er ein af elstu hafnarborgum Marokkó og í borginni er að finna vel varðveitt borgarvirki frá 18. öld sem er á heimsminjaskrá Unesco. Á slóðum Essaouria fóru fram tökur Orson Welles á kvikmyndinni Óþelló og upp úr 1970 fóru hipparaðflykkjast í borgina. Í bænumergamanað rölta um gamla bæjarhlutann en ólíkt Marrakech er auðvelt að rata um borgina. Essouira er einnig þekkt fyrir áhugaverðar verslanir og hér hefur þróast sérstakur s.k. „naive“ myndstíll semkallast Gnawaog finnamáámarkaðnumog í galleríum. Eftir dvölina í Essaouria er svo ekið til Agadir. Agadir borgin er við strandlengju Marokkó en Agadir er stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Við dveljum síðustu 3 næturnar í Agadir og þegar komið er til borgarinnar heimsækjum við „Kasbah“ sem eru rústir af borgarmúr sem byggður var árið 1540 til varnar Portúgölum. Frá borgarmúrnum er gott útsýni yfir alla borgina. Í Agadir er bæði upplagt njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða ásamt því að slaka á í sólinni, fara í arabískt Hammam nudd / gufubað og njóta góða veðursins! TÖFRANDI BORGIR MAROKKÓ Agadir – Marrakech – Essaouira Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir 9. maí í 11 nætur Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. E N N E M M / S IA • N M 8 6 14 3 Allt að 10.000 kr. afsláttur á mann leika. Þegar við finnum heilagan anda starfa í okkur. „Ef við tökum Jesús inn í líf okkar og leyfum honum að vera Drottinn í hjarta okkar og leiðtogi lífs okkar, þýðir það að við veljum hann dag- lega í lífinu og látum stjórnast af „lögmáli“ hans. Þá finnum við fyrir þessari raunverulegri hamingju sem fæst ekki keypt með peningum eða dauðum hlutum. En til að upplifa þetta þá þurfum við að þekkja hann.“ Hvernig við öðlumst frið og hamingju Agnes mælir með að lesa Biblí- una, að hugleiða hvað Jesú kennir, hvernig hann hagaði sér, hvað við eigum að velja í ljósi kenninga hans, hvað hann myndi gera í ákveðnum aðstæðum sem við erum í og fleira. „Í raun er þetta bæn. Að tala við Jesú eins og við tölum við vin sem við treystum algjörlega og vitum að elskar okkur. Heilög móður okkar Teresa frá Avila gefur einmitt svona skilgreiningu bænar.“ Hinar andlegu reglur Systir Agnes talar um andlegar reglur sem eru ekki svo frábrugðnar þeim veraldlegu reglum sem við þekkjum svo vel. „Guð sem skapaði okkur og alheiminn setti reglur sem stjórna öllu. Við dáumst að fegurð heimsins og „speki“ sem „býr“ í öllu sem Guð skapaði.“ Systir Agnes nefnir einfalt dæmi um hvernig við vitum að eldur brennir, og því forð- umst við að setja höndina yfir eld. „Sama gildir um þessar andlegu reglur. Við getum ekki fundið ham- ingjuna, hvorki í dauðlegum hlutum né í upplifunum. Við erum kölluð til vináttu við Guð, til að lifa í kærleika hans þar sem raunveruleg hamingja býr.“ Þegar kemur að umræðunni um fermingarbörnin segir hún þenn- an aldur einstakan til að kynna fyrir unga fólkinu okkar lögmál kærleika Guðs. „Fermingin er svo merkileg, þar sem að í fermingunni biðjum við um gjafir heilags anda, sem kom yfir postulana. Þessi eldur kærleikans sem nærir hjartað. Ef við biðjum heilagan anda að stýra lífi okkar þá finnum við breytingar í hjörtum okkar eins og skrifar Páll postuli skrifaði í bréfi til Galatamanna að.“ Ávöxtur andans sé kærleikur, gleði friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi“ (Gal. 5,22-23). Við fáum þennan frið og næringu fyrir allar þessar tilfinn- ingar sem búa í hjarta okkar til að taka við kærleika Guðs.“ Að framkvæma í sannleika og auðmýkt Systir Agnes bendir á samskipti fólks sín á milli og ítrekar að þegar við framkvæmum í kærleika Guðs, þá óttumst við ekki og erum með frið í hjarta. Við gerum hlutina í sann- leika og auðmýkt.Hún bendir á hversu mikilvægt er fyrir framtíð barna okkar að þau fái að kynnast kærleikanum, Jesú og fái þau verk- færi til að takast á við áskoranir lífs- ins. Fái möguleika á að finna sanna hamingju í lífinu, finna frið og öryggi í vináttu við Jesú sem elskar okkur óendanlega mikið. Blaðamaður hefur heyrt að Kar- melnunnurnar biðji allt að átta tíma á dag, hvernig breytist bænin með þannig iðkun? „Það eru ýmsir þættir í sambandi við bænina. Þeir átta tímar sem við verjum í bæn á hverj- um degi skiptist í: messu, tíðabænir, tveir timar fara í íhugunarbæn í þögn, við biðjum rósakrans bænina og fleiri bænir. En líf okkar Karmel- nunna er íhugunarlíf. Við eigum eftir Reglu Karmels „að íhuga lögmál Drottins dag og nótt,“ lifa í stöðugu vináttusambandi við Jesú. Jafnvel þegar við erum að vinna hættum við ekki að tala við Jesú. Bæn þróast en alltaf þarf bæn að vera persónulegt samtal - samband við Jesú, sem við vitum að elskar okkur.“ Líf þitt er guðdómlegt Systir Agnes segir margar blekk- ingar til í heiminum og að heimurinn sé að opnast á þeim aldri þar sem unglingar eru að vaxa úr grasi og verða að ungu fólki. „Við fullorðna fólkið gefum stundum börnum þau skilaboð að hamingjuna sé að finna utan frá. Þess vegna er svo mikil- vægt að við séum meðvituð um að kenna börnunum lifandi trú. Hvern- ig við getum notað trúna í daglegu lífi. Það gerir svo lítið fyrir okkur að iðka trúna í tómarúmi á meðan við getum verið daglegir kennarar í Jesú Kristi með því að framkvæma það sem er kærleiksríkt og kennt börnunum okkar þannig að vinna þessi verk með okkur.“ Að lokum minnir systir Agnes okkur á að trú, von og kærleikur séu hinar þrjár guðdómlegu dyggðir. Vegvísarnir sem forða okkur frá villu vegar og beina okkur til Guðs. „Þú ert skapaður í mynd Guðs, þú ert frá Guði kominn og stefni til Guðs. Líf þitt er guðdómlegt. Þú ert miklu skyldari Guði en þig grunar, því þú berð hið guðdómlega í sálar- neistanum.“ Morgunblaðið/Hari Karmelklaustur Fallegt altari er í klaustrinu í Hafnafirði. Fermingargjafir Talnabönd og kerti sem eru vinsæl ferming- argjöf í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.