Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
áreiðanlega liðu fáir dagar svo að
gesti bæri ekki að garði, öllum
veittur beini og ekki krafið um
borgun. Nú er þar hljótt um hlöð
og búskap lokið eins og á flestum
bæjum í Nauteyrarhreppi hinum
forna.
En minningar lifa um gott fólk
og góða nágranna. Guðmundur
og Stína voru það. Þau voru
glæsileg hjón hún með sitt dökka
hár kvik og rösk, hann hægari í
fasi ljóshærður með fallegt bros
og hlýjan svip. Hann var ekki fyr-
ir að trana sér fram en fastur fyr-
ir og tillögugóður, lengi í hrepps-
nefnd og lagði jafnan gott til
mála. Gegnheill og góður maður.
Það var erfitt að sjá á bak þeim
hjónum þegar þau fluttu burt
1986. Hugur minn leitar til mág-
anna Halldórs og Guðmundar á
leið í leitir á haustin öryggir og
ákveðnir, það þurfti hvorki mála-
lengingar né miklar orðræður.
Báðir þekktu smalalandið eins og
lófa sína og hvor um sig vissi að
það mátti treysta á hinn og það
átti við um alla þeirra samvinnu. Í
haust hélt Guðmundur upp á ní-
ræðisafmæli sitt. Þangað komu
ættingjar og gamlir sveitungar
og vinir. Þetta var góð stund og
gleðileg. Hann var eins áður bros-
andi og glaður og þannig vil ég
muna hann og kveðja. Ég og
börnin mín frá Laugalandi send-
um fjölskyldu Guðmundar inni-
legar samúðarkveðjur og þökkum
honum vináttu liðinna ára.
Ása Ketilsdóttir.
Elsku afi minn.
Þú hefur alltaf verið stór part-
ur af lífi mínu og á ég minningar
um okkur frá því ég man eftir
mér. Ein sú sterkasta í mínum
huga er þegar ég, þú og amma
vorum að keyra vestur í Djúp og
við stoppuðum í Búðardal til að
kaupa okkur samlokur. Þið
spurðuð mig, má bjóða þér? Ég,
lítill strákur, neitaði því, sagði
mig ekki langa í. Við stoppuðum
svo rétt fyrir utan bæinn til að
borða en þegar ég sá ykkur borða
langaði mig allt í einu í. Þið hrist-
uð bara höfuðið, flissuðuð smá,
hlógu og sögðu: við förum bara til
baka og kaupum eina handa þér.
Þegar við lögðum svo af stað eftir
samlokuát bauðstu mér mola úr
molaboxinu ykkar sem ég og öll
ykkar barnabörn muna eftir úr
bílferðum með ykkur ömmu.
Því miður er ég búinn að búa
fjarri þér síðustu ár en í hvert
skipti sem leið mín lá til Reykja-
víkur hef ég gefið mér tíma til að
hitta þig og tala við þig um ým-
islegt enda varst þú fullur af
visku. Fróðari mann hef ég ekki
hitt því þú mundir tímana tvenna
og man ég alltaf eftir því þegar þú
og amma töluðuð um þegar þið
voruð ung og heyrðuð sprenging-
arnar í stríðinu. Þú varst harður
en samt mjög blíður. Það fauk
stundum í þig í smalamennskum
og varstu ekki ánægður þegar við
barnabörnin misstum kindur
fram hjá. Þá brunaðir þú á bílnum
fram fyrir féð, fórst út, sveiflaðir
stafnum og hrópaðir á það af
miklum ákafa. Smalamennsku og
allt sem tengdist búskap tókst þú
alvarlega og skyldi allt vera vel og
rétt gert. Þegar heyskapur var
reyndir þú að vera sem mest fyrir
vestan þó að pabbi væri tekinn við
búskap og mættir alltaf í sauð-
burð. Síðustu ár hef ég haft mik-
inn áhuga á rafmagnsbílum og
tók þá umræðu stundum við þig.
Við ræddum um tæknina í dag og
hvernig hún hefur breyst og
þróast frá því þú varst ungur. Þér
fannst rafmagnsbílar áhugaverð-
ir og varst meðvitaður um snjall-
síma, internetið og þ.h. Þú not-
aðir sjálfur tölvu og áttir þitt eigið
spjald. Þar skoðaðir þú alls konar
fréttir, myndir og sóttir þér fróð-
leik. Þú hefur oft hjálpað mér og
stutt mig í því sem ég hef verið að
gera og þegar Toyotan mín bilaði
varstu fljótur að hjálpa mér með
það. Og þú spurðir í hvert skipti
sem ég hitti þig hvernig Toyotan
mín hefði það. Hún er ennþá í
100% lagi. Þú stóðst við bakið á
mér í mínu námi þegar ég ákvað
að feta í fótspor pabba og verða
smiður. Þú varst mjög stoltur af
mér þegar ég lauk sveinsprófinu.
Þú hafðir alltaf trú á mér og
spurðir oft hvernig væri fyrir
austan og hvort ekki væri nóg að
gera, þú vildir fylgjast með. Þú
varst kletturinn í mínu lífi, síð-
ustu dagar hafa verið erfiðir og
hafa hlutverkin snúist við. Við öll
staðið við bakið á þér þegar þú
áttir erfitt eins og þú gerðir fyrir
okkur öll hin allt þitt líf.
Mikið væri ég til í að hafa þig
lengur í mínu lífi en þinn tími var
víst kominn og ert þú kominn aft-
ur heim í Djúp í sveitina þar sem
þér leið best. Hvíldu í friði, elsku
afi minn, þinn
Jakob Már.
Guðmundur var fæddur 27.
október 1927 að Brekku í Langa-
dal við innanvert Ísafjarðardjúp,
annað barn hjónanna Magnúsar
bónda og Jensínu húsmóður. Búið
var ekki stórt í sniðum að Brekku
sem var hefðbundið bú.
Jón og Guðmundur voru elstir
systkina sinna og brölluð margt
saman. Gerðu margar tilraunir
úti í náttunni og fiktuðu við að
stífla læki og uppgötva lífríki
náttúrunnar. Þeim datt m.a. í hug
að leita að gulli og þóttust von-
góðir um að finna það.
Hann ferjaði ferðamenn á
hestum úr Ísafjarðardjúpi yfir í
Þorskafjörð, þá 10 ára. Hann
teymdi klárinn upp bröttustu
brekkurnar. Þar blasti við honum
mikil sýn, Drangajökull í norðri,
bláhvítur og blikandi. Stranda-
fjöllin gægjast fyrir hálendis-
brúnina. Í vestur sér hann niður
yfir allt Ísafjarðardjúp og lengst
úti sér hann mótað fyrir fjöllum
við Ísafjarðarkaupstað og á móti
Snæfjöll við Jökulfirði norðan-
megin. Djúpið glampar gullitinni
sólarlagsins og heiðarnar enda-
laust suður. Rjúpa flýgur upp við
fætur hans með tólf unga á eftir
sér. Og hestarnir kippast við og
sökkva hófum sínum í mosann.
Hann vippar sér á bak og nú falla
öll vötn niður í Langadal.
Guðmundur fór í Reykjanes í
skóla sem barn og unglingur.
Námið var nátengt umhverfinu,
náttúru og menningu. Þar var
mikill jarðhiti, sem var auðvelt að
hafa gróðurhús og sundlaug.
Skólinn lagði áherslu á menning-
arlegt samfélag sem spratt upp
með gömlu héraðsskólunum.
Nemendur voru þátttakendur í
uppbyggingu skólans sem tengdi
þá traustum böndum með því að
starfa saman af sameiginlegum
áhugamálum. Ekkert vekur jafn
sanna gleði og óeigingjarnt starf í
þágu stærri heildar. Ekkert bind-
ur menn traustum böndum við
einhvern stað, en að vinna honum
eitthvað til nytsemdar, með ráðn-
um hug. Þetta mótaði Guðmund.
Guðmundur var útsjónarsam-
ur. Hann réðist í það að kaupa sér
vörubíl og gerði hann út í vega-
gerð. Þessi tími var um miðja síð-
ustu öld. Samgöngur jukust með
vegsamandi og byggðar voru
bryggjur fyrir ferju um Djúpið.
Þessum athöfnum tók Guðmund-
ur virkan þátt í.
Það var mikið mannlíf og fjör
sem fylgdi ungu fólki sem var á
rekið við Guðmund í sveitinni. Á
þar næsta bæ við Guðmund sem
var Laugaland var stúlka á hans
aldri, Kristín Steinunn Þórðar-
dóttir. Þau hittust oft mitt á milli
Hamars og Laugalands, sem var
á Melgraseyri. Þau festu kaup á
þeirri jörð.
Þannig var það með sveitunga
Guðmundar, þeir leituðu til hans
og báru undir hann „flókin“ mál-
efni eins og Guðmundur væri
þeirra dómari, til að fá lausn hjá
honum á þeim. Enda völdu þeir
hann í trúnaðarstöður.
Upp úr miðjum níunda ára-
tugnum, þegar David Bowie var á
öðrum hverjum grammófóni
ákváðu þau hjónin að flytja suður
og koma búi sínu í hendur yngra
fólks. Þau voru nægilega hraust
til að takast á við það og byrja
annars staðar. Þau gengu bæði
strax í störf syðra.
Guðmundur bjó einn eftir að
kona hans dó og sá að mestu um
sig sjálfur en hann naut aðstoðar
dóttur sinnar, Magneu, í mörg ár
sem var alltaf í kallfæri. Hún var
á undan 112 í hjá honum, ef á
þurfti að halda, ásamt dótturdótt-
ur sinni, Ragnheiði.
Finnbogi Kristjánsson.
Meira: mbl.is/minningar
Við andlát Guðmundar á Melg-
raseyri, vinar míns, nágranna og
samstarfsmanns um áratugi, leit-
ar margt á hugann. Sem ungling-
ur man ég vel hvað það þóttu góð
tíðindi hjá mínu fólki er þær
fregnir bárust út að Stína á
Laugarlandi og Gummi á Hamri
væru að draga sig saman, enda
bráðmyndarleg, vinsæl og mikið
jafnræði með þeim. Þau voru svo
stálheppin að 1955 losnaði ábúð á
Melgraseyri, næsta bæ við þau
bæði, svo þar voru hæg heima-
tökin. Melgraseyri er að mörgu
leyti góð jörð og hæg og þá
þokkalega hýst, sérstaklega hvað
íbúðarhúsið varðaði, en þar var
einnig bryggja fyrir Djúpbátinn,
samgöngulífæð okkar Inndjúps-
fólks og tvisvar í viku var þétt-
skipað bátskörlum við eldhús-
borðið hjá Gumma og Stínu og
mörgum málum ráðið þar vel til
lykta. Svo bættist við að rútur
Vestfjarðaleiðar höfðu einnig þar
sína endastöð áætlunardaga
Djúpbátsins, þar var einnig póst-
hús og bensínsala, sömuleiðis
kirkja með messuhaldi og öðru
því sem Guðskristni hér við Djúp
heyrði til. Ennfremur kjörfundir
í kosningum, aðalfundir félaga,
spilakvöld, áramótafagnaðir og
þorrablót, því Melgraseyri er
miðsvæðis á utanverðri Langa-
dalsströnd, húsrými þar einnig
meira en annarsstaðar og síðast
en ekki síst, að húsráðendur voru
einstaklega gestrisin, góð heim
að sækja og vildu allt fyrir alla
gera.
Á kal- og hafísárunum 1964-68
var oft þungt fyrir fæti hér um
slóðir, t.d. brotnaði hlöðuþakið á
Melgraseyri einn veturinn gjör-
samlega niður undan snjóþyngsl-
unum og er mér vel í minni er við
margir nágrannar í sortabyl og
myrkri unnum við það langa
skammdegisnótt, að moka snjó,
ryðja burtu brotnum viðum og
refta yfir heyið. Næsta sumar
voru svo reist vegleg 400 kinda
fjárhús og hlaða við þau og
mjólkurframleiðslu hætt. Við
Guðmundur sátum saman í
hreppsnefnd í tvo áratugi og
stundum hvessti þar verulega og
þá kom sér vel að hafa þar jafn
glöggan og góðviljaðan mann og
hann sem kjölfestu. Nánast var
þó samstarf okkar í Ræktunar-
sambandi Nauteyrar- og Snæ-
fjallahrepps, en þar sinnti ég for-
mennsku í 15 ár, sem var auðvelt,
hafandi þá Guðmund og Pál í
Bæjum mér til halds og trausts
og síðast, en ekki síst, Engilbert
á Mýri með sína óbilandi bjart-
sýni og þraut aldrei ráð.
Öræfin milli Djúps og Stranda
eru afar víðáttumikil og var eng-
inn mannskapur til að smala þau
með skipulögðum hætti. Á góðum
haustum skilaði fé sér seint af
þeim og stundum lokuðu n.a.
stórhríðarnar sem bresta á eins
og hendi sé veifað, öllum leiðum
heim fyrir þeim kindum. Guð-
mundur var afar ötull og óþreyt-
andi í eftirleitum og sagði mér
eitt sinn að sér þættu þær góð til-
breyting frá hversdagsamstrinu.
Ef heimtur voru slæmar, man ég
oft á kvöldin, eftir Guðmundi í
sveitasímanum hvetjandi granna
sína í leitir með sér að morgni,
því nú væri spáð góðu veðri og
ekki eftir neinu að bíða. Þannig
vil ég helst muna ljúfmennið,
mannasættinn og bóndann Guð-
mund á Melgraseyri á leið með
hest sinn og hund austur í öræfa-
víðáttuna. Aðstandendum sendi
ég einlægar samúðarkveðjur.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn.
✝ Þórður HreinnKristjánsson
fæddist á St.Frans-
iskusspítalanum í
Stykkishólmi 27.
maí 1956. Hann
lést á heimili sínu í
Aarhus, Dan-
mörku, 15. febrúar
2018 eftir veikindi.
Foreldrar hans
eru Ásta Sigrún
Þórðardóttir
Fjeldsted, fædd 3. apríl 1937,
og Kristján Breiðfjörð, fæddur
1. janúar 1930, dáinn 30. sept-
ember 1996. Alsystir Þórðar er
Örn, fæddur 4. mars 1993,
móðir hans er Ingibjörg
Bjarnadóttir.
Þórður ólst upp í Stykkis-
hólmi sín uppvaxtarár og var
mikið á sumrin í Flatey á
Breiðafirði hjá móðurömmu og
afa.
Uppúr fermingu fór Þórður
að fara á sjóinn á rækju, hörpu-
skel og bolfisk.
Síðar fór hann í Vélskólann
og lauk þaðan námi. Eftir það
sigldi hann á hinum ýmsu skip-
um, bæði í millilandasiglingum
og á fiskibátum hér heima, þar
til hann slasaðist við vinnu og
varð að hætta.
Í ágúst 2008 fluttist Þórður
búferlum til Aarhus í Danmörk
og bjó þar síðustu ár.
Útför Þórðar Hreins fer
fram frá Langholtskirkju í dag,
15. mars 2018, klukkan 14.
Jóhanna Ósk Krist-
jánsdóttir, fædd
20. maí 1959, maki
Guðlaugur Ingólf-
ur Benediktsson
og á hún fimm
börn. Fyrir átti
Kristján soninn
Guðjón, fæddan
12. nóvember
1953.
Þórður eignað-
ist tvo syni: 1)
Andri Már, fæddur 16. apríl
1987, lést af slysförum 23. mars
2013, móðir hans er Alda Kol-
brún Haraldsdóttir. 2) Egill
Elsku hjartans Þórður minn.
Ekki datt mér í hug að það
yrði í síðasta skipti sem ég talaði
við þig aðeins tveimur dögum
áður en ég frétti að þú værir far-
inn frá okkur. Ég hlakkaði mikið
til að þú kæmir hingað heim og
út í Flatey næsta vor, en það
varð nú ekki af því.
Þú varst alltaf svo bóngóður
og góður við mig alla tíð. Það er
stórt skarð fyrir mig að missa
þig, elsku vinurinn minn.
Ég veit að það hefur verið vel
tekið á móti þér, Andri þinn,
pabbi þinn, amma og afi og fleiri.
Elsku Þórður minn, Guð
geymi þig ávallt, elsku vinurinn
minn.
Þín
mamma.
Elsku Þórður minn. Það er
svo ótrúlegt og óraunverulegt að
þú sért farinn frá okkur og við
fáum aldrei að hitta þig né heyra
í þér aftur. Þegar Egill kom með
Núma kvöldið sem þú fannst og
tilkynnti mér lát þitt brast hjart-
að mitt í mola. Þú af öllum, nei
það gat ekki verið! Ég sem var
farin að hlakka svo til að þú
kæmir í vor þegar við áttum að
sjá um leitirnar vestur í Flatey.
Eftir standa minningar og verð
ég að ylja mer við að eiga þær.
Alltaf varstu góður við mig þó
svo að óhöpp kæmu fyrir og ég
grenjaði oft undan þér. Dettur
mér í hug þegar þú fékkst mig út
eitt fallegt vetrarkvöld og baðst
mig um að koma í snjókast. Jú,
ég var til í það en ég var rétt
komin út á stétt þegar snjóbolti
kom fljúgandi frá þér, beint í
augað á mér og auðvitað var
kvöldið ónýtt. Við vestur í Flat-
ey hjá ömmu og afa í leitum uppi
í Hergilsey og þú fannst hrafns-
hreiður með ungum. Prílaðir þú
að hreiðrinu, tókst einn unga og
fórst með hann ofan í bát og
faldir hann þar. Skildi afi ekkert
í því hvers vegna við krakkarnir
sóttumst eftir að vera undir
seglinu a heimleiðinni. Vorum
við komin langleiðina í Flatey
þegar afi komst að leyndarmál-
inu okkar, þá brosti gamli mað-
urinn en skammaði okkur ekki
mikið. Ákvað hann að lofa okkur
að hafa krumma og bjuggum við
um hann í gamla hænsnakofan-
um. Morguninn eftir var
krumminn horfinn og við leituð-
um og leituðum en fundum hann
hvergi. Mörgum árum síðar
komst ég að því að honum hefði
verið lógað eftir að við vorum
sofnuð.
Þú fannst vorselsundanvilling
úti á Drápsskerjum og tókst
hann með heim. Ólst hann upp
og hafðir hann um borð í
Bjarma. Þangað var gaman að
fara með pela með mjólkurlýsis-
sulli sem amma útbjó til að gefa
honum. Seinna prílaði hann upp
úr bátnum og lét sig hverfa. Er
við áttum heima á Sogaveginum
var ýmislegt brallað og upp úr
stendur eitt prakkarastrik þitt.
Mamma fór með pabba í siglingu
á Gullfossi og var Peta heitin
fengin til að vera með okkur þar
heima. Sendi hún okkur eitt sinn
í búðina til að fá mjólk og brauð.
Það fyrsta sem þú gerðir er við
komum þangað var að slökkva
ljósið í búðinni og gerðir það lík-
lega þrisvar en afgreiðslustúlk-
an kveikti aftur. Ég stóð eins og
álfur í búðinni enda höfðum við
mikla ábyrgð að vera að versla.
Þegar röðin kom að (okkur) mér
spurði afgreiðslustúlkan hvað
við hétum og hvar við ættum
heima. Auðvitað svaraði ég því
skilmerkilega. Hvarflaði ekki að
mér að hún hefði óhreint mjöl i
pokahorninu en þegar mamma
og pabbi komu úr siglingunni
vorum við bæði rassskellt!
Þegar við fengum mislinga
var erfiður tími. Þú veiktist fyrst
og var ég að reyna að hafa ofan
af fyrir þér með því að spila við
þig. Þá fékkst þú stífkrampa og
var strax hringt í lækni og þú
fluttur upp á spítala og svo flutt-
ur suður. Fékkstu bæði snert af
lungnabólgu og heilahimnu-
bólgu af veikindunum. Svo þeg-
ar ég veiktist passaði ég mig á að
halda mig í rúminu því ég vildi
ekki verða eins mikið veik og þú.
Elsku Þórður minn, takk fyrir
allt sem þú hefur verið mér og
mínum í gegnum tíðina. Elska
þig, elsku bróðir minn, og mun
ætíð gera.
Þín systir
Jóhanna Ósk.
Elsku Doddi minn.
Það er óraunverulegt að setj-
ast niður og skrifa um þig minn-
ingarorð. Ég á enn erfitt með að
trúa því að þú ert farinn, kemur
ekki aftur til okkar. Þú varst
mér alltaf góður, traustur, ljúfur
og þolinmóður. Besti frændi sem
ég gat átt. Það er sárt að hugsa
núna til þess að þú ert ekki leng-
ur hjá okkur. Maður er enn að
reyna að kyngja þessum stóra
bita, og átta sig á því hve stórt
skarð er núna höggvið í líf okk-
ar.
Ég veit að Andri þinn tekur
vel á móti þér og er brosandi að
fá pabba sinn til sín. Það var
þungt fyrir þig að missa hann,
okkur öll. En ég veit að þið tveir
eigið eftir að bralla eitthvað
skemmtilegt saman.
Þú hefur alltaf verið í lífi
mínu, stóri uppáhalds frændi
minn. Reyndir að leiðbeina mér
og þér þótti svo vænt um mig frá
fyrsta degi. Þú varst lengi bara
eins og pabbi minn. Ég var Sósa
þín, en þú einn fékkst að kalla
mig Sósu. Þú varst alltaf til stað-
ar, alltaf boðinn og búinn að
hjálpa mér, sama hvað það var.
Einnig varstu svo traustur, það
var hægt að segja þér allt og þú
dæmdir engan, þú hlustaðir og
gafst ráð eftir bestu getu. Ég
vissi alltaf að allt sem ég segði
þér færi ekki lengra.
Takk, elsku Doddi minn, fyrir
allt. Ég mun sakna þín óendan-
lega mikið. Amma á erfitt núna
og við munum passa hana. Þið
voruð svo náin og þú alltaf tilbú-
inn að hjálpa henni.
Minning þín mun lifa í hjarta
mér um ókomna tíð
Af lifandi gleði var lund þín hlaðin,
svo loftið í kringum þig hló,
en þegar síðast á banabeði
brosið á vörum þér dó,
þá sóttu skuggar að sálu minni
og sviptu hana gleði og ró.
En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki
að eiga langa töf.
Frá drottni allsherjar ómaði kallið
yfir hin miklu höf:
Hann þurfti bros þín sem birtugjafa
bak við dauða og gröf.
(Grétar Ó. Fells)
Þín
Sigrún Ósk.
Þórður Hreinn
Kristjánsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AUÐUR HREFNA HERMANNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á
Hellu föstudaginn 9. mars.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson
Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir
Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson
og fjölskyldur