Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS
Dallas Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinningshafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum.
E
inmitt, gott fólk. Þið þekkið
lagið, og þið þekkið fólkið og
mögulega líka landslagið.
Þegar þið heyrið nafnið
„Dallas“ myndast ójsálfrátt þanka-
strik beint í sjónvarpsþættina vin-
sælu sem báru nafn borgarinnar og
sýndir voru á RÚV fyrir um 35 ár-
um, um Ewing-fjölskylduna, veg-
semd hennar og vandræði á víxl, ol-
íuauðæfi, ástir, afbrýði og afbrot.
En það er langt um liðið, þætt-
irnir löngu hættir og borgin hefur á
sér annan blæ en í þá daga, enda er
það svo að tímarnir breytast og
borgirnar með.
Dallas: Meira en mætir auganu
Hugrenningatengslin við hina víð-
frægu sjónvarpsþætti eru í hæsta
máta skiljanleg en kannski ekki al-
veg makleg, þegar haft er í huga
hvað borgin býður upp á. Hverjum
hefði til að mynda dottið í hug að í
Dallas væri að finna stærsta sam-
ansafn veraldar af art deco-
byggingum? Það er engu að síður
staðreynd, nánar tiltekið í Fair
Park, um þrjá og hálfan kílómetra
austur af miðborginni. Á rúmlega
eins ferkílómetra svæði er þar ekki
bara sægur af fallegum byggingum í
art deco-stíl heldur líka fjölmargar
byggingar í hinum ómótsæðilega
móderníska stíl frá miðri síðustu
öld.
Auk þess sem er hægt að skoða í
Fair Park skartar miðborg Dallas
vitaskuld tilkomumiklu safni af
myndarlegum skýjakljúfum og
borgarmyndin þykir ein sú fegursta
í gervöllum Bandaríkjunum.
Ekki verður sagt skilið við Fair
Park án þess að nefna hina árlegu
fylkishátíð sem þar fer fram á
haustin. Hátíðin hefur verið haldin
síðan árið 1886 og þar er öllu hamp-
að sem talist getur „texanskt“, ekki
síst í mat og drykk. Sýningin verður
haldin á þessu ári frá 28. september
til 21. október.
Matur er Dallas megin
Þrátt fyrir vinalegt viðmótið þá
gantast íbúar Dallas ekki með mat-
inn – þvert á móti taka þeir mat og
matargerð alvarlega og gestir njóta
góðs af. Ótal þekktir veitingastaðir
eru úti um alla borg og þar á meðal
eru nokkrir sem vert er að benda
sérstaklega á.
The Rustic í Uptown-hluta borg-
arinnar er bræðingur af veit-
ingastað og tónleikastað, þar sem
bragðmikill matur og lifandi tónlist
er á matseðlinum sjö daga vikunnar.
Rauði þráðurinn er það sem kalla
mætti heimilismat að hætti Dallas
með bragðmiklum tex-mex blæ. 40
mismunandi bjórtegundir eru á
krana, allar frá Dallas-svæðinu.
Í hinu litríka og listræna hverfi
Deep Ellum er að finna veitinga-
staðinn Pecan Lodge þar sem bragð-
laukarnir taka kipp yfir nautarifjum
með kryddblöndu sem seint gleym-
ist, jalapeno-cheddar pylsum með
dýfu og eldgrillaðar nautabringur
(e. brisket) sem dregur að fólk hvað-
anæva frá Bandaríkjunum og er
eins og annað allt gert frá grunni.
Þá verður að nefna Restaur-
ants on Lamar, sem er eins og
nafnið gefur til kynna ekki
bara einn heldur sjö veitinga-
staðir af öllu tagi, hver við
hlið þess næsta, staðsettir á
555 Lamar stræti. Bjór-
garður, sushi-staður,
steikarstaður,
ítalskur, eld-
bakaðar pits-
ur, mexíkósk-
ur matur og
einn flottasti
sportbar í
allri Dallas.
Loks er
einn
skemmtileg-
asti sælkera-
kosturinn að
slást í hópinn
þegar mat-
argangan
„Uptown
Foodie
Walk“ fer
af stað, en
hún er í
boði fyrir
áhugasama flesta daga
vikunnar. Mælt er með því
að þátttakendur mæti
svangir til leiks þar sem af
nógu er að taka þegar
smakkið er annars vegar, í
bland við fróðleik og mat-
artengda sagnfræði frá
svæðinu.
Því er ekki
að neita að
Dallas er
stór borg:
það er
hreint ekki
út í bláinn
að hún er
kölluð „The
Big D.“ Hér er
að finna rúm-
lega fjóra og
hálfa milljón
manns, meira en
80 þúsund gisti-
staði af öllum
stærðum og gerð-
um og um það bil 12
þúsund matsölustaði.
Stærðin skyldi þar af
leiðandi skoðast sem
eitt stórt tækifæri því
Dallas er í stakk búin til að taka á
móti gestum sínum, og rúmlega það.
Það sem gerir Dallas ekki síst
áhugaverða er fjölbreytileikinn frá
einu hverfi til annars. Á meðan Up-
town-kjarninn er einn sá elsti með
125 ára byggingum þá er Deep Ell-
um, þar sem ungt fólk býr, metn-
aðarfull, veggjalist blasir hvarvetna
við og rekstrareiningarnar eru oftar
en ekki hönnunarbúðir, fataversl-
anir og húðflúrstofur. Eitt eiga öll
hverfin sameiginlegt og það er ótrú-
legt framboð af hvers konar afþrey-
ingu og áhugaverðum viðkomustöð-
um.
Eins og framar greindi er borg-
arlandslag Dallas býsna til-
komumikið, þökk sé ekki síst gljá-
fægðum skýjakljúfum miðbæjarins.
Til að skoða borgina frá besta
mögulega útsýnispunktinum verður
að benda áhugasömum á að heim-
sækja Reunion Tower, en þar er að
finna útsýnispallinn GeO-Deck sem
gefur kost á óviðjafnanlegu útsýni
yfir borgina og nærsveitir úr 150
metra hæð. Í kjölfarið getur öll fjöl-
skyldan skemmt sér konunglega í
Dallas World Aquarium, hinu stór-
fenglega sædýrasafni borgarinnar,
þar sem reyndar má líka finna
margskonar landdýr og fugla.
Standi hugurinn til að tengja við
gríðarlegan íþróttaáhuga borg-
arinnar verður ekki hjá því komist
að skella sér á leik þegar keppn-
istímabil stendur yfir, annaðhvort á
hinum gríðarmikla AT&T leikvangi
þar sem ruðningshetjurnar í Dallas
Cowboys tækla mann og annan, ell-
egar þá í American Airlines Center
þar sem körfuboltalið Dallas Maver-
icks leikur listir sínar.
Sagnfræðinördar mega ekki fyrir
nokkurn mun sleppa því að heim-
sækja Sixth Floor Museum við Dea-
ley-torg, sem heitir svo af því það er
á 6. hæð húss sem áður var náms-
gagnastofnun Dallas-borgar. Ein-
mitt þar kom maður að nafni Lee
Harvey Oswald sér fyrir, vopnaður
langdrægum riffli, og réði John F.
Kennedy Bandaríkjaforseta af dög-
um hinn 22. nóvember 1963 … eða
svo segir alltént hin opinbera útgáfa
stjórnvalda um atburðinn. Á sjöttu
hæðinni er hægt að sökkva sér í
þetta umtalaðasta sakamál 20. ald-
arinnar í Bandaríkjunum og skoða
atburðarás þessa örlagaríka dags
skref fyrir skref.
Hvert sem hugurinn kann annars
að standa má bóka að viðmót heima-
fólks er hlýlegt og kumpánlegt; þó
Dallas sé stór og mikil þá er stutt í
heimilislegt viðmót hjá þeim sem
verða á vegi manns, rétt eins og
borgin sé ennþá lítill smábær.
Svo má alltaf
kíkja til Southfork!
Ekki verður hjá því komist að
svara spurningunni sem brennur ef-
laust á mörgum lesendum þegar hér
er komið sögu. Og svarið er já, það
er enn hægt að heimsækja Sout-
hfork, búgarðinn sem var heim-
kynni Ewing-fjölskyldunnar í sjón-
varpsþáttunum Dallas. Southfork er
um 45 mínútna akstur í norðaustur
frá borginni og þar er hægt að fá
leiðsögn um svæðið og rifja upp
gamla daga þegar Jock, Ellie, J.R.,
Bobby og hin í fjölskyldunni áttu
þar sitt heimaland. Nema Ray karl-
inn Krebbs; hann fékk að hírast í
litlu húsræksni í garðshorninu,
sælla minninga. Í ár er einmitt lag
að heilsa upp á mannskapinn því nú
er 40 ára afmælisárið með ýmiss
konar húllumhæi á „Suðurgaffli“.
Eruð þið ekki þegar byrjuð að
humma lagið?
Stóri D: hinn risastóri smábær
Dallas er um margt sérstæð borg, þar sem skýjakljúfar úr speglagleri og stáli fara saman við vinalegt andrúmsloft smábæjar í Texas.
Þegar að er gáð reynist borgin talsvert meira en heimaborg eins rómaðasta sjónvarpsóþokka sögunnar, J.R. Ewing.
Ljósaborg Borgarmynd
Dallas þykir með þeim
fallegri í Bandaríkjunum.
Stuð Jazzinn í
Dallas varð til í Deep
Ellum hverfinu.
Karfa
Dirk hjá
Dallas
Mavericks
skorar.
Suðurgaffall Enn í dag sækir fólk
stíft að komast í heimsókn á
Southfork, heimavöll Dallas-
þáttanna.
AFP