Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er gott aðláta sigdreyma. Og
þá er átt við vöku-
drauma, sem hægt
er að hafa dálitla
stjórn á. Hinir
draumarnir, þessir sem sækja
að mönnum að óvörum að næt-
urþeli, fara sínar eigin leiðir,
eru óútreiknanlegri en Trump
og stundum er ekki heil brú í
þeim. Þeir eiga það til að enda
í svitabaði og jafnvel martröð
þegar verst tekst til. Börnin
hlakka til afmælisins og
jólanna. Þeir sem eldri eru láta
sér stundum nægja að hlakka
til helgarinnar. Tilhlökkunin er
oftast einstaklingsbundin. En
hitt er til að gert sé þjóðarátak
í dagdraumum. Og þá er
ákveðin hætta á að þjóðin
vakni öll í einu í svitabaði eftir
martröð.
Nú fá allir áfallahjálp ef eitt-
hvað bregður út af og er sú
tíska komin að ystu mörkum
þótt góð sé. En spyrja má
hvort ekki sé til eitthvað sem
kalla mætti „fyrirbyggjandi
áfallahjálp“. Sé það ekki til má
sjálfsagt finna hana upp. Þetta
er nefnt vegna þess tilhlökk-
unar- og vonarefnis sem nú er
uppi á eyjunni. Það er heims-
meistarakeppnin í fótbolta í
landi Pútíns. Tilefni hugleið-
inganna eru orð hins ágæta
formanns KSÍ. Til þeirra var
vitnað í viðtali:
„Guðni Bergsson, formaður
KSÍ, er bjartsýnn á að íslenska
landsliðið í knattspyrnu geti
endurtekið árangurinn frá því
á EM fyrir tveimur árum og
komist upp úr riðlinum á HM í
Rússlandi í sumar.
Ísland komst í 8-liða úrslit á
Evrópumótinu eftir sigur á
Englendingum í 16-liða úrslit-
unum en í 8-liða
úrslitunum töpuðu
Íslendingar fyrir
Frökkum.
„Við erum í
mjög erfiðum riðli
en fyrir tveimur
árum komum við öllu fótbolta-
samfélaginu á óvart með
frammistöðunni á Evrópu-
mótinu í Frakklandi og nú er-
um við tilbúnir að endurtaka
leikinn.“
Það er fínt hjá Guðna að tala
menn upp í stuð. En gæti ekki
fyrirbyggjandi áfallahjálpin
fylgt með og falist í því að líta
svo á að sigur okkar sé þegar í
höfn. Hann fékkst með því að
íslenska liðið náði þvert á allar
spár að komast á EM og fá
þennan fína árangur þar og
svo einnig inn á HM, sem eng-
inn heilvita maður gerði ráð
fyrir og er þá íslenska þjóðin
talin frá. Allt til viðbótar því
afreki er sem sagt ótrúlegur
bónus sem við munum auðvitað
fagna ógurlega þegar og ef lið-
ið lendir einu sinni eða oftar í
lukkupotti á HM.
Við vitum öll að þó að liðið
sé frábært má ekki mikið út af
bera. Þannig fékk nánast öll
þjóðin í hnén þegar fréttir bár-
ust um brothætt hné Gylfa Sig-
urðssonar. Var þá þegar tekinn
út dálítill snertur af áfalla-
hjálp.
Þegar við höfum öll gert
okkur grein fyrir því að lands-
liðið fer á HM sem sigurvegari
og hvað sem gerist kemur það
til baka sem sannur sigurveg-
ari getur fátt sett okkur út af
laginu.
En við getum auðvitað geng-
ið áfram með dálítið óraunhæf-
ar væntingar í maganum, ef
við gætum þess að fara vel með
þær.
Auðvitað förum við
sigurreif á HM.
Við eigum það þegar
inni}
Fyrirbyggjandi
áfallahjálp
Breski eðlis-fræðingurinn
Stephen Hawking
lést í gær 76 ára að
aldri. Innan eðlis-
fræðinnar er hans
einkum minnst fyrir braut-
ryðjendastarf sitt á sviði
svarthola. Gagnvart almenn-
ingi var það fremur aðgengileg
framsetning sem skipti máli
og í huga almennings er
Hawking þegar kominn í tölu
annarra merkra eðlisfræðinga
á borð við Isaac Newton og Al-
bert Einstein, sem breyttu
skilningi mannsins á ýmsum
helstu lögmálum veraldar-
innar. Það sem greinir Steph-
en Hawking einmitt frá þess-
um stórmennum sögunnar var
viðleitni hans og hæfileiki til
þess að kynna eðlisfræðikenn-
ingar sínar og ann-
arra fyrir leik-
mönnum í faginu.
Verk hans, Saga
tímans, sem kom
fyrst út fyrir 30
árum, markaði tímamót. Bókin
fjallaði um alheiminn, upphaf
hans og möguleg endalok. Hún
reyndist óhemjuvinsæl, skaut
Hawking upp á stjörnuhimin
frægðarinnar og færði mikil-
væg vísindi nær vitund al-
mennings.
Hawking þurfti á ferli sínum
að yfirstíga ýmsar hindranir,
þá stærstu þegar hann var ein-
ungis 21 árs og greindist með
skæðan taugasjúkdóm. Hetju-
leg barátta hans við hinn
skelfilega sjúkdóm vakti at-
hygli, ávann honum virðingu
og var öðrum hvatning.
Eðlisfræðingurinn
Stephen Hawking
allur}
Maður tíma og rúms Þ
að er ekki venjan að formenn
stjórnmálaflokka hvetji stuðn-
ingsmenn annarra flokka til
dáða. Miðflokkurinn hefur það
hins vegar að leiðarljósi að styðja
góðar hugmyndir, sama hvaðan þær koma.
Skynsamleg stefna og góðar hugmyndir
verða til í ýmsum flokkum þótt í mismiklum
mæli sé.
Sem miðjumanni finnst mér mikilvægt að
vel takist til við að nýta þær áherslur sem
best hafa reynst í hugsjónum vinstri- og
hægrimanna. Ekki með því að fara alltaf
milliveginn heldur með því að veita þeirri
stefnu sem gefist hefur vel brautargengi og
stuðning.
Margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins
hefur reynst vel og það er áhyggjuefni ef
stuðningur við réttmæt sjónarmið minnkar.
Þegar líður að landsfundi VG gæti verið tilefni til að
skrifa sams konar hvatningargrein til þess flokks. Slíkt
hefði þó verið til lítils í tilviki Framsóknarflokksins, sem
nýverið hélt flokksþing, því þaðan voru þau boð látin út
ganga fyrir þingið að einungis yrði ályktað um mál sem
heyra undir ráðherra þess flokks (auk þess að klára fá-
einar ályktanir sem höfðu verið í vinnslu frá því flokk-
urinn var í stjórnarandstöðu). Ég þekki engin önnur
dæmi þess að stjórnmálaflokkur hafi veigrað sér við að
álykta um mál þótt þau heyri undir ráðherra samstarfs-
flokka í ríkisstjórn (og auðvitað þingið allt).
Skýrari staðfesting á undirgefni í stjórnarþátttöku er
vandfundin. En áður en stjórnin var mynduð hafði flokk-
urinn þegar gefið eftir öll helstu kosningalof-
orð sín. Gjaldið var þrír ráðherrastólar (og
tveir hefðu dugað).
Ekki er annað að sjá en Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi líka fórnað grunnstefnu sinni til að
fá sæti í ríkisstjórn undir forystu VG (reynd-
ar fyrir fimm sæti). Tilefni þessarar greinar
er að ég bind þó vonir við að landsfundur
Sjálfstæðisflokksins rétti kúrsinn og gefi með
því ráðherrum og þingmönnum flokksins
aukinn styrk og sjálfstraust til að hafa já-
kvæð áhrif í stjórnarsamstarfinu. Það gæti
auk þess reynst framsóknarmönnum hvatn-
ing til að rifja upp stefnu sína.
Þótt Miðflokkurinn sé í stjórnarandstöðu
er ég tilbúinn til að heita stuðningi við mörg
þeirra mála sem ég vona að landsfundurinn
taki á. Enda erum við reiðubúin að vinna að
góðum málum með hverjum sem vill vinna að
þeim með okkur, í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á lág- og
millitekjufólk, standa við fyrirheit um lækkun trygginga-
gjalds, fylgja eftir árangursríkum aðgerðum áranna
2013-16 í efnahagsmálum, koma í veg fyrir að vogunar-
sjóðir leggi undir sig stóran hluta fjármálakerfisins, leið-
rétta kjör eldri borgara, minnka báknið, einfalda reglu-
verk, treysta varðstöðu um fullveldi landsins, leyfa
heilbrigðri skynsemi að ráða við byggingu Landspítala,
verja réttarríkið og grunngildi þjóðarinnar, þá erum við
til í að veita kröftugan stuðning úr stjórnarandstöðu.
Sigmundur
Davíð
Gunnlaugsson
Pistill
Hvatning til sjálfstæðismanna
Höfundur er formaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Styrkur svifryks hefur ítrekaðmælst mikill á höfuð-borgarsvæðinu það sem afer vetri. Þannig var hann
t.a.m. hár og langt yfir sólarhrings-
heilsuverndarmörkum, sem eru 50
míkrógrömm á rúmmetra, í síðustu
viku samkvæmt mælistöðvum við
Grensásveg, Hringbraut og Eiríks-
götu í Reykjavík. Við slíkar aðstæður
er þeim sem eru viðkvæmir fyrir í
öndunarfærum og börnum bent á að
forðast útivist í nágrenni fjölfarinna
umferðargatna.
Fyrirtækið Hreinsitækni býr yf-
ir öflugum tækjakosti sem nýta má til
gatnaþrifa og rykbindingar. Eiga
þeir t.a.m. götuþvottabíl sem er sér-
staklega útbúinn til dreifingar á
magnesíumklóríði sem notað er til að
draga úr svifryksmengun.
Lárus Kristinn Jónsson er fram-
kvæmdastjóri Hreinsitækni. Hann
segir þá tvisvar sinnum hafa verið
fengna til að rykbinda götur í
Reykjavík á um tveggja vikna tíma-
bili. „Götusóparnir geta ekki sópað
nema hitastig sé um tvær gráður.
Þeir geta ekki sópað í frosti. En þeg-
ar gluggarnir koma, líkt og skapaðist
hér eina vikuna, þá er því miður lítið
gert. Ég þurfti í raun að byrsta mig á
einum verkfundinum sem haldinn var
á þriðjudegi og var þá hringt í mig á
miðvikudegi. Ég fór af stað aðfara-
nótt fimmtudags og tók það sem ég
gat, en ég get ekki þrifið allar götur
og stofnbrautir höfuðborgar-
svæðisins á einni nóttu,“ segir hann.
Langar boðleiðir í borginni
Lárus Kristinn segir verklag allt
öðruvísi í dag en það var fyrir nokkr-
um árum og að boðleiðir séu langar
og seinvirkar. Það veldur því að tæki-
færin til hreinsunar glatast. „Hér áð-
ur fyrr var alltaf farið og sópað þegar
það komu hlýindi í einn til tvo daga.
Eftirlitsmaður hjá borginni hafði þá
vald til að senda út sópa þegar menn
sáu færi á að minnka drulluna. Núna
þarf að taka allar ákvarðanir í innsta
hring og enginn fylgist með fyrr en
það er orðið of seint,“ segir hann.
Aðspurður segir hann það engu
breyta þótt ákveðið sé að senda út
hreinsibíla einn tiltekinn dag. Þörf sé
á markvissum og samræmdum að-
gerðum. „Það er ekki nóg að rúlla í
gegnum Miklubrautina þegar Grens-
ásvegur, Háaleitisbraut, Skeifan og
fleiri götur eru látnar eiga sig. Þetta
tengist allt og það verður að taka þær
í leiðinni. Vegagerðin og Reykjavík-
urborg verða að vinna markvisst
saman í þessu.“
Spurður hvort fyrirtæki hans
búi yfir þeim tækjabúnaði sem nauð-
synlegur er til að halda götum borg-
arinnar í lagi kveður Lárus Kristinn
já við. „Ég á 11 stóra gatnasópa sem
geta þrifið og þrjá vatnsbíla og verð
kominn með fimm næsta vetur. Ég
hef því öll tæki og mannskap til að
bregðast hratt við,“ segir hann og
bætir við: „Mitt fyrirtæki er reiðu-
búið til að fara í stórt hreinsiátak hve-
nær sem er.“
Vill taka upp eldra verklag
Þá segist Lárus Kristinn vilja
sjá Reykjavík taka upp sambæri-
legar aðferðir við götuhreinsanir og
voru við lýði hér á árum áður. „Ég
myndi vilja koma þessu í sama far og
var. Þá var þrifið á haustin með vatni,
göturnar heilþvegnar og þrifið með
sópum í nóvember þegar veður leyfði
og aftur í janúar. Þannig var þetta
hér áður fyrr í borginni og þá skap-
aðist ekki þessi mikla svifryks-
umræða.“
Veðurgluggar sagðir
illa nýttir til hreinsunar
Morgunblaðið/Hari
Götuþrif Framkvæmdastjóri Hreinsitækni segir tækifæri til götuhreins-
unar illa nýtt í Reykjavík, en borgin segist reyna hvað hún getur.
Hjalti J. Guðmundsson er
skrifstofustjóri skrifstofu
reksturs og umhirðu borgar-
lands. Hann segir Reykjavíkur-
borg reyna hvað hún geti til
að halda styrk svifryks í lág-
marki og að nú sé árleg vor-
hreinsun hafin.
„Eftir að snjóa leysti var
byrjað að sópa göturnar, þ.e.
stofnbrautir og nokkrar tengi-
brautir í Reykjavík. Nokkrum
dögum seinna rykbundum við
götur og svo aftur um síðustu
helgi,“ segir hann og bætir við
að í fyrradag hafi Reykjavíkur-
borg hafið vorhreinsun gatna.
„Þessu til viðbótar höfum við
nýtt þessa stuttu glugga sem
mynduðust til að þrífa götur
borgarinnar, en janúar og febr-
úar voru bara mjög erfiðir veð-
urfarslega þannig að við gát-
um ekkert þrifið þá mánuði.“
Vorhreinsun
er hafin
REYKJAVÍKURBORG