Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 37

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 37
Morgunblaðið/Eggert Á skurðstofunni F.v.: Hildur R. Jóhannsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræð- ingur, Hilda H. Guðmundsdóttir 5. árs læknanemi, Eiríkur Jónsson yfir- læknir og Rafn Hilmarsson þvagfæraskurðlæknir. Samstarf Skurðstofuteymið vann fumlaust og skipulega. Vel þjálfað teymi er undirstaða góðs árangurs. Einbeiting Gyða Ingólfsdóttir sérnámslæknir var með áhald til að rétta ýmislegt inn í kviðarhol sjúklingsins sem þjarkinn þurfti að nota eða klemmdi fyrir æðar. Hún fylgdist með á skjánum hvar áhaldið var statt. 7 13 Dagar með þvaglegg Fjöldi daga hjá flestum sjúklingum Þjarkaaðgerðir á Landspítala Þvagfæraskurðaðgerðir 332 Kvennaskurðaðgerðir 110 Meltingarfæraaðgerðir 19 Hjartaskurðaðgerðir 10 Barnaskurðaðgerðir 4 Opin aðgerð Aðgerð með þjarka Fjöldi aðgerða 20. janúar 2015 til 6. mars 2018 Samanburður á aðgerðum 123129 Aðgerðartími Mínútur, miðgildi Blæðing í aðgerð Millilítrar, miðgildi 5 12 Endurinnlagnir Fjöldi innlagna innan 30 daga frá aðgerð 237 84 Legudagar Heildarfjöldi legudaga 93 20 Legudagar í endurinnlögnum Heildarfjöldi legudaga <10% sjúklingaí báðum hópum eru með þvagleka 12 mánuðum eftir aðgerð 40% sjúklingaí báðum hópum höfðu risgetu sem dugði til samfara Bornir voru saman 80 sjúklingar sem fóru í opnar aðgerðir á árunum 2013-2014 og 80 sjúklingar sem fóru í aðgerð með þjarka frá janúar 2015 til mars 2018. Hóparnir voru sambærilegir með tilliti til aldurs, fyrra heilsufars og útbreiðslu og alvarleika krabbameins. *Þar af 5 alvarlegar sýkingar 13* Sýking í skurðsári Fjöldi sjúklinga 1 475 aðgerðir 70% 23% Endurkoma krabbameins Líkur á endurkomu innan árs Opin aðgerð Með þjarka 25% 22,5% Opin aðgerð 600 ml Með þjarka 100 ml 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 al voru nemar í læknisfræði og hjúkrunarfræði, því LSH er kennslu- sjúkrahús. Á stórum skjá var hægt að fylgj- ast með fimum fingrum þjarkans grípa í og klippa sundur vefi sem héldu blöðruhálskirtlinum. Einnig var brennt fyrir smáæðar á meðan losað var um líffærið. Stundum þurfti að klemma stærri æðar. Fing- ur þjarkans bentu þá á staðinn þar sem Rafn sagði fólkinu með klemmutöngina að festa hvítar plastklemmur. Þegar þurfti að sauma var rétt inn nál og saumur sem fingur þjarkans gripu og saum- uðu fimlega undir stjórn Rafns. Aðgerðin stóð í um tvær klukku- stundir. Þegar leið á tók tónlist Buena Vista Social Club við af píanó- leiknum. Dillandi salsa-tónlistin hafði greinilega áhrif á starfsfólk skurðstofunnar án þess þó að hafa áhrif á aðgerðartaktinn. Að lokum var blöðruhálskirtillinn laus frá eig- anda sínum. Dauðhreinsaður plast- poki var réttur inn í kviðarholið, kirtillinn settur í pokann og lokað fyrir. Pokinn var settur til hliðar á meðan þvagrásin var saumuð sam- an. Svo var vökva sprautað í gegn- um þvagrásina og upp í blöðru. Saumurinn hélt og ekkert lak svo blaðran var aftur tæmd. Aðgerða- þjarkinn var aftengdur og bakkað frá skurðborðinu. Gerður var lítill skurður á kviðvegginn og pokinn með blöðruhálskirtlinum tosaður út. Skurðurinn saumaður saman og gengið frá. Fyrstu aðgerð dagsins var lokið. Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvag- færaskurðdeildar LSH, sagði að- spurður að sjúklingurinn færi vænt- anlega á fætur síðar um daginn og yrði útskrifaður daginn eftir. Gott bókhald Hjúkrunarfræðingur skráði allt sem gert var.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.