Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 87
LYKILLINN AÐ FRÉTTUM SAMTÍMANS Mikilvægt rit eftir Magnús Þorkel Bernharðsson Öll meginstefin í nútímasögu Mið-Austurlanda Sett fram á yfirvegaðan og aðgengilegan hátt Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Um helgar 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA lagi festival-útgáfan, sem við förum núna af stað með, þar sem er meiri kraftur og nokkur gömul lög eftir mig í bland, þar sem við höfum útsett kóra eða strengi fyrir flautur. Við spilum sum rólegri laganna af Utopiu en sleppum öðrum. Á næsta ári mun ég síðan koma með lengra sjóv, út- gáfu sem er meira miðuð fyrir sali eins og Eldborg. Það sem við flytjum í Háskólabíói núna er frekar hressa hliðin.“ Á tónleikunum í kjölfar þarsíðustu plötu, Vulnicura, flutti Björk ásamt strengjasveit lögin af plötunni fyrir hlé en eldri lög eftir hlé; verður það eins nú? „Nú verður þetta blanda. Það er ekkert hlé á festival-sjóvinu, þetta er eitt rennsli um klukkutíma langt; þrjú eða fjögur gömul lög og svo up- beat lögin af Utopiu.“ Gott að fylgja árstíðunum Platan kom út í nóvember, fór Björk þá strax að huga að tónleika- ferð, sem næsta kafla verksins. „Ég hef aldrei gert þetta tvisvar eins. Ég trúi á það að reyna að gera plöturnar mínar eins ólíkar og hægt er. Í tvö ár gerði ég VR-útgáfu [„virt- ual reality“] af Vulnicuru, með „Björk Digital“-sýningunni, og við fórum með hana til fimmtán borga. Þegar við lukum því gerðum við mynd- böndin fjögur við Utopiu, ég var í því síðasta haust. Síðan kom platan út og ég fór í nokkuð gott jólafrí, byrjaði svo í febrúar rólega að hugsa um tón- leikana.“ Björk segir að oft leggist tónlistarmenn í tónleikaferðir strax efir útgáfu nýrra platna en margt hafi breyst með stafrænu bylting- unni, á því séu góðar hliðar og slæm- ar en þá sé um að gera að njóta góðu hliðanna. „Eitt af því er að maður getur, eins og ég núna, beðið með að túra þar til sex mánuðum eftir að platan kemur út. Maður ræður þessu bara sjálfur og það er gott fyrir fólk sem er í hug- myndavinnu eins og ég að fá að fara eftir eðlisávísuninni. Það er svo gott að fylgja árstíðunum með þessum hætti, fara í dvala í janúar, núna er svo komin ein páskalilja út um eyrað og þá fer ég í þennan gír. Í janúar er maður innhverfur og hleður batteríin en nú er komið að því að vera extró- vert. Mér finnst líka gaman að spila á festivölum á sumrin – ég hef gaman af þessum andstæðum. Annars vegar er Eldborg; rólegt og alvarlegt þar sem maður hlustar á þriggja tíma tónleika, og svo er andstæðan: festi- völ og sumar, allir úti og í geðveiku skapi. Rosa stemning.“ Búin með þann kafla Það hljómar eins og mikil skuld- binding fyrir alla að leggjast í tón- leikaferð sem stendur í tvö, þrjú ár, þótt það verði með hléum. „Með hverri plötu túra ég minna og minna,“ svarar Björk. „Með Bio- philiu fórum til til dæmis til tíu borga og vorum líka með þetta nám fyrir krakkana, tónlistarskóla, og vorum í mánuð í hverri borg – og tveir mán- uðir í frí á milli. Það var rosalegur lúxus fyrir gamlan poppara. Þetta tók í heild tvö ár en við vorum til dæmis í mánuð í Buenos Aires og komum svo heim í tvo mánuði, vorum í mánuð í París, heima í tvo; það var ekki þessi tætingur með tvö hundruð tónleikum á ári eins og við gerðum Sykurmolarnir í gamla daga. Það var ógeðslega gaman – en ég er búin með þann kafla! Við gerðum svipað í Vulnicuru- ferðinni; vorum alveg í mánuð fyrir ári í Mexíkóborg, spiluðum í Hörpu þeirra Mexíkóbúa, bara með strengjasveit, og vorum með VR- sýningu í ljósmyndasafninu þar, gömlu myndböndin mín voru sýnd í bíói, og svo spilaði ég á festivali úti í regnskóginum, með MIA, Arca og fleirum. Maður tók þá allan skalann í mánuð í einni borg og fór svo heim í tvo mánuði.“ Verður þetta á einhvern hátt svona næstu árin? „Já, svona fer maður í mismunandi borgir með mismunandi plötur; við getum búið einhvers staðar, farið á kaffihús og kynnst fólki, jafnvel sam- ið lög. Í gamla daga var maður bara eitthvert túrdýr í tvö ár og gat ekkert gert annað, ekki átt persónulegt líf, samið eða gert neitt annað, svo fór maður heim og samdi plötu og gerði ekkert annað í eitt ár. Nú hef ég lært að blanda þessu öllu saman og það er miklu fjölbreytilegra og skemmti- legra, meiri öndun á milli allra deild- anna.“ Afar takmarkað magn miða er í boði á tónleika Bjarkar í Háskólabíói 12. apríl og hefst miðasala kl. 12 á morgun, föstudag, á vefnum tix.is. Ljósmynd/Santiago Felipe Flauta „Þetta eru bestu flautuleikarar Íslands! Leika til dæmis með Sinfóní- unni,“ segir Björk um flautuleikarana sjö. Og blæs hér sjálf í flautu. MENNING 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Leikkonan Claire Foy fékk lægri laun fyrir leik sinn í þáttunum The Crown en mótleikari hennar Matt Smith, að því er dagblaðið The Guardian greinir frá. Foy leikur El- ísabetu II. Eng- landsdrottningu og Smith eiginmann hennar, Filipp- us prins, í þáttunum sem fjalla um drottninguna og fjölskyldu hennar. Netflix framleiðir þættina og hafa tvær seríur verið sýndar. Aðstoðar- framleiðendur þáttanna játuðu í pallborðsumræðum sem fram fóru í Jerúsalem í fyrradag að Foy hefði hlotið lægri laun en Smith og báru því við að Smith væri þekktari leik- ari eftir að hafa leikið í þáttunum Doctor Who. Framleiðendurnir sögðu að sömu mistöku yrðu ekki gerð í framtíðinni, að enginn fengi hærri laun en drottningin. Drottningin fékk minna en prinsinn Claire Foy og Matt Smith.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.