Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Þegar bresk yfirvöld rædduhvort fórna ætti pundinu fyrir
evru gekk á með greinum, við-
tölum og speki sér-
sanntrúaðra Bruss-
el dýrkara.
Grunntónn allra var
hinn sami. Bretar
myndu aldrei hafna
evrunni. Þeim væri
ljóst að þá „myndu
þeir einangrast, og
ekki eiga ekki
neina leið „að borð-
inu“.
Svo háskalegt sem það værimyndi hitt ráða úrslitum að
höfnuðu þeir evru væru þeir að
kveða upp dauðadóm yfir „City“,
breska fjármálahverfinu fræga.
Bretar myndu aldrei fórna því.
En eins og allir vita nú blómstr-aði City eftir að ákvörðun lá
fyrir. Og enn eru illspár uppi, eins
og eftirfarandi frétt sýnir:
Forseti framkvæmdastjórnarEvrópusambandsins, Jean-
Claude Juncker, sagði í Evrópu-
þinginu í dag að sá dagur kæmi að
Bretar myndu sjá eftir því að hafa
sagt skilið við sambandið.
Fram kemur á fréttavef breskadagblaðsins Daily Telegraph
að Juncker hefði áður en ummælin
féllu rifjað upp að rétt rúmt ár
væri þar til Bretland yfirgæfi Evr-
ópusambandið formlega.
Þingmenn Breska sjálfstæðis-flokksins (UKIP) fögnuðu þeg-
ar Juncker rifjaði þetta upp og
sagði þá forsetinn: „Sá tími mun
koma þegar þið munið sjá eftir
ákvörðun ykkar.“
Við því brugðust þingmennirnirmeð hlátrasköllum.
Jean Claude
-Juncker
Gamli brandarinn
virkar enn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.3., kl. 18.00
Reykjavík 6 alskýjað
Bolungarvík 2 alskýjað
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk -4 skýjað
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 3 heiðskírt
Kaupmannahöfn 1 þoka
Stokkhólmur -2 skýjað
Helsinki -3 skýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 8 rigning
Glasgow 10 rigning
London 11 léttskýjað
París 13 heiðskírt
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 4 skýjað
Berlín 5 skýjað
Vín 9 rigning
Moskva -1 léttskýjað
Algarve 17 skýjað
Madríd 12 rigning
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg -9 skýjað
Montreal 0 snjókoma
New York 1 léttskýjað
Chicago 0 heiðskírt
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:46 19:28
ÍSAFJÖRÐUR 7:52 19:32
SIGLUFJÖRÐUR 7:35 19:15
DJÚPIVOGUR 7:16 18:57
Boðað hefur verið til aðalfundar Spalar ehf. föstu-
daginn 23. mars nk. á Akranesi. Þetta verður síð-
asti aðalfundur félagsins. Reiknað er með því að
félagið afhendi ríkinu Hvalfjarðargöngin til eignar
síðsumars og í framhaldinu verður félaginu slitið.
Samkvæmt samningi ríkisins og Spalar á ríkið
að taka við rekstri Hvalfjarðarganga þegar öll lán
vegna þeirra hafa verið greidd upp. Það mun að
öllu óbreyttu gerast í júlí nk.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Spöl-
ur þrýst á ráðneyti fjármála og samgöngumála að
hefja viðræður við félagið um yfirtöku ríkisins á
göngunum. Að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarfor-
manns Spalar, hefur nú borist tölvupóstur þess
efnis að Vegagerðin eigi að leiða viðræður við Spöl
með það að leiðarljósi að þær hefjist sem fyrst.
Vegagerðin mun annast rekstur ganganna fyrir
hönd ríkisins. Þegar ríkið tekur yfir rekstur gang-
anna verður gjaldtöku hætt.
Spölur og ríkið sömdu árið 1995 um að félagið
myndi byggja og reka Hvalfjarðargöng. Þau voru
tekin í notkun í júlí 1998. Á þessum 20 árum hafa
um 34 milljón ökutæki farið um þau. sisi@mbl.is
Viðræður að hefjast um yfirtöku
Síðasti aðalfundur
Spalar í næstu viku
Morgunblaðið/Ernir
Sara Dögg
Jónsdóttir, sem
er í forsvari
fyrir lista Við-
reisnar í Garða-
bæ, segir að
forsvarmenn
þeirra lista sem
að undanförnu
hafi undirbúið
sameiginlegt
framboð í sveit-
arstjórnarkosningunum í vor, hafi
á fundi sínum í fyrrakvöld ákveð-
ið að ganga til samstarfs, jafn-
framt því sem fleiri hafi gengið
til samstarfsins.
Ákveðið var á fundinum að
Samfylking, Vinstri græn, Björt
framtíð, Viðreisn, Píratar, auk
„öflugra óháðra frambjóðenda“
eins og Sara Dögg orðaði það,
bjóði fram sameiginlegan lista.
Hinn sameiginlegi listi er ekki
frágenginn, en Sara Dögg sagði í
samtali Við Morgunblaðið í gær,
að listinn yrði væntanlega kynnt-
ur í næstu viku.
Miðflokkurinn mun bjóða fram í
Garðabæ, og leiðir María Grétars-
dóttir hann. Eins er talið næsta
víst að Framsóknarflokkurinn
bjóði fram í Garðabæ.
agnes@mbl.is
Sex bjóða
fram saman
í Garðabæ
Sara Dögg
Jónsdóttir
innbyggðum gufugleypi
SpAnhellubORðmeð
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
lOSnAðu Við hÁfinn
Þýska hönnunarfyrirtækið BORA hefur unnið til
margra verðlauna fyrir BORA spanhelluborðin sem eru
með innbyggðum gufugleypi. Sparaðu pláss njóttu
hreins lofts þegar þú eldar og losnaðu við fitu sem sest
um allt eldhús sem fylgir eldamennskunni.
ÞÝSK VeRðlAunAhönnun
Sjámyndbönd á friform.is
5 ára ábyrgð á öllum raftækjum
fRÁbÆR
nÝjung
enginn hÁfuR
eKKeRtVeSen
Opið:
Mán. - fim. kl. 09 til 18
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15