Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 76
76 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Magnús Ólafsson, framkvæmdastjóri Áltaks, á 60 ára afmæli ídag. Hann stofnaði fyrirtækið árið 1997 og er 21 starfsmaðurhjá fyrirtækinu. „Við erum leiðandi í formi klæðninga á
byggingamarkaðnum ásamt fullt af öðrum byggingalausnum. Við höf-
um séð um klæðningar hjá meira og minna öllu sem ÞG verk og Bygg
hafa verið að byggja, eins og Bryggjuhverfinu. Við sáum einnig um
klæðningar á álverinu á Grundartanga, Straumsvík og eins hinu hálf-
kláraða álveri í Helguvíkinni.“
Magnús rekur ásamt konu sinni Icegolf Travel sem sérhæfir sig í
lúxusgolfferðum. „Við leitum fyrst og fremst eftir því að bjóða upp á
staði sem hafa meiri sérstöðu og lúxus en aðrar ferðaskrifstofur hafa
upp á að bjóða, betri golfvelli, flottari hótel og betri mat. Við erum að
leita að því sem Spánn hefur ekki upp á að bjóða. Við erum næst með
ferðir til Mazagan í Marokkó, það verður ein ferð í vor og þrjár í haust.
Ég hef sjálfur ekki farið þangað en konan mín hefur verið þar.“
Eins og þetta sé ekki nóg þá er Magnús að byggja hótel í Land-
borgum ásamt félögum sínum. Það verður með 69 herbergjum og er
stefnt á að það verði klárt í maí 2019.
Magnús ætlar ekki að gera neitt sérstakt í dag í tilefni dagsins. „Ég
fer í uppskurð á morgun, er að láta skipta um mjöðm, svo afmælis-
veislan verður að bíða aðeins.“
Eiginkona Magnúsar er Dýrleif Arna Guðmundsdóttir verkfræð-
ingur og vinnur hún einnig hjá Áltaki. Dóttir þeirra er Erla María, en
fyrir á Magnús soninn Sigurberg og dóttir Dýrleifar er Íris Lóa Eskin.
Feðginin Magnús og Erla María á golfvellinum La Sella á Alicante.
Afmælisveislan
verður að bíða aðeins
Magnús Ólafsson er sextugur í dag
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða
Verð frá 17.900,-
BOURGIE Borðlampi
Verð frá 34.900,-
BATTERY
Borðlampi
Verð frá 19.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 36.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð
Verð 47.900,- stk.
TAKE Borðlampi
Verð 10.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi
Verð 54.900,-
S
igurður Þorkell Árnason
fæddist í Reykjavík 15.3.
1928 og ólst þar upp í
foreldrahúsum við
Framnesveginn í Vest-
urbænum.
Sigurður var í Miðbæjarbarna-
skólanum, lauk prófi á mótoronám-
skeiði Fiskifélags Íslands 1947,
fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1951,
farmannaprófi frá sama skóla 1953
og skipstjóraprófi frá varðskipa-
deild sama skóla 1955.
Sigurður var 14 ára er hann fór
fyrst til sjós: „Ég reri þá tvær ver-
tíðir hjá Metúsalem Jónssyni, út-
vegsbónda á Stafnnesi, á trillu sem
gekk fyrir bensínvél úr bifreið, en
við vorum á færi og línuveiðum.“
Sigurður var síðan háseti á varð-
skipum ríkisins og síðan á gamla
Drangajökli til 1953, var annar og
fyrsti stýrimaður á varðskipunum
Maríu Júlíu, Ægi I, Þór III og Sæ-
björgu á árunum 1953-59.
Sigurður varð skipherra á Óðni
II árið 1959 og varð síðan skipherra
á öllum helstu varðskipum land-
helgisgæslunnar og starfaði við all-
ar deildir Gæslunnar. Þá var hann á
flestum flugvélum og þyrlum Gæsl-
unnar. Hann er auk þess eini núlif-
andi skipherra Landhelgisgæsl-
unnar sem tók þátt í að verja
útfærslu landhelginnar í fjórar míl-
ur 1952, í 12 mílur 1959, í 50 mílur
1971 og í 200 mílur árið 1974. Hann
var því skipherra í öllum þorska-
stríðunum, 1959, 1971 og 1974.
Var þetta ekki svolítið tauga-
strekkjandi að vera að klippa und-
an breskum togurum undir vernd
breskra herskipa?
Sigurður Þ. Árnason, fyrrv. skipsherra hjá Gæslunni – 90 ára
Fjölskyldan Sigurður og Halldóra Edda með börnum sínum, Magnúsi Viðari, Steinunni Erlu og Jóni Viðari.
Var þátttakandi í
fjórum þorskastríðum
„Jú, minnstu ekki á það. Her-
skipin reyndu að smala togurunum
í hópa og gæta síðan hjarðarinnar
en þá tókum við auka hring, kom-
umst oft inn á milli og náðum að
klippa á togvírana. Herskipin
gengu meira en íslensku varðskipin
en við vorum yfirleitt mun liprari.
Klippurnar urðu mikilvægt vopn
sem reyndi á þolrif þeirra bresku.
Reyndar man ég ekki hvað við
klipptum á marga togara, en þetta
virkaði í baráttunni.“
Sigurður var sæmdur ensku
OBE-orðunni fyrir björgun skips-
hafnar af enska togaranum Nott
County 1974, sem strandaði við
Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi í
febrúar 1968, en þá var Sigurður
skipherra á Óðni. Hann var sæmd-
ur orðu frá bandaríska sjóhernum,
er riddari af den Kongelige Norske
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.