Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 55

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 mannsæmandi aflaverðmætum ef þorskurinn var tregur til en ufsinn var að gefa sig,“ segir í úttektinni. Stuðullinn getur reynst erfiður „Meðan verð fer hækkandi er þorskígildisstuðullinn að vinna með strandveiðisjómönnum þar sem hann er reiknaður út frá verði síð- asta árs.“ Um leið og verð fari lækkandi geri stuðullinn sjómönnum erfitt fyrir að fiska aukategundir, því verðmætin séu ekki nægilega mikil. „Þrátt fyrir að verð á ufsa hafi lækkað úr 164 kr/kg árið 2015 í 69 kr/kg árið 2017 breyttist þorskígild- isstuðullinn lítið, eða úr 0,81 í 0,79. Á fiskveiðiárinu 2017/18 er stuðull- inn 0,72. Ef borið er saman með- alverð á þorski og ufsa á strandveið- um hefði stuðullinn átt að vera 0,35. Þorskígildisstuðullinn reiknast þó einnig út frá aflaverðmætum sem fást frá öðrum veiðarfærum á ufsa. Verð fyrir ufsaafla frá öðrum veið- arfærum er enn nokkuð hátt og annað en verð til strandveiðisjóm- anna og því lækkar þorskígildis- stuðullinn ekki.“ Ánægja með kerfið dvínað Fram kemur að mikil ánægja hafi verið með strandveiðikerfið eftir fyrsta árið en ánægja með kerfið hafi síðan þá dvínað, sem verði að teljast eðlilegt þar sem fiskverð hafi lækkað mikið. Margt hafi þar áhrif en tveir veigamiklir þættir séu gengisstyrking krónunnar og for- sendubreytingar sem orðið hafi á ufsaveiðum innan kerfisins. „Markaðurinn hefur einnig lært inn á strandveiðikerfið og þekkt er að fyrstu vikur hvers mánaðar að sumri til hrúgast fiskur inn á mark- að frá strandveiðibátum sem leiðir til lækkunar verðs á mörkuðum,“ segir í úttektinni. Bátar á krók- aflamarki hafi þannig gjarnan beðið í höfninni á meðan þetta gengi yfir. Bent er á að strandveiðarnar séu eini hluti íslensks sjávarútvegs sem ekki sé að einhverju leyti markaðs- drifinn. Strandveiðisjómenn sitji því ekki við sama borð og aðrir þegar kemur að vali um það hvenær haldið skuli til veiða, með það að markmiði að skila sem verðmætastri afurð til lands. „Til að koma til móts við þetta er mikil umræða meðal strandveiði- sjómanna um að liðka um fyrir sjó- mönnum með því að taka upp viku- hámark, skipstjórar ráði hvaða daga veitt sé eða fara aftur í sókn- armark.“ Allt miði þetta að hagræðingu á veiðum þegar kreppir að strand- veiðiútgerð. „Langflestir strand- veiðisjómenn hafa líklega lent í því að þurfa að hætta í góðu fiskiríi af því að þeir voru að verða komnir með skammtinn,“ er enda fullyrt í niðurstöðum úttektarinnar. Meðaltekjur tæp milljón króna Einnig leiðir hún í ljós að hinn dæmigerði strandveiðisjómaður er karlmaður yfir 50 ára aldri, gerir út á bátnum sínum einn í áhöfn og er með 4 rúllur um borð. Þá hefur hann áður unnið í sjávarútvegi eða starfar þar samhliða strandveiðum. „Það tekur hann um 11 daga að gera bátinn tilbúinn til veiða, hann selur allan afla á markað og heildar- tekjur eftir vertíðina eru tæplega milljón krónur.“ Bent er á að eitt af yfirlýstum markmiðum með strandveiðikerfinu hafi verið að auka nýliðun í kerfinu. Fullyrt er að það virðist ekki hafa heppnast sem skyldi, en árið 2009 hafi 20% útgerðaraðila ekki verið viðloðandi útgerðarrekstur áður. Árið 2017 hafi hlutfallið verið 10%. Strandveiðikerfið hafi því ekki reynst vera sú brú fyrir nýliða inn í aflamarkskerfið sem vonast var eft- ir. Að sama skapi vari veiðarnar ekki nægilega lengi til að strand- veiðiútgerð sé raunhæfur atvinnu- möguleiki allt árið, og því sé hætt við að talað sé um strandveiðikerfið sem nokkurs konar sjómennsku áhugamanna. Fóru inn til að afla veiðireynslu Athygli vekur að vikið er að því í úttektinni að nokkrir aðilar sem rætt hafi verið við, í nokkurs konar bryggjuspjalli, nefndu að ein meg- inástæða þess að þeir hefðu upp- haflega farið í kerfið hefði verið til að afla veiðireynslu ef ske kynni að kerfið yrði aflagt og strandveiðisjó- mönnum úthlutað aflamarki byggðu á veiðireynslunni. Segir þá að jafnvel þó að strand- veiðar hafi ekki náð takmarki sínu með nýliðun innan greinarinnar, sé vert að hafa í huga að mikil sam- keppni ríki almennt um vinnuafl á Íslandi. „Strandveiðar hafa glætt margar litlar hafnir úti á landi sem áður höfðu tapað aflaheimildum nýju lífi og hafa veiðarnar hleypt mönnum inn sem sáu sér ekki fært að komast inn í kerfið eins og það var áður.“ Ferðamennskan framtíðin? Að lokum segir í úttektinni að erfitt sé að spá fyrir um framtíð- arhorfur strandveiða. Verð á ufsa sé enn lágt á mörkuðum og hafi lækk- að örlítið frá ágúst til september á síðasta ári. „Ef ekkert breytist varðandi meðafla verður ufsaafli því að öllum líkindum í lágmarki á komandi strandveiðum.“ Nokkur umræða hefur verið um það hvort tengja megi strandveiðar ferðaþjónustu, en þekkt er að ferða- menn heillast margir hverjir af sjarma strandveiðanna þegar þeir sjá lífið í kringum litlar hafnir. Fullyrt er hins vegar að ekki sé sjálfgefið að ferðamönnum verði leyft að borga fyrir að fara einn túr með strandveiðibát. „Strandveiðihafnir hafa misgott aðgengi að ferðamönnum og gæti slíkt líklega skapað aukatekjur fyrir sjómenn í höfnum þar sem það er gott. Undirbúa þyrfti reglur í kring- um þetta því ef slys verða við slíka ferðamennsku gæti það haft afdrifa- ríkar afleiðingar. Ljóst er því að skapa þyrfti gífurlega flókið reglu- verk til að sameina þetta tvennt og stangast það verulega á við einfald- leika strandveiðanna.“ Morgunblaðið/Alfons Finnsson Sjómennska Sagt er að hætt sé við því að talað sé um strandveiðikerfið sem nokkurs konar sjómennsku áhugamanna; veiðarnar vari ekki nógu lengi. Guðmundur Óskarsson fiskifræðing- ur flytur í dag erindið „Fimmtíu ár frá hruni íslenska vorgotssíldar- stofnsins – þróun stofnstærðar síðan þá“ á málstofu Hafrannsóknastofn- unar. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá stofnuninni verður málstof- an haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4. Hefst hún klukkan 12.30 og eru allir sagðir velkomnir, en henni verður jafnframt streymt á sérstakri You- Tube-rás stofnunarinnar. Þrír síldarstofnar hrundu Í ágripi Guðmundar segir að í lok sjöunda áratugar síðustu aldar hafi orðið hrun í þeim þremur síldar- stofnum, sem þá var að finna kring- um Ísland, einkum vegna ofveiði. „Íslenski sumargotsstofninn náði sér fljótlega á strik og norsk-íslenski vorgotssstofninn nokkru síðar, með- an íslenski vorgotsstofninn hefur ekki rétt úr kútnum.“ Fram kemur að íslenski sumar- gotsstofninn og norsk-íslenski vor- gotsstofninn hafi alla jafna haft sama útbreiðslusvæði og verið aðallega veiddir samhliða á haustin, og að- greindir út frá kynþroskastigi. Guðmundur greinir frá því að nið- urstöður aðgreiningar í gögnum úr afla og rannsóknaleiðöngrum á ár- unum 1962 til 2016 sýni að íslenski vorgotsstofninn sé enn til staðar. Hlutfall hans hafi verið á bilinu 13 til 33% á sjöunda áratugnum, en undir 5% öll ár síðan þá og að meðaltali að- eins 1,4% á tímabilinu 1970 til 2016. Einstakir árgangar hafi reynst stærri en aðrir, sem leitt hafi til smá- vægilegrar aukningar sum árin. Aukið hlutfall íslenska vorgots- stofnsins í afla í kringum árin 2004 og 2013 hafi átti sér stað samfara endurkomu norsk-íslenska vorgots- stofnsins inn á fæðusvæðin austan (~2004) og norðan Íslands (~2013). „Niðurstöðurnar styðja gamla til- gátu um að íslenski vorgotsstofninn myndi mögulega ekki ná sér á strik fyrr en norsk-íslenski vorgotsstofn- inn færi að ganga inn á Íslandsmið aftur, því þeir voru taldir skyldir stofnar og samgangur á milli þeirra.“ sh@mbl.is Niðurstöður styðja gamla til- gátu um síldina sem hvarf Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Síld í bátum í Reykjavíkurhöfn Hrun varð í síldarstofnunum þremur í lok sjöunda áratugarins. Íslenski vorgotsstofninn hefur ekki rétt úr kútnum. Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.