Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 12
„Hann var miklu meira
en tískuhönnuður,
hann skapaði
persónuleika,“
sagði leikkonan
Audrey Hepburn
um sinn góða vin,
Hubert de
Givenchy.
„Litli svarti kjóllinn”*
Nokkrir kjólar frá Hubert de Givenchy, franska tískuteiknaranum sem lést í vikunni, 91 árs
Kjólar frá Givenchy
Heimildir : AFP Photos/Philippe Huguen/Gerard Julien/JohnKennedy Presidential Library and Museum
* Sýningargripir á sýningu helgaðri ferli Givenchys í Calais, Frakklandi árið 2017
Klassísk hönnun frá 6. áratug
20. aldar
Skarlatsrauð ullarkápa*
Carla Bruni sýndi kjólinn í
París, 1994
Leikkonan Audrey Hepburn
klæddist kjólnum við frum-
sýningu myndarinnar
Breakfast at Tiffany’s 1961
Stíll sem Jacqueline Kennedy,
forsetafrú Bandaríkjanna, gerði
vinsælan á sjöunda áratugnum
Brúðarkjóll
Audrey Hepburn sýndi kjólinn
í Amsterdam, 1954
AFP
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Le Grand Hubert, eða Huberthinn mikli, var hann oftkallaður, enda hátt í tveirmetrar á hæð og býsna
myndarlegur. Fágaður þótti hann líka,
annálaður snyrtipinni og flottur í
tauinu til hinsta dags. Franski tísku-
hönnuðurinn Hubert de Givenchy lést
í vikunni, 91 árs gamall eftir langan og
farsælan feril. Trúlega er hann einna
frægastur fyrir að hafa hannað litla,
svarta kjólinn, sem Audrey Hepburn
skrýddist í kvikmyndinni Breakfast at
Tiffany’s árið 1961.
Samband þeirra Hepburn varði í
fjóra áratugi, en hún lést 1993. Hún
varð honum innblástur og átti stóran
þátt í því að nafn hans festist í sessi í
tískuheiminum, kvikmyndum – og
jafnvel mannkynssögunni, eins og
sumir vilja meina. Dýrðlegur klæðn-
aður Audrey Hepburn í Funny Face
frá 1957 og How to Steal a Million frá
1966 er mörgum ógleymanlegur.
Aristókratískasti tískuhönn-
uður Frakklands
Frægir viðskiptavinir eins og
Grace Kelly, Elizabeth Taylor og aðr-
ar kvenkyns goðsagnir hvíta tjaldsins
þóttu af öðrum bera í klæðum frá Gi-
venchy og sömuleiðis Jackie Kennedy,
forsetafrú Bandaríkjanna, sem var
ókrýnt tískutákn sjöunda áratugar lið-
innar aldar.
Ekkert lát hefur verið á aðdrátt-
arafli Givenchy-tískumerkisins í ár-
anna rás. Skemmst er að minnast fatn-
aðar Chadwick Bosemans, stjörn-
unnar í splunkunýrri mynd, Black
Panther, á rauða dreglinum við
Óskarsverðlaunaafhendinguna, og
annarrar að nafni Gal Gadot, sem lék
Wonderwoman í fyrra, og þykir alltaf
nokkuð smart.
Á vefsíðu BBC er Civenchy sagð-
ur aristókratískasti tískuhönnuður
Frakklands. Enda var hann af aðals-
fólki kominn. Honum var ætlað að
læra lögfræði, en eftir seinna stríð
tókst honum að fá fjölskyldu sína til
að samþykkja að hann elti frekar
drauma sína. Hann hafði mikla ástríðu
fyrir fötum og réðst til starfa hjá hin-
um framúrstefnulega tískuhönnuði,
Elsa Schiaparelli, sem hann starfaði
hjá þar til hann stofnaði sitt eigið há-
tískuhús 1952, aðeins 24 ára að aldri.
Tískutímaritið Vogue lofaði í hástert
fyrstu flíkurnar sem hann sýndi á
tískusýningu, sagði þær dásamlegar
og The New York Times Magazine
birti grein um hann með fyrirsögninni
Stjarna er fædd.
Einkennandi fyrir fyrstu tískulín-
una, Separates, sem hann tefldi fram á
sjónarsviðið, voru tvískiptar flíkur; efri
og neðri hlutar, sem hægt var að nota
sitt á hvað við alls konar annan fatnað.
Bettina-blússan, sem hann nefndi svo
til heiðurs fyrirsætunni Bettina Grazi-
ani, vakti einnig mikla hrifningu. Ekki
síst eftir að listamaðurinn René Gruau
málaði mynd af fyrirsætunni í þessari
hvítu blússu með pífuermunum.
Heimspeki einfaldleikans
Árið 1954 kynnti Givenchy til sög-
unnar skyrtukjólinn svokallaða, sem
var forveri pokakjólsins, sem hann
kom fram með árið 1957. Sama ár setti
hann einnig á markaðinn sitt fyrsta
ilmvatn, L’interdit, og fékk Audrey
Hepburn til að vera andlit þess. Til-
tækið vakti mikla athygli, enda í fyrsta
sinn sem heimurinn hafði séð fræga
kvikmyndaleikkonu í slíku hlutverki.
Ilmvatnið varð vitaskuld feikivinsælt.
Það var engin lognmolla í kring-
um Givenchy þegar hann var upp á sitt
besta. Í byrjun sjöunda áratugarins
hannaði hann og markaðssetti hús-
gagnaáklæði, hannaði hótel að innan
og meira að segja Ford Continental-
bíl.
Givenchy fór aldrei í launkofa
með að tískuhönnuðurinn Cristóbal
Balenciaga (1895-1972) væri hans fyr-
irmynd og lærifaðir. Að hætti Balen-
ciaga hafi hann tileinkað sér heimspeki
einfaldleikans.
Mesta blómaskeið Givenchy var
frá sjötta áratugnum og allt fram á
þann níunda. Hann hélt þó áfram að
hanna fatnað löngu eftir að hann seldi
tískuhúsið til Moet Hennessy-Louis
Vuitton árið 1988. Meðal þeirra sem
síðan hafa haldið þar um hönnunar-
taumana eru John Galliano, Alexander
McQueen og Riccardo Tisci.
Síðasta sýningin
„Ég hef hætt að hanna kjóla, en
ekki að gera uppgötvanir. Lífið er eins
og bók, hver og einn verður að vita
hvenær á að fletta blaðsíðunum,“ sagði
Givenchy við vini sína áður en hann
hélt sína síðustu haust- og vetrartísku-
sýningu 1995/1996.
Eftir að hann dró sig í hlé mætti
hann annað slagið á viðburði sem
haldnir voru honum og lífsstarfi hans
til heiðurs.
„Tákn „parísks“ glæsileika í
meira en hálfa öld,“ voru eftirmæli
talsmanna Givenchy-tískuhússins um
stofnanda þess. „Einn af þeim skap-
andi mönnum sem komu París á há-
tind tískuheimsins á sjötta áratugn-
um,“ sagði viðskiptajöfurinn Bernard
Arnault, yfirmaður LVMH-fyrir-
tækisins, sem núna á Givenchy.
Franski tískuhönnuður-
inn Hubert de Givenchy
lést í vikunni, 91 árs
gamall. Þótt hann hafi
unnið sér margt til frægð-
ar er hann kannski
þekktastur fyrir að hafa
hannað litla, svarta
kjólinn, sem Audrey
Hepburn skrýddist
í kvikmyndinni
Breakfast at Tiffany’s.
Tískustjarna hverfur á braut
AFP
2018 Gal Gadot í Civenchy-kjól við
Óskarverðlaunaafhendinguna.
Sígildur Litli
svarti kjólinn lék
stórt hlutverk í
Breakfast at Tiff-
any’s árið 1961.
Bettina Listamaðurinn René Gruau
málaði fræga mynd af fyrirsætunni
Bettina Graziane í hvítri blússu með
pífuermum eftir Givenchy.
Til Audrey með ástarkveðju Givenchy mætti á sýn-
inguna To Audrey With Love, sem haldin var í Gemeente-
safninu í Haag í Hollandi árið 2016.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Upplifunarreif, eða skynjunarreif,
nefnist viðburður sem Fischer, ný
búð í Grjótaþorpinu, efnir til kl. 16-18
í dag, fimmtudaginn 15. mars. Þar er
lögð áhersla á að örva allar skynjanir,
skoða hugmyndir um skynjun og tek-
ur vöruúrvalið mið af því. Gestum er
drekkt í ilmi, tónlist, áferð, bragði og
myndum og boðið í ferðalag um búð-
ina í tilefni Hönnunarmars.
Ilmur, tónlist og áferð
Skynjunarreif
í Fischer
Gestgjafar Lilja Birgis, Jón Þ. Birgis-
son, Ingibjörg Birgisdóttir, Sindri M.
Sigfússon, Kjartan Holm, Alex Somers.
H V Í T T S Ú K K U L A Ð I E G G