Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 82
VIÐTAL
Hildur Loftsdóttir
Árni Sæberg
„Við nálgumst þetta allt frá opnu
formi djassspunans og frelsislög-
málum djassins þannig að hver flutn-
ingur er einstakur. Þetta er mjög in-
tens því hver einasta upptaka þarf að
virka,“ segir Jóel Pálsson saxófón-
leikari þar sem við fengum að heim-
sækja hann í Sundlaugina í Álafoss-
kvosinni meðan á upptökum nýjustu
plötu hans stóð. Við læðumst inn úr
sólinni og göngum varlega eftir
bökkum laugarinnar á meðan tónlist-
armennirnir pæla í hvort þeir eigi að
enda lagið á átta töktum í es-moll.
Fyrsta platan með söngvara
„Það er gott að vinna hér, en það
eru ekki mörg stúdíó sem koma til
greina til að taka upp lifandi tónlist.
Við þurfum allir að vera eins ein-
angraðir og við getum, svo það leki
sem minnst á milli hljóðfæranna. Þá
hefur hljóðmaðurinn betri stjórn á
hverju og einu hljóðfæri, þannig að
það verður auðveldara að hljóð-
blanda eftir á,“ útskýrir Jóel sem
fékk með sér á plötuna Eyþór Gunn-
arsson á hljómborð, Valdimar Kol-
bein Sigurjónsson á bassa og Einar
Scheving á slagverk; menn sem hann
hefur unnið ótal sinnum með áður.
Þetta er sjöunda platan sem Jóel
gefur út með sínum eigin lögum, en
hann er nú í fyrsta skipti að vinna
með texta og söng. Hann fékk tón-
listarmanninn Valdimar Guðmunds-
son til að syngja fyrir sig ljóð eftir
skáldin Þórarin Eldjárn, Gerði
Kristnýju, Gyrði Elíasson, Sigur-
björgu Þrastardóttur og Braga
Ólafsson.
„Þetta kom til mín óvænt. Ég sat
við píanóið heima og var að spila
hugsunarlaust. Síminn minn var á
nótnapúltinu og þá kom Þórarinn
upp á facebook þar sem hann var
með ljóðaviðrun; var að viðra eftir sig
gamalt ljóð. Þarna birtist ljóðið
„Geigun“ á skjánum hjá mér. Mér
fannst það flott og spilaði með og lag-
ið varð eiginlega til á sama tíma og ég
las ljóðið,“ segir Jóel.
„Mér fannst þetta eitthvað grun-
samlega auðvelt, hahaha, og vildi
„Kom til mín óvænt“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í hljóðverinu Sund-
lauginni hugsa menn
um „triplet feel“ og
landið sitt sem út-
breidda banasæng í
sömu andránni. Jóel
Pálsson og djassfélagar
hans tóku upp plötuna
Dagar koma, og kemur
hún út í dag.
Í fyrsta sinn Sjöunda plat-
an sem Jóel sendir frá sér
með eigin tónsmíðum, er sú
fyrsta með textum og söng.
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is