Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekkert lát er á þeirri ólgu sem komin
er upp innan verkalýðshreyfingarinn-
ar eftir sigur Sólveigar Önnu Jóns-
dóttur og B-listans í stjórnarkjörinu í
Eflingu á dögunum. Forystumenn
VR og Eflingar, tveggja stærstu
stéttarfélaga landsins, Verkalýðs-
félags Akraness og Framsýnar eiga í
stöðugum samtölum sín á milli og
ekki fer á milli mála að innan þess
hóps er farið að ræða um undirbúning
hallarbyltingar á ASÍ-þinginu í októ-
ber. Reynt er að ná saman meirihluta
til að breyta forystu sambandsins.
Þó að formenn stefni að þessu ligg-
ur ekkert fyrir um hversu víðtækan
stuðning þeir eiga innan félaganna.
Er langt í frá víst að verkalýðsforingj-
arnir fái nægan fjölda þingfulltrúa á
sitt band í haust þó félögin séu með
meirihluta félagsmanna að baki sér.
Aðildarfélög ASÍ kjósa fulltrúa á
þingið í samræmi við stærð þeirra og
hlutfall af fjölda fullvinnandi fé-
lagsmanna. Á þingið mæta þrjú
hundruð fulltrúar launafólks af öllu
landinu, sem kosnir eru af félögunum,
m.a. úr stjórnum og trúnaðarráðum
og sýnir sagan að þeir hafa ekki alltaf
fylgt línum forystunnar í kosningum.
B-listi Sólveigar Önnu sem vann
sigur í stjórnarkjörinu í Eflingu
myndar helming stjórnar þess félags.
Meiri óvissa er um hversu víðtæks
stuðnings Ragnar Þór nýtur í stjórn
VR en eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær náðu tveir yfirlýstir
stuðningsmenn hans kjöri í kosning-
um til sjö sæta í 15 manna stjórn fé-
lagsins. VR hefur þá sérstöðu meðal
stærstu stéttarfélaga landsins að for-
maður félagsins er ekki kosinn af lista
en hann er um leið starfsmaður fé-
lagsins og hefur því sterka stöðu sem
talsmaður þess út á við. Ekki eru
boðnir fram listar í stjórnarkjöri held-
ur er um einstaklingsframboð að
ræða.
Viðkvæmt jafnvægi
Félagsmenn í ASÍ eru um 123 þús-
und í fimm landssamböndum og 48
aðildarfélögum auk fjölda deilda um
land allt. Þar af eru ríflega 110 þús-
und virkir á vinnumarkaði.
Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræð-
ingur bendir á í Sögu Alþýðusam-
bands Íslands að jafnvægið innan
sambandsins hafi oft verið viðkvæmt.
Stærstu félög og landssambönd hafa
stundum þurft að sætta sig við aðrar
niðurstöður í kosningum en þau sótt-
ust eftir. Forsetar ASÍ komu allt frá
1992 til 2006 úr röðum iðnaðarmanna.
Rifjað er upp að þegar Grétar Þor-
steinsson var kjörinn 1996 voru
fulltrúar Verkamannasambandsins
(forvera Starfsgreinasambandsins)
mjög áfram um að fá fulltrúa úr sín-
um röðum kjörinn en svo varð þó ekki
og fulltrúar VR voru einnig óánægðir
með sinn hlut á þinginu.
ASÍ
BHM
BSRB
KÍ
Aðrir
Almennur
vinnumarkaður
Ríki
Sveitarfélög
64.391
félagsmenn
52,3%
vægi innan ASÍ
35.911 félagsmenn
58,4% vægi innan SGS
Fjögur félög innan LÍV og SGS
stilla saman strengi:
Flóabandalagið:
Efling, Hlíf, VFSK og SV
ASÍ og vinnumarkaðurinn
VR: 32.868 31.523 félagsmenn32.868 félagsmenn
51,2% vægi innan SGS84,6% vægi innan LÍV
LÍV
Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna
38.847
félagsmenn
RSÍ
Rafiðnaðarsam-
band Íslands
4.942
félagsmenn
Samiðn
Samband
iðnfélaga
6.769
félagsmenn
SSÍ
Sjómannasam-
band Íslands
1.810
félagsmenn
SGS
Starfsgreinasamband Íslands
61.473
félagsmenn
Félög með
beina aðild
8.704
félagsmenn
123.045 félagsmenn, 5 landssambönd og 48 stéttarfélög eru innan ASÍ
110.661 félagsmaður er virkur á vinnumarkaði
Landssambönd:
Heildarsamtök
launafólks
LaunagreiðendurVR
Efling
Eining-Iðja
Félag iðn- og tæknigreina (FIT)
AFL starfsgreinafélag Austurlands
Vl. og sjóm.fél. Keflavíkur og nágr.
Hlíf
VM
Efling: 27.737
VLFA: 1.981
Framsýn: 1.805
Fjöldi félagsmanna í 8 stærstu stéttarfélögum innan ASÍ Samsetning vinnumarkaðarins í heild
32.868
27.737
7.563
4.400
3.625
3.560
3.504
3.349
72%
15%
13% 46%
7%
7%
10%
30%
Heimild: Ríkissáttasemjari
Heimild: ASÍ og vefsíður stéttarfélaga
ASÍ
Alþýðusamband Íslands
Andóf og hjaðningavíg í uppsiglingu?
Óvíst er hvort verkalýðsforingjar sem vilja fella forseta ASÍ geti reitt sig á nægan fjölda þingfulltrúa