Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekkert lát er á þeirri ólgu sem komin er upp innan verkalýðshreyfingarinn- ar eftir sigur Sólveigar Önnu Jóns- dóttur og B-listans í stjórnarkjörinu í Eflingu á dögunum. Forystumenn VR og Eflingar, tveggja stærstu stéttarfélaga landsins, Verkalýðs- félags Akraness og Framsýnar eiga í stöðugum samtölum sín á milli og ekki fer á milli mála að innan þess hóps er farið að ræða um undirbúning hallarbyltingar á ASÍ-þinginu í októ- ber. Reynt er að ná saman meirihluta til að breyta forystu sambandsins. Þó að formenn stefni að þessu ligg- ur ekkert fyrir um hversu víðtækan stuðning þeir eiga innan félaganna. Er langt í frá víst að verkalýðsforingj- arnir fái nægan fjölda þingfulltrúa á sitt band í haust þó félögin séu með meirihluta félagsmanna að baki sér. Aðildarfélög ASÍ kjósa fulltrúa á þingið í samræmi við stærð þeirra og hlutfall af fjölda fullvinnandi fé- lagsmanna. Á þingið mæta þrjú hundruð fulltrúar launafólks af öllu landinu, sem kosnir eru af félögunum, m.a. úr stjórnum og trúnaðarráðum og sýnir sagan að þeir hafa ekki alltaf fylgt línum forystunnar í kosningum. B-listi Sólveigar Önnu sem vann sigur í stjórnarkjörinu í Eflingu myndar helming stjórnar þess félags. Meiri óvissa er um hversu víðtæks stuðnings Ragnar Þór nýtur í stjórn VR en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær náðu tveir yfirlýstir stuðningsmenn hans kjöri í kosning- um til sjö sæta í 15 manna stjórn fé- lagsins. VR hefur þá sérstöðu meðal stærstu stéttarfélaga landsins að for- maður félagsins er ekki kosinn af lista en hann er um leið starfsmaður fé- lagsins og hefur því sterka stöðu sem talsmaður þess út á við. Ekki eru boðnir fram listar í stjórnarkjöri held- ur er um einstaklingsframboð að ræða. Viðkvæmt jafnvægi Félagsmenn í ASÍ eru um 123 þús- und í fimm landssamböndum og 48 aðildarfélögum auk fjölda deilda um land allt. Þar af eru ríflega 110 þús- und virkir á vinnumarkaði. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræð- ingur bendir á í Sögu Alþýðusam- bands Íslands að jafnvægið innan sambandsins hafi oft verið viðkvæmt. Stærstu félög og landssambönd hafa stundum þurft að sætta sig við aðrar niðurstöður í kosningum en þau sótt- ust eftir. Forsetar ASÍ komu allt frá 1992 til 2006 úr röðum iðnaðarmanna. Rifjað er upp að þegar Grétar Þor- steinsson var kjörinn 1996 voru fulltrúar Verkamannasambandsins (forvera Starfsgreinasambandsins) mjög áfram um að fá fulltrúa úr sín- um röðum kjörinn en svo varð þó ekki og fulltrúar VR voru einnig óánægðir með sinn hlut á þinginu. ASÍ BHM BSRB KÍ Aðrir Almennur vinnumarkaður Ríki Sveitarfélög 64.391 félagsmenn 52,3% vægi innan ASÍ 35.911 félagsmenn 58,4% vægi innan SGS Fjögur félög innan LÍV og SGS stilla saman strengi: Flóabandalagið: Efling, Hlíf, VFSK og SV ASÍ og vinnumarkaðurinn VR: 32.868 31.523 félagsmenn32.868 félagsmenn 51,2% vægi innan SGS84,6% vægi innan LÍV LÍV Landssamband íslenzkra verzlunarmanna 38.847 félagsmenn RSÍ Rafiðnaðarsam- band Íslands 4.942 félagsmenn Samiðn Samband iðnfélaga 6.769 félagsmenn SSÍ Sjómannasam- band Íslands 1.810 félagsmenn SGS Starfsgreinasamband Íslands 61.473 félagsmenn Félög með beina aðild 8.704 félagsmenn 123.045 félagsmenn, 5 landssambönd og 48 stéttarfélög eru innan ASÍ 110.661 félagsmaður er virkur á vinnumarkaði Landssambönd: Heildarsamtök launafólks LaunagreiðendurVR Efling Eining-Iðja Félag iðn- og tæknigreina (FIT) AFL starfsgreinafélag Austurlands Vl. og sjóm.fél. Keflavíkur og nágr. Hlíf VM Efling: 27.737 VLFA: 1.981 Framsýn: 1.805 Fjöldi félagsmanna í 8 stærstu stéttarfélögum innan ASÍ Samsetning vinnumarkaðarins í heild 32.868 27.737 7.563 4.400 3.625 3.560 3.504 3.349 72% 15% 13% 46% 7% 7% 10% 30% Heimild: Ríkissáttasemjari Heimild: ASÍ og vefsíður stéttarfélaga ASÍ Alþýðusamband Íslands Andóf og hjaðningavíg í uppsiglingu?  Óvíst er hvort verkalýðsforingjar sem vilja fella forseta ASÍ geti reitt sig á nægan fjölda þingfulltrúa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.