Morgunblaðið - 15.03.2018, Qupperneq 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Víkingamálmsveitin Skálmöld birti í
vikunni dularfulla mynd í borða
Facebook-síðu sinnar með dagsetn-
ingunum 24. og 25. ágúst 2018 og
hafa eflaust margir aðdáendur reytt
hár sitt og jafnvel skegg yfir því að
vita ekki hvað til stendur. Nú hefur
svar fengist við þeirri spurningu,
Skálmöld mun þá daga halda stór-
tónleika í Eldborgarsal Hörpu með
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karla-
kór Reykjavíkur, kammerkórnum
Hymnodiu og barnakór Kársnes-
skóla, líkt og hún gerði svo eftir-
minnilega í nóvemberlok árið 2013.
Tónleikarnir voru þá þrennir og
málmvísindamaður Morgunblaðsins,
Orri Páll Ormarsson, lýsti þeim er
hann sat sem „málmmessu áratug-
arins“.
Plöturnar orðnar fjórar
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleik-
ari og textasmiður Skálmaldar, segir
tónleikana verða með svipuðu sniði
þar sem sömu kórar syngi með sveit-
inni og Sinfóníuhljómsveit Íslands en
hins vegar verði efnisskráin ekki sú
sama. „Við erum enn að setja saman
efnisskrána en við erum búnir að
gefa út tvær plötur frá því við gerð-
um þetta síðast og núna eru plöt-
urnar því orðnar fjórar. Við fengum
Harald V. Sveinbjörnsson aftur til að
útsetja – maður skyldi ekki breyta
því sem er frábært – og ætli það
verði ekki álíka mörg lög af hverri
plötu,“ segir Snæbjörn. Um helm-
ingur efnisskrárinnar verði með lög-
um sem flutt voru í Eldborg fyrir
fimm árum og hinn helmingurinn af
plötunum tveimur sem bæst hafa við
frá þeim tíma.
Á leið í hljóðver
Og Snæbjörn lumar á fleiri frétt-
um. „Við erum að fara í stúdíó um
helgina að taka upp nýja plötu,“ seg-
ir hann og að mögulega muni því lög
af henni bætast við efnisskrá tón-
leikanna í ágúst.
– Hvert verður efni þeirrar plötu?
Snæbjörn hlær og virðist lítið geta
sagt á þessu stigi máls. „Ég veit það
ekki nógu vel sjálfur,“ segir hann
sposkur og að lagatextarnir séu enn
ósamdir. „Þeir eru alltaf síðastir,“
Skálmöld snýr
aftur í Eldborg
Tónleikar með SÍ og ný plata
frekar ólík flestum fyrri uppfærsl-
um, þessi sýning er miklu viðameiri
því Rocky Horror-söngleikurinn er
yfirleitt settur upp á frekar einfald-
an hátt,“ segir leikstjórinn Marta og
spyr leikmyndahönnuðinn, Ilmi,
hvort hún taki ekki undir það. Jú,
Ilmur gerir það.
Marta segir uppfærslur á Rocky
Horror oftast frekar pönkaðar og
einfaldar en að sú sem er í Borgar-
leikhúsinu verði mun flóknari, leik-
myndin umfangsmikil og mikið um
skiptingar. Ilmur bætir við að stuðið
sé auk þess miklu meira. „Það er bú-
ið að þenja sýninguna miklu meira
út, heim hennar,“ útskýrir Marta.
Rocky Horror hafi upphaflega verið
jaðarsýning.
„Richard O’Brien fékk ekki hlut-
verk í Jesus Christ Superstar, fór
heim í fýlu og skrifaði Rocky Horr-
or,“ rifjar Ilmur upp. „Þetta er hans
persónulega saga og það er það sem
gerir hana að því sem hún er. Þetta
flæddi út úr honum.“
Upphafning Frank-N-Furters
„Leikmyndin er mjög innblásin af
Páli Óskari og auðvitað alls konar
vísunum, úr B-hryllingsmyndum og
alls konar gömlum dívum eins og
Gretu Garbo og Marlene Dietrich, í
raun því sem er draumur Páls Ósk-
ars,“ segir Ilmur.
– Og kannski um leið draumur
leikmyndahönnuðarins?
„Já, já, minn draumur og í raun
einhvers konar upphafning. Frank-
N-Furter sér sig, að einhverju leyti,
sem eins konar guð og það verður
honum að falli að lokum. Leik-
myndin er mjög innblásin af þessu,
upphafningu og allt gert til að upp-
hefja Frank-N-Further.“
Marta segir Pál Óskar hafa haft
mikil áhrif á uppfærsluna. „Samtalið
við hann hafði mikil áhrif og veitti
okkur öllum innblástur. Rocky
Horror stendur honum mjög nærri á
svo margan hátt þannig að hans til-
lögur voru mjög mikilvægar. Hann
er mikill listamaður og það er mjög
merkingarþrungið að hann sé
Frank-N-Furter í þessari sýningu.“
– Svo tengist verkið jaðarhópum,
m.a. samkynhneigðum og transfólki?
„Já og á sínum tíma var þetta líka
uppreisn gegn ákveðnum gildum,
þeim gildum að við hegðum okkur öll
á ákveðinn hátt, eigum maka af
gagnstæðu kyni, giftum okkur og
kaupum hús og bíl. Þetta eru mót-
mæli gegn því og að einhverju leyti
er barátta samkynhneigðra líka bar-
átta gegn þessum viðteknu gildum.
Að því leyti til hefur verkið mjög
mikla merkingu og Páll Óskar hefur
rutt stóra og mikla braut og því
hangir þetta í raun saman. Og hann
hefur sagt ótrúlega skemmtilegar
sögur af því þegar hann sá Rocky
Horror í fyrsta skipti, að ég held 13
ára og það var ákveðin uppreisn hjá
honum í því að taka þá mynd úti á
vídeóleigu í stað þess að leigja sér
hasarmynd. Það var hans uppreisn,“
segir Ilmur og brosir.
Á enn brýnt erindi
Marta segir verkið ádeilu á kassa-
fólkið og að það setji spurningar-
merki við þau gildi sem enn sé lifað
eftir. Á tímum hægrisveiflu, Trump-
isma og fordóma, m.a. gagnvart
samkynhneigðum og transfólki, eigi
verkið sannarlega enn brýnt erindi.
Ilmur bætir við að fólk virðist búa
yfir hjarðeðli og í óöryggi sínu og
ótta leiti það í einhvers konar festu,
vilji hafa hlutina á hreinu og að aðrir
fari sömu leið.
Talið berst aftur að leikmyndinni
og Ilmur er spurð að því hver sé
helsta áskorunin við gerð hennar.
Kannski sú að breyta kastala í geim-
skip? Ilmur hlær. „Það er allt hægt á
sviði, þetta er svo afstætt og ab-
strakt sem er svo æðislegt. Það sem
er á sviðinu í því tilfelli er bara kast-
ali, hann er inni og úti á sama tíma,“
svarar hún. Helsta áskorunin sé að
leikmyndin hafi nógu mikla reisn til
að hæfa dívunni, Páli Óskari í hlut-
verki Frank-N-Furter.
– Er Páll Óskar alltaf að skipta um
búninga?
Ilmur og Marta hlæja báðar. „Já,
já, mjög mikið verið að skipta um
búninga og allir eru að skipta mjög
mikið um búninga. Það eru margir
búningar og mikið af öllu,“ segir
Marta brosandi. „Þeir eru svo rosa-
lega efnislitlir að það getur verið
snúið að komast í þá,“ segir hún kím-
in. Einn sé svo götóttur að Páll Ósk-
ar þurfi aðstoð við að komast í hann.
„Ég held að við séum öll svolítið
mikið að leika okkur, okkur finnst
þetta ótrúlega gaman,“ segir Ilmur
um sýninguna. „Maður finnur fyrir
erindi verksins þegar maður er að
vinna þessa sýningu og ákveðnu
Draumur Páls Óskars
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Fjör Páll Óskar með heiminn í höndum sér í söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur annað kvöld.
Söngleikurinn Rocky Horror sýndur í Borgarleikhúsinu Páll Óskar leikur Frank-N-Furter og
veitti öllum sem koma að sýningunni mikinn innblástur Hugvíkkandi verk, segir leikstjórinn
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rocky Horror, hinn sívinsæli söng-
leikur Richard O’Brien, verður
frumsýndur í nýrri uppfærslu Borg-
arleikhússins annað kvöld í leik-
stjórn Mörtu Nordal. Páll Óskar
Hjálmtýsson snýr aftur í hlutverki
klæðskiptingsins, vísindamannsins
og geimverunnar Frank-N-Furter
sem hann lék fyrir 27 árum í upp-
færslu Menntaskólans við Hamra-
hlíð á verkinu, eins og frægt er, og í
öðrum hlutverkum eru Arnar Dan
Kristjánsson, Björn Stefánsson,
Brynhildur Guðjónsdóttir, Haraldur
Ari Stefánsson, Katla Margrét Þor-
geirsdóttir, Vala Kristín Eiríksdótt-
ir, Valdimar Guðmundsson, Valur
Freyr Einarsson og Þórunn Arna
Kristjánsdóttir. Ilmur Stefánsdóttir
hannar leikmynd, Filippía Elísdóttir
búninga og gervi, um þýðingu verks-
ins sá Bragi Valdimar Skúlason og
danshöfundur er Lee Proud. Jón
Ólafsson leiðir svo fimm manna
hljómsveit sem er allan tímann á
sviði og má geta þess að tónlistar-
konan Lay Low plokkar bassann.
Umfangsmikil uppfærsla
Í söngleiknum segir af kærustu-
parinu Brad og Janet sem þurfa að
leita skjóls í skuggalegum kastala
úti í sveit í vonskuveðri eftir að
springur á bílnum þeirra. Þar kynn-
ast þau vægast sagt einkennilegum
hópi fólks; Furter fyrrnefndum,
þjónustuliði hans og hinu guðdóm-
lega vöðvatrölli Rocky sem er sköp-
unarverk Furter. Brad og Janet eru
sakleysið uppmálað í fyrstu en glata
því þegar fjör færist í leikinn.
Söngleikurinn var frumsýndur í
Royal Court-leikhúsinu í London ár-
ið 1973 og tveimur árum síðar var
frumsýnd kvikmyndin gerð eftir
honum og hafa bæði söngleikurinn
og kvikmyndin notið mikilla vinsæla
allar götur síðan.
„Ég held að þessi uppfærsla sé
mánudaginn 19. mars, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
fimmtudag og föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16,
sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17
Karólína
Lárusdóttir
Listmunauppboð nr. 109
Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags
Karólína
Lárusdóttir
Þo
rv
al
du
rS
kú
la
so
n