Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
LOK
Á POTTA
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKA 1
SÍMI 777 2000
Video upptökuvél
Glæný og ónotuð Canon EOS
C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-
legt verð (479.900). Selst á 330.000.
Vídeó upptökuvél Canon XA 35.
Stór rafhlaða. Upphaflegt verð
(319.900). Selst á 200.000. Keyptar í
Nýherja / Origo í Borgartúni 37.
Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma:
833-6255 og 899 8325
Til sölu
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Byggingavörur
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf
verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl 2018,
kl. 20:00 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ.
Dagskrá
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt
15. grein samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn
til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Þróunarmál - Aukin söluverðmæti ullar
(grófleiki og ný flokkun).
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á
skrifstofunni í Mosfellsbæ viku fyrir aðal-
fund hluthöfum til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í
Mosfellsbæ á fundardag.
Mosfellsbæ, mars 2018.
Stjórn ÍSTEX hf.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og gönguhópurinn leggur af
stað kl. 10.50. Myndlist kl. 13 og söngfuglarnir mæta til okkar kl. 13 og
æfa í matsalnum fram að kaffi. Bókmenntaklúbburinn mætir í hús kl.
13.15, kaffið á sínum stað kl. 14.30 og allir velkomnir í brauð og kökur.
Árskógar Smíðastofan er lokuð. Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund
Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.
Myndlist með Elsu kl. 13-17. Stiklur kl. 14. Opið fyrir innipútt. Hádegis-
matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir vel-
komnir. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Vítamín í Valsheimilinu kl. 9.30-11.30. Bókband kl. 13-16. Bóka-
bíllinn kemur kl. 14.30. Kvikmyndasýning kl. 13, allir hjartanlega vel-
komnir. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut18-20 Söngstund með Sigrúnu Erlu kl. 14.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverkstofa kl. 9. Vítamín í
Valsheimili kl. 9.30. Postulínsmálun kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opin handavinna frá kl. 9-12, bókband kl.
9-13, Vítamín í Valsheimili kl. 10-11.15, fjölbreytt og skemmtileg hreyfing
fyrir alla. Rúta til og frá Valsheimili fer frá Vitatorgi kl. 9.45. Ókeypis og
öllum opið. Boðið upp á kaffi í lokin. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30.
Bíó; Sigla Himinfley, seinni hluti kl. 12.45, handavinnuhópur kl. 13.30-
16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.:30. Velkomin á Vitatorg, s. 411-9450.
Flatahrauni 3 Vorgleði og dans verður í Hraunseli Flatahrauni 3,
Hafnarfirði, föstudaginn 16. mars. Dansbandið leikur fyrir dansi frá kl.
20. Miðaverð 1500 kr. Allir hjartanlega velkomnir.
Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Qi gong Sjá-
landi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Karlaleikfimi í Sjálandi kl. 11. Stólaleikfimi í Sjálandi kl. 11.50. Botsía í
Sjálandi kl. 12.10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Málun í Kirkju-
hvoli kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 13, vöfflukaffi í Jónshúsi.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Leikfimi Maríu kl. 10-
10.45. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist kl. 13-16.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók-
band, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 14 Gjábakkagleðin, sam-
söngur við undirspil, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10
myndlist.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10. Handavinna /
brids kl. 13. Línudans kl. 16.30. Jóga kl. 18.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30.
Ættir og örnefni kl. 13, spjallhópur sem ræðir ættir og æskuslóðir,
allir velkomnir að vera með. Brids kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, opin vinnustofa frá
kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, hádegismatur kl. 11.30.
Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320,
hársnyrting 517-3005.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kl. 12 í dag, eldri borgarar koma
saman og eiga notalega stund. Súpa og brauð, söngur, hugvekja og
notalegt samfélag. Allir eldri borgarar eru innilega velkomnir.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, boðið upp á kaffi. Málað á steina með Júllu kl. 9-12, leikfimi með
Guðnýju kl. 10-10.45, Listasmiðjan er öllum opin frá kl. 12.30, hádegis-
matur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs). Sönghópur Hæðar-
garðs kl. 13.30-14.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, línudans með Ingu kl.
15-16. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í s. 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogsundlaug, tölvuráðgjöf kl.
9 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll styrktar og jafnvægis-
æfingar kl. 11 í dag, allir velkomnir. Skákhópur Korpúlfa kl. 12.30 í
Borgum í dag, tréútskurður á Korpúlfsstöðum frá kl. 13 í dag, botsía
kl. 16 í dag í Borgum.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10.30-11, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 9-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjall-
tækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Botsía kl. 13.15 á sléttum vikum. Allir eru hjart-
anlega velkomnir í Selið. Nánari uppl. hjá Maríu Helenu í s. 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15. Bókband Skólabraut kl. 9.
Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kvennaleikfimi í
Hreyfilandi kl. 12. ,,Óvissuferð", leggjum af stað frá Skólabraut kl.
13.30. Landhelgisgæslan, fræðsla og skoðun. Kaffi á Satt á eftir. Uppl.
8939800.
Stangarhylur 4 Zumba kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Fyrsti fyrirlestur
í dag kl. 14-16. Húllumhæ í Stangarhyl í dag fimmtudag, tónlistar-
menn munu koma fram og syngja íslensk dægurlög í bland við nýja
tóna ásamt því að danspar ársins 2017 kemur og sýnir dansatriði.
Kaffi og meðlæti.
Að kvöldi 24.
febrúar barst okkur
sú harmafregn að
Walter Ketel, mág-
ur og svili, hefði orð-
ið bráðkvaddur á heimili sínu 65
ára að aldri. Með honum er geng-
inn mikill öðlingur og drengskap-
armaður. Walter var matreiðslu-
maður að mennt og var það
ævistarf hans. Fékk stórfjöl-
skyldan oftsinnis að njóta hæfi-
leika hans á því sviði og margar
veislurnar sá hann um og skipu-
lagði; alltaf með bros á vör og
ekkert að þakka. Margs er að
minnast og það fyrst brúðkaup
hans og Kristjönu eiginkonu
hans. Þau giftu sig í Norðfjarðar-
kirkju á gamlársdag 1974. Hátíð-
leg athöfn og látlaus, svo var einn-
ig um veisluna á ættarsetrinu
Hámundarstöðum. Allt á lág-
stemmdum nótum og ekki annað
viðeigandi, en um þær mundir var
byggðarlagið í sorgarferli vegna
snjóflóðanna. Lengst af bjuggu
þau hjónin í Hafnarfirði og þar ól-
ust börnin þeirra þrjú upp við
mikið ástríki. Walter var af jap-
önskum og þýskum ættum, fædd-
ur og uppalinn í Japan en fluttist
ungur til Þýskalands til náms og
starfa. Tungumál þessara þjóða
voru honum jafn töm og má segja
að bæði hafi þau verið móðurmál
hans og talaði þau reiprennandi.
Þegar japönsku túnfiskskipin
voru að veiðum í norðurhöfum
áttu þau gjarnan erindi inn á ís-
lenskar hafnir og var Walter lengi
túlkur fyrir áhafnirnar. Walter
var prúðmenni og lagði ekki illt til
nokkurs manns. Vinátta og kær-
leikur er það besta í fari manns og
þær dyggðir tileinkaði Walter
sér. Hann var hreinskiptinn og
hlýr og ávann sér vinsældir hvar
sem hann fór. Þessara eiginleika
nutu börn hans og barnabörn í
ríkum mæli og söknuðurinn er því
sár við fráfall föður og afa. Að
leiðarlokum þökkum við Walter
áratuga vináttu og góð og gefandi
samskipti. Kidda mín, sendum
þér og fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur vegna fráfalls
góðs manns sem auðgaði líf allra
sem honum kynntust. Hann var
drengur góður. Blessuð sé minn-
ing hans.
Ólöf Steinunn og Gísli.
Kæri vinur okkar, Walter-san.
Þú kvaddir þennan heim svo
skyndilega. Það er eins og sólin
hafi snögglega sest. Allt varð
dimmt og kalt í kringum okkur og
inni í okkur, því þú varst eins og
sól sem gaf birtu og yl í lífi okkar.
Walter Ketel
✝ Walter Ketelfæddist 11. júlí
1952. Hann lést 24.
febrúar 2018.
Útför Walters
fór fram 12. mars
2018.
Þú heilsaðir okk-
ur með handabandi
eða faðmlagi sem er
ekki okkar siður en í
gegnum stóru og
skjólgóðu hendurn-
ar þínar streymdi
hlýja frá hjartarót-
um þínum. Hendur
þínar voru töfra-
hendur. Þú mat-
reiddir góðan mat
fyrir marga í veit-
ingahúsi, í bankanum og síðast í
Sjálfsbjargarhúsinu. Sumt fólk
þurfti sérfæði, sem þú útbjóst.
Árlega á nýárshátíð Japana og
fjölskyldna í byrjun hvers árs
komstu með fallegan og bragð-
góðan mat á stórum diski. Þú
varst listakokkur. Það skipti þig
máli að vita hvernig okkur og fjöl-
skyldum okkar, smáum og
stórum, liði. Þú varst umhyggju-
samur og alltaf að hugsa um aðra.
Þú áttir svo auðvelt með að kynn-
ast öllum kynslóðahópum með
þinni einstöku nálgun og vænt-
umþykju. Þú varst elskaður og
dáður af ungum sem fullorðnum.
Okkur leið vel í nærveru þinni. Þú
varst brosmildur, hjartahlýr,
bjartsýnn, traustur, skapgóður,
umhyggjusamur, spaugsamur og
hjálpsamur. Þú talaðir okkar
tungumál hjartanlega og vina-
lega.
Japönsku, þýsku, íslensku og
ensku talaðir þú. Faðir þinn var
þýskur og móðir þín var japönsk.
Þú kynntist Kittý þinni í Þýska-
landi þegar þið voruð bæði að
vinna. Síðan bjugguð þið um tíma
í Sviss, á Íslandi og í Japan. Þú
sjálfur taldir þig ekki eiga móð-
urmál þótt þú talaðir japönsku og
þýsku reiprennandi. Þess vegna
lagðir þú áherslu á að börnin þín
eignuðust sitt eigið móðurmál, ís-
lenskuna, þ.e. mál sem þau gætu
talað, skrifað, lesið og skilið full-
komlega. Þess vegna vildir þú búa
á Íslandi. Þú hugsaðir vel um fjöl-
skyldu þína sem er þinn fjár-
sjóður, Kittý, börnin þrjú, Andy,
Róbert og Hugrún og barnabörn-
in. þú hélst áfram að rækta ætt-
artengslin við fólkið þitt í Japan,
Þýskalandi og í Sviss.
Það er sárt að kveðja þig. Þú
varst eins og sól. Það verður
dimmt þegar sólin sest.
Þökk sé þér fyrir allt, Walter-
san.
Frá vinum þínum,
Iura, Maki, Mayumi,
Miyako, Mizuho, Sari,
Toma, Yamagata, Yayoi,
Yoko og fjölskyldum.
Elsku vinur, þú hefur kvatt
okkur.
Ég sit hér og reyni að finna út
hvernig hægt er að skrifa minn-
ingu um svila minn sem lést langt
um aldur fram.
Allar minningarnar um þig eru
góðar. Þegar maður hugsar um
þau 45 ár sem við áttum saman
með fjölskyldum okkar, öll ferða-
lögin erlendis og hér heima sem
við fórum hvort það var tjaldútil-
eiga eða sumarbústaðaferð. Þú
hafðir svo gaman af því að ferðast
um landið og sofa úti undir beru
himni. Margar slíkar minningar á
ég frá þessum ferðum, þú þekktir
landið það betur en ég.
Við skírðum og fermdum börn-
in okkar saman og þá sást þú um
að veisluföngin væru glæsileg
eins og allt sem þú tókst að þér.
Við gerðum eiginlega allt saman.
Ég man einu sinni þegar sonur
minn átti afmæli og þú komst
heim til mín með þessa líka stóru
hnallþóru með einu kerti ofan á,
en svona varst þú ávallt tilbúinn
að hjálpa öðrum. Þú varst fjöl-
skyldu minni hjálplegur og góður
og viljum við hjónin þakka þér
fyrir það.
Svo þegar barnabörnin komu
leið þér aldrei betur en þegar þau
voru hjá þér, þú varst svo góður
afi.
Þú varst alltaf tilbúinn að veita
hjálparhönd; nei var eiginlega
ekki til hjá þér, hvort það var við
vini eða samstarfsfélaga, enda
varst þú elskaður og dáður af
vinnufélögum.
Elsku Walter minn, minning-
arnar streyma um huga minn á
þessari stundu og ég vil sérstak-
lega minnast á Þýskalandsferðina
og víðar sem við fórum síðastliðið
sumar. Þar fórum við vítt og
breitt um landið og skoðuðum
okkur um. Þar áttum við góðar
samræður sem ég mun minnast,
við töluðum um hvað við ættum að
fara að gera þegar við hættum að
vinna á meðan systurnar voru í
verslununum. Ég naut þess að
vera með þér á þessum góðu
stundum því þú þekktir landið svo
vel.
Nú er komið að kveðjustund.
Ég þakka þér fyrir hverja sam-
verustund með þér, minningin um
þig gleymist ekki.
Ég veit að þú ert kominn á góð-
an stað, þér líður vel og allar þján-
ingar eru horfnar.
Ég kveð þig þá elsku vinur með
söknuði og margar minningar í
hjarta og ég veit að þú vakir yfir
okkur og verndar því nú verð ég
að fara með þeim systrum í ferða-
lögin og hlusta á þær í „steríó“
eins og þú sagðir alltaf.
Ég er þakklátur fyrir tíma okk-
ar saman, minningin um þig lifa
með mér. Hvíldu í friði, elsku
Walter minn, takk fyrir allt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Kidda, Andreas, Róbert, Hug-
rún og fjölskyldur, ég sendi ykkur
mína dýpstu samúðarkveðjur.
Þinn vinur og svili.
Sigurbjörn Jónsson og
Hugrún Ólafsdóttir
(Sibbi og Rúna).
Okkur langar
með fáeinum orð-
um að kveðja góð-
an vin og sam-
ferðamann, Ólaf Eyjólfsson.
Við vorum með öðrum frum-
byggjar sumarhúsabyggðar í
landi Indriðastaða í Skorradal.
Óli, eins og hann var jafnan
kallaður, var sjálfkjörinn þegar
stofnað var Félag sumarhúsa-
Ólafur Garðar
Eyjólfsson
✝ Ólafur GarðarEyjólfsson
fæddist í Reykjavík
15. október 1936.
Hann lést 22. febr-
úar 2018.
Útför Ólafs fór
fram 2. mars 2018.
eigenda í landi
Indriðastaða og
var hann betri en
enginn við að setja
félaginu lög og
reglur enda vanur
samningafundum
sem skrifstofu-
stjóri hjá stóru fyr-
irtæki, þá var hann
stjórnarmaður í fé-
lagi um hitaveitu í
Skorradal til
margra ára. Samgangur hefur
alla tíð verið mikill á milli bú-
staðanna og oft verið glatt á
hjalla og ef ekki voru gestir þá
var grillað saman og söngur
ómaði um dalinn.
Oftar en ekki mætti Óli til
okkar í morgunkaffi og voru
málin rædd á léttu nótunum og
verður það ekki tíundað hér
heldur geymum við það í minn-
ingunni.
Ef einhverjar framkvæmdir
voru á svæðinu lagði hann allt-
af gott til málanna og boðinn
og búinn að aðstoða á einhvern
hátt. Það er sjónarsviptir að
Óla og söknuður að sjá hann
ekki á svæðinu eða vita af hon-
um niðri við vatn, en minningin
mun lifa.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(G.J.)
Inga, Kristín, Rósa, Óli og
fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og þakklæti
fyrir allt.
Lilja, Klemens, Andrés
og fjölskyldur.