Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 1
F I M M T U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  126. tölublað  106. árgangur  UNGBARNA- GJÖRGÆSLA ER ÆVISTARF UTAN OG INNAN NÁTTÚRU STORMURINN SKELLUR Á SKIPAFÉLÖGUM EINSKISMANNSLAND Á LISTAHÁTÍÐ 74 VIÐSKIPTAMOGGINNFRAMFARIR Á VÖKUDEILD 12 Öruggur gangur er í framkvæmdum við gerð Vaðlaheiðar- ganga en stefnt er að opnun þeirra í nóvember nk. Um 50 manns eru að störfum við göngin, verið er að klæða þau að innan og senn hefst uppsetning lagna og tæknibúnaðar, þar með talið tækja sem innheimta veggjöld. Alls eru göngin 7,2 kílómetra löng og segja viðmælendur Morgunblaðsins að þau muni breyta mikla fyrir byggð og mannlíf á Norðurlandi og gera Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur að einu atvinnusvæði. »24-25 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum í fullum gangi  Ný reglugerð ESB um persónu- vernd, sem kom til framkvæmda í Evrópu 25. maí, verður ekki tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið fyrr en eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur formlega lokið afgreiðslu málsins. Það er ekki á dagskrá nefndarinnar fyrr en 6. júlí eins og fram hefur komið. Þar til gerðin hefur verið tekin upp í samninginn liggur ekki fyrir staðfesting á að íslensk per- sónuverndarlög uppfylli kröfur hinna nýju reglna. Lögfesting reglugerðarinnar hér á landi í millitíðinni mun ekki sjálfkrafa breyta því. Tafirnar má rekja til viðræðna EFTA-ríkjanna og ESB sem hafa gengið hægar en vonast var til. »48 Tafir á reglugerð um persónuvernd Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum ekki að koma í stað Bjartr- ar framtíðar. Við erum að fara að hefja viðræður um myndun nýs meiri- hluta,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdótt- ir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, sem tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Samfylkingu, Pírötum og Vinstri grænum. „Ég er búin að eiga góða fundi og samtöl við oddvita flokkanna í borgarstjórn og er ánægð með þau. Þetta var niðurstaðan samt sem áð- ur,“ sagði Þórdís Lóa. Hún segir að Viðreisn hafi ekki sett neina afarkosti um hver verði borgarstjóri. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna, boðar harða stjórnarand- stöðu. „Ef þetta gengur eftir þá verð- ur mjög áhugaverð stjórnarandstaða í Reykjavík. Þar verður öflugt fólk bæði frá hægri og vinstri sem sótti að meirihlutanum og felldi hann. Það mun veita þeim öflugt aðhald. Ég tel að verði þetta niðurstaðan, fyrst menn horfðust ekki í augu við raun- veruleikann, þá muni Sjálfstæðis- flokkurinn vinna enn stærri sigur næst.“ Hefja formlegar meirihlutaviðræður  Viðreisn valdi samstarf með fyrri meirihluta í Reykjavík M„Það eru allir samstiga“ »2 StofnFiskur hf. og Háskóli Íslands hafa undirritað samning um rann- sóknir tengdar laxeldi. Um leið hófst verkefnið „Stjórn á kynþroska hjá eldislaxi“. StofnFiskur finnur fyrir auknum áhuga á eldi geldlaxa hér. Fiskeldi Austfjarða í Berufirði hefur tekið inn fyrsta tilraunahópinn sem á að fara í sjó vorið 2019. Verkefnið er í samvinnu við StofnFisk, Haf- rannsóknastofnun, Hólaskóla og Fiskeldi Austfjarða, að sögn dr. Jón- asar Jónssonar forstjóra. »40 Geldlaxar eystra  StofnFiskur og HÍ semja um rannsóknir MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.