Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 10

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Smart sumarföt, fyrir smart konur. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Rannsókn lögreglu á einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar stendur enn yfir og er sögð vera á lokastigum. Þýfið, 600 tölvur sem metnar eru á um 200 milljónir króna, er hins vegar ófundið. Brotist var inn á þremur stöðum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð og reynt að brjótast inn á þeim fjórða. Innbrotin þrjú voru framin á tímabilinu frá 5. des- ember síðastliðnum til 16. janúar. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, segir lög- reglunni hafa borist fjölmargar ábendingar um málið en engin þeirra hafi leitt að tölvunum. „Íslenskur almenningur á hrós skilið og var fólk í langan tíma að koma með ábendingar til okkar. En þótt þær hafi ekki leitt til neins þá sýnir þetta mikinn áhuga almenn- ings og vilja til að aðstoða lögreglu,“ segir hann í samtali við Morgun- blaðið. Þá hefur lögreglan á Suður- nesjum sent kollegum sínum í Kína fyrirspurn vegna 600 tölva sem lagt var hald á þar í landi nýverið. Þegar Morgunblaðið náði tali af Ólafi Helga höfðu engin svör borist enn. „Það hefur ekkert svar borist. Þessi rannsókn er að nálgast lokastig áður en tekin verður ákvörðun um fram- haldið.“ Þá hefur innbrotunum verið lýst sem „þaulskipulögðum“. Ljóst þykir að rán þessi tengjast greftri eftir rafmyntum. Lögreglu bárust lengi ábendingar  Rannsókn sögð vera á lokastigum Þjófnaður Brotist var inn í þrjú gagnaver í desember og janúar. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, hefur sett af stað endur- skoðun á undanþáguákvæði hjú- skaparlaga, sem heimilar hjúskap einstaklinga yngri en 18 ára. Þetta kemur fram í svari ráðherra, sem birt hefur verið á vef Alþingis, við fyrirspurn þingmanns Vinstri- grænna, Andrésar Inga Jónssonar, um undanþáguákvæði hjúskapar- laga og hvernig það samræmdist skuldbindingum Íslands í alþjóðlegri baráttu gegn barnahjónaböndum. Í svarinu segir að jafnframt verði kannað hvort bæta eigi við ákvæði í hjúskaparlögum, sem fjallar um hjónavígslur einstaklinga yngri en 18 ára, sem framkvæmdar eru er- lendis. Ráðherra sé þeirrar skoðunar að í samræmi við tilmæli og markmið al- þjóðasamninga og -sáttmála, m.a. um afnám barnahjónabanda, og til að fylgja þeirri þróun sem orðið hafi annars staðar á Norðurlöndum, skuli gildandi hjúskaparlöggjöf endur- skoðuð. Allar umsóknir samþykktar Í svari við fyrirspurninni kemur einnig fram að 18 umsóknir um undanþágur hafi borist frá því að hjúskaparlögin tóku gildi 1. janúar 1998, 17 frá konum og ein frá karl- manni. Allar umsóknirnar hafi verið samþykktar. Í nær öllum tilvikum hafi einstaklingar orðið 17 ára á þeim degi þegar leyfi var veitt, en í tveimur tilvikum voru þeir 16 ára. Tilefni fyrirspurnarinnar var fundur sem Andrés Ingi sótti hjá kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í mars sl., þar sem m.a. var fjallað um hvernig glufur í löggjöf geta heim- ilað barnahjónabönd. Afnám barnahjúskapar  Dómsmálaráðherra lætur endurskoða hjúskaparlög eftir fyrirspurn á Alþingi  Ísland samræmi löggjöf sína Sigríður Á. Andersen Andrés Ingi Jónsson Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri verður tilbúin til notk- unar árið 2020. Samið hefur verið við verktakann SS Byggi um að reisa stöðina og var skrifað undir samning þar að lútandi í gær. Um er að ræða hreinsibúnað vegna skólps sem fram að þessu hef- ur runnið óhreinsað til sjávar. Hreinsistöðinni er ætlað að sía öll föst og gróf efni frá fráveituvatninu og verður því ekið til förgunar að Stekkjavík við Blönduós. Fráveitu- vatninu verður veitt frá stöðinni út á 40 metra dýpi í gegnum pípu og skv. upplýsingum frá Norðurorku sýna líkanaútreikningar að þar með nái útstraumar að bera fráveituvatnið út fjörðinn. Þá hafi rannsóknir sýnt að lífríkið beri mjög vel þau lífrænu efni sem fráveitan ber til sjávar. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, sagði við undirritun samningsins í gær að allt hefði í raun verið tilbúið til framkvæmda árið 2007; stöðin verið fullhönnuð og búið að kaupa allan búnað, en verkinu verið frestað vegna efnahagshruns- ins um haustið. Norðurorka, veitufyrirtæki í eigu Akureyrarbæjar og fimm annarra sveitarfélagi í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu, tók við fráveitu Akureyr- ar í ársbyrjun 2014 og þá var áætlað að hreinsistöðin yrði tilbúin á þessu ári. Hluti verksins, húsbyggingin, var boðin út í maí 2017 en ekkert til- boð barst. Þá var ákveðið að bíða með tilboð í alla hluta verksins með- an mesta þenslan stæði yfir, því var aftur boðið út fyrir skömmu, þrjú til- boð bárust og því lægsta, frá SS Byggi, var tekið. „Við erum mjög glöð að nú sjái fyrir endann á þessu og fjörðurinn okkur verði hreinn og fínn,“ sagði Helgi Jóhannesson, for- stjóri Norðurorku, í gær. Fjörðurinn verður hreinn og fínn  Skrifað undir samning um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri  Allt var tilbúið 2007 en verkinu frestað vegna hrunsins  Framkvæmd þessa langþráða verkefnis kostar 950 milljónir króna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fráveita Séð yfir smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Hreinsistöðin verður byggð á svæðinu neðst til vinstri. Morgunblaðið/Skapti Samið Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SS Byggis, og Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni Sigurðar Hlyns Snæbjörns- sonar um að taka upp eiginnafnið Sigríður. Það gerir nefndin á grundvelli 2. milligreinar 5. greinar laga um mannanöfn sem hljóðar svo: „Stúlku skal gefa kvenmanns- nafn og dreng skal gefa karlmanns- nafn.“ Frá þessu var greint á mbl.is í gær en fyrr í mánuðinum kom þar fram að Sigurður Hlynur hefði sótt um hjá Þjóðskrá að fá að heita Sig- ríður eftir ömmu sinni. Þjóðskrá vísaði málinu til mannanafna- nefndar vegna þess að Sigríður er ekki samþykkt karlmannsnafn. Sigurður Hlynur segist hafa fengið úrskurðinn í hendurnar í gær. „Nú þarf ég að ráðfæra mig við íslenskufræðing og svo hugsa ég að ég tali við lögfræðing,“ sagði hann í samtali við mbl.is. Segir Sigurður Hlynur að brotið sé á sér og vísar í 65. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um jafnræði. „Það er til fordæmi fyrir nöfnum sem eru bæði karl- og kvenmannsnöfn. Mannanafnanefnd hefur auðvitað til hliðsjónar manna- nafnalög sem eru forn og úrelt. Það þarf auðvitað bara að breyta þeim.“ Sigurður Hlynur er rólegur í bili en ætlar að setja sig í samband við íslenskufræðing í júní. Þá vonast hann jafnvel til þess að mannrétt- indalögfræðingur hafi samband við sig vegna málsins. „Ég held áfram.“ thorgerdur@mbl.is Má ekki heita Sigríður  Sigurður Hlynur má ekki taka upp nafn ömmu sinnar  Mannanafnanefnd hafnar beiðni  Talar við lögfræðing Vill nafn ömmu Sigurður Hlynur er bóndi á Öndólfsstöðum í Reykjadal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.