Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Félagið Skjöldur hyggst vekja at- hygli heilbrigðisyfirvalda á þeim vandræðum sem ítrekað skapast vegna þess að mikilvæg lyf eru ekki fáanleg í langan tíma. Nýj- asta dæmið er lyfið Levaxin sem meira en helmingur þeirra sem þátt tóku í netkönnuninni notar. Það var ekki fáanlegt um tíma í apríl og olli það mörgum sjúk- lingum óþægindum. Þórdís Sigfúsdóttir nefnir annað dæmi. Eftir að hún fór á sitt lyf hafi líðan hennar batnað mjög. Það lyf hafi ekki verið til í meira en mánuð á síðasta sumri og ekkert staðgengilslyf sé til fyrir það. „Skortur á skjaldkirt- ilslyfjum veldur fólki vanlíðan. Það þarf að trappa sig inn og út af þessum lyfjum. Ég finn fyrir afleiðingum þess á þriðja til fjórða degi ef ég fæ ekki lyfið mitt,“ segir Þórdís. Félagið vill auka úrval og bæta aðgengi að lyfjum við skjaldkirt- ilssjúkdómum. Einnig lyfjum sem innihalda náttúruleg skjald- kirtilshormón sem sönnuðu gildi sitt í marga áratugi áður en farið var að nota efnasmíðuð lyf. Þá segir Þórdís að draga þurfi úr hættunni á því að lyfjaskortur komi upp vegna ytri aðstæðna, til dæmis vegna þess að lyfja- birgðir eru innkallaðar vegna framleiðslugalla. Stingur hún upp á að innflytjendum verði gert að halda meira en þriggja mánaða birgðir af þessum lyfj- um. Auka þarf úrval lyfja SKORTUR VELDUR VANLÍÐAN Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það kemur skýrt fram að fólk sem greinist fær ekki fræðslu heldur er sent heim með pillu sem á að bjarga öllu,“ segir Þórdís Sig- fúsdóttir, stjórnarmaður í Skildi, félagi um skjaldkirtilssjúkdóma, um niðurstöður netkönnunar sem félagið gerði meðal fólks sem greinst hefur með sjúkdómana, að- allega vanvirkan skjaldkirtil. Niðurstöðurnar ríma vel við til- finningu stjórnarmanna um slaka þjónustu við þennan hóp sjúklinga. Könnunin var gerð meðal þátt- takenda í spjallvef fólks með skjaldkirtilssjúkdóma á Facebook. Þátt tóku 434 einstaklingar, lang- flestir með vanvirkan skjaldkirtil. Þá kemur ekki á óvart að megin- hluti þeirra sem svara er konur enda greinist aðeins einn karl- maður með skjaldkirtilssjúkdóm á móti hverjum átta konum. Niðurstöðurnar eru sláandi, bæði varðandi fræðslu og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Fá litla fræðslu hjá lækni Aðeins tæp 18% svarenda töldu sig hafa fengið viðunandi fræðslu um skjaldkirtilssjúkdóm sinn hjá lækni. Meirihluti svarenda hafði litla sem enga fræðslu fengið en aðrir fengið fræðslu hjá vini eða á netinu. Síðastnefndi hópurinn er stærri en sá sem telur sig hafa fengið viðunandi fræðslu hjá lækni. Guðrún Sveinsdóttir sem situr í stjórn Skjaldar með Þórdísi segir að vandamálið með skort á fræðslu sé ekki einskorðað við Ísland. Það sé til dæmis umtalað meðal sjúk- linga í Danmörku. Þær Þórdís benda á að það myndi hjálpa mikið að hafa að- gengilegt fræðsluefni hjá læknum, til dæmis lítinn bækling. Raunar stendur til hjá félaginu að láta þýða og staðfæra danskan bækling fyrir þá sem greindir eru með skjaldkirtilssjúkdóma og aðstand- endur þeirra. „Sums staðar erlend- is eru haldin námskeið eins og haldin hafa verið fyrir aðra sjúk- lingahópa hér,“ segir Guðrún. Þórdís segir að fólk bjargi sér sjálft, meðal annars með leit á net- inu. Félagið sé með heimasíðu og opinn spjallhóp á Facebook og svo sé sjálfstæður spjallhópur á Face- book sem margir fylgist með. Guð- rún bendir á að fólk þurfi að sía þessar upplýsingar og nota til þess heilbrigða skynsemi, eins og varð- andi annað á netinu. „Það eru samt meiri upplýsingar þarna en hjá læknunum,“ segir Þórdís. Þær segja að félagið hafi áhuga á að bæta upplýsingagjöf en peninga- skortur hái starfseminni. 13% ánægð með þjónustuna Meira en helmingur þátttak- enda, eða tæp 56%, svarar neitandi spurningu um það hvort þeim finn- ist læknisþjónusta vegna skjald- kirtilssjúkdóma vera fullnægjandi. Aðeins tæpum 13% finnst þjón- ustan vera næg. „Læknisþjónustan er lítil, eins og þetta sýnir. Við höfum inn- kirtlasérfræðinga og heimilislækna sem sumir eru vel að sér um þessi mál en aðrir ekki,“ segir Guðrún. Þórdís segir að þetta ástand skýr- ist fyrst og fremst af áhugaleysi um skjaldkirtilssjúkdóma og trú á að auðvelt sé á lækna þá sem eru með vanvirkan skjaldkirtil með lyfjum. Það sé ekki reynsla þeirra sem greindir hafa verið. Þórdís nefnir að mikil vankunn- átta sé meðal lækna á sjálfs- ofnæmissjúkdómnum Hashimoto sem aðallega ræðst á skjaldkirtil- inn og veldur ruglingi á starfsemi hans og þeir geti ekki meðhöndlað hann á góðan máta. „Reynsla mín og fleiri í stjórninni er að auðveld- ara sé á fá ávísun á þunglyndislyf, geðlyf og svefnlyf en að fá lækni til að vinna með sér,“ segir Þórdís. Ráðherra svarar ekki Félagið Skjöldur gerði heilbrigð- isráðherra og landlækni grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar sl. vetur og óskaði eftir úrbótum. Þar var farið yfir nokkur af þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd og fleiri, meðal annars að til bóta væri að koma upp göngudeild í samstarfi við innkirtladeild Land- spítala. Landlæknir svaraði án þess að leggja neitt ákveðið til málanna. Heilbrigðisráðherra hef- ur ekki svarað og er félagið nú að ítreka erindi sitt til ráðuneytis hans í tilefni af alþjóðaskjaldkirt- ilsdeginum sem var 25. maí. Þórdís telur að þessi viðbrögð sýni í hnotskurn það áhugaleysi sem félagið mæti alls staðar. Megn óánægja með þjónustuna  Forystufólk fólks með skjaldkirtilssjúkdóma segir áhugaleysi um velferð þess  Algjör skortur er á fræðslu og fæstir telja sig fá fullnægjandi læknisþjónustu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Talsmenn Þórdís Sigfúsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir sitja í stjórn félagsins Skjaldar, sem vinnur að velferð þeirra sem haldnir eru skjaldkirtilssjúkdómum, með réttindagæslu og fræðslu. Félagið reynir að miðla upplýsingum. Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Gefum í fyrir sumarfrí! Ný námskeið hefjast 4. júní TTHRAÐLEST 2 VIKUR -5X Í VIKU STELPUR KONUR STAÐURINN RÆKTIN NÝ TÆKNI LOFT Í LOFT Kynningar tilboð frá Daikin og erum við að safna í sendingu á þessu tilboðsverði. Daikin Siesta N35 0,8-6,7kW Allt að 160m2 Fullt verð: 299.900.- Tilboð: 199.900.- Daikin S25 1,3-4,7kW Allt að 80m2 Fullt verð: 199.000.- Tilboð: 149.000.- ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.