Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 22
hæstráðandi til sjós og lands á landinu bláa, og var um tíma lög- reglustjóri í borginni Ross í Tas- maníu. Fyrir utan lögreglustöð bæjarins er minnismerki þar sem Jörundur er getið. Jörundur kom upphaflega til Tasmaníu sem frjáls maður og var viðstaddur þegar bærinn Hobart var stofnaður. Það var rúmum 20 árum áður en hann kom aftur þangað sem fangi. Síðar hlaut hann uppreist æru og var lögreglustjóri um tíma sem fyrr segir. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Íslenskt blágrýti, prýtt fána lýð- veldisins, bættist á dögunum við hinn alþjóðlega friðarvegg, Inter- national Wall of Friendship, í Tasmaníuhéraði í Ástralíu. Það var Kate Warner, ríkisstjóri Tasmaníu, sem afhjúpaði steininn við hátíð- lega athöfn að viðstöddum Arn- grími Jóhannssyni, fyrrverandi flugstjóra og stjórnarformanni Heimskautaréttarstofnunarinnar á Akureyri, en steinninn er gjöf stofnunarinnar fyrir hönd Íslands. Arngrímur og Ágúst Þór Árnason, framkvæmdastjóri stofn- unarinnar, fóru með 20 kg stein alla leið frá Íslandi til Ástralíu árið 2014 þegar haldin var alþjóðleg heimskautaréttarráðstefna í borg- inni Hobart í Tasmaníu, eyjunni kunnu suður af meginlandinu. „Við vildum reyna að tengja skautin tvö með ráðstefnu þarna niður frá, enda er stofnun okkar kennd við heimskautin, ekki bara norðurheimskautið,“ segir Arn- grímur við Morgunblaðið og bendir á að Hobart-borg sé einmitt ein fimm gátta að suðurskautinu. Eykur vonandi samskipti „Tasmanísk yfirvöld komu veggnum upp á sínum tíma til að gera sýnilegar allar þjóðir eða þjóðarbrot sem komið hafa að upp- byggingu samfélagsins, ekki síst vegna samviskubits yfir því að frumbyggjum var nánast útrýmt þegar eyjan var numin af hvítum Evrópubúum. Íslendingar hafa ver- ið búsettir í Tasmaníu þótt enginn hafi verið þar undanfarið og þegar fréttist af ferð okkar 2014 vorum við beðnir um að koma með ís- lenskan stein í þessum tilgangi.“ Utanríkisráðuneytið styrkti ráðstefnuna á sínum tíma og þann- ig má segja að það komi að þessum tengslum með óbeinum hætti og bar Arngrímur viðstöddum kveðju ráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar. „Þetta verður vonandi til að ýta undir enn frekari samskipti við Ástralíu og til þess að saga Jör- undar hundadagakonungs verði skoðuð með jákvæðari og opnari hætti en hingað til,“ segir Arn- grímur. Jörundur, hinn danski Jørgen Jørgensen, sem Ástralir nefna Jor- gen Jorgenson, er nefnilega í tölu- verðum hávegum hafður suður þar að sögn Arngríms; Jörundur bjó í Tasmaníu síðustu 15 ár ævinnar, löngu eftir Íslandsdvölina sumarið 1809 þegar hann var sjálfskipaður Steinar í friðarveggnum eru vígðir við athöfn einu sinni á ári. Arngrímur fór alla leið suðureftir á dögunum til að vera viðstaddur. Sigrún Baldvinsdóttir, fyrrver- andi aðalræðismaður Íslands í Ástralíu, var einnig við athöfnina en hún var milligöngumaður í sam- skiptum Íslendinga og stjórnar al- þjóðlega friðarveggjarins. Þegar Arngrímur og Ágúst voru í Tasmaníu vegna ráðstefn- unnar 2014 vitjuðu þeir leiðis hundadagakonungsins. Það er á lóð framhaldsskóla í Hobart og þar er eiginkona hans, Nora, einnig grafin. Gröfin er ekki merkt og þeir ákváðu því að leita nánari upp- lýsinga hjá skólastjóranum. „Nei, þú hér?!“ varð Ágústi að orði þegar þeir gengu á fund skóla- stjórans. Þar var þá stödd, í sömu erindagjörðum, Gerður Steinþórs- dóttir, íslenskufræðingur og fyrr- verandi borgarfulltrúi. „Heimurinn virkar stundum ótrúlega lítill,“ verður Ágústi að orði þegar hann rifjar þetta upp nú. Íslenskt blágrýti í alþjóðleg- um friðarvegg í Tasmaníu  Jörundur hundadagakonungur í hávegum hafður Friður Hluti hins alþjóðlega friðarveggjar í Tasmaníuhéraði í Ástralíu. Takk! Kate Warner ríkisstjóri færir Arngrími Jóhannssyni þakkarskjal. Ísland Blágrýtið íslenska sómir sér vel í hinum alþjóðlega friðarvegg. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef tekið mikið af norðurljósa- myndum undanfarin ár og datt í hug að prófa að nota húsnæðið í eitthvað svona,“ segir Ómar Örn Ragnarsson, kaupmaður í Tækniborg og áhuga- ljósmyndari í Borgarnesi, sem hefur sett upp norðurljósasýningu. Þar er lögð áhersla á að fræða gesti um ljós- in og hvernig þau verða til. Hann keypti verslunarhúsnæði í fjölbýlishúsi við Brákarbraut. Það er vel staðsett gagnvart umferð ferða- fólks því Landnámssetur Íslands er í húsum hinum megin götunnar. Hann lét ekki við það sitja að kaupa hús- næði heldur keypti hann einnig kennitölu og nafnið Aurora Borealis sem ekki hafði verið í notkun um tíma. „Hvaða nafn hentar betur fyrir þessa starfsemi?“ spyr hann. Skemmtilegt myndefni Ómar tekur norðurljósamyndir á vetrum og er í golfi á sumrin. „Norðurljósin eru skemmtilegt myndefni og útiveran skemmtileg. Í vetur var raunar erfitt að finna norð- urljós. Það var skýjað þegar virkni ljósanna var góð. Það er ekki á vísan að róa í þessu, frekar en laxveiðum. Maður veit aldrei hvenær hann tek- ur,“ segir Ómar en kvartar ekki því tvö til þrjú ár þar á undan voru gjöful fyrir áhugafólk um norðurljós. Hann leitar yfirleitt að myndefni í Borgar- firði. „Ég hef áhuga á að markaðssetja svæðið sem norðurljósaskoðunar- svæði. Sjálfur hef ég aðeins farið með ferðamenn í norðurljósaskoðun og hef áhuga á að gera meira, til dæmis að skipuleggja gönguferðir á Hafnar- fjall og Heiðarhorn í tengslum við það.“ Viðbrögð gesta góð Tilgangur norðurljósasýningar- innar er að upplýsa ferðafólk um þetta fyrirbæri og auka afþreyingu fyrir ferðafólk í Borgarbyggð. Ekki veitir af því þar eru nú að komast í gagnið þrjú ný hótel og bætast við þá gistingu sem fyrir er. „Það má gera meira í ferðamálum á Vesturlandi, markaðssetja svæðið betur og búa til nýja áningarstaði,“ segir Ómar. Kjarninn í norðurljósasalnum er norsk norðurljósasýning sem hann fékk leyfi til að nota. Hann hugsar sér að koma smám saman nýju ís- lensku efni inn í hana. Veturinn var hins vegar ekki gjöfull og þess vegna tekur það lengri tíma. Nýlega er búið að opna sýninguna og aðsókn fer rólega af stað enda opið stutt í upphafi. Viðbrögð þeirra gesta sem komið hafa lofa hins vegar góðu. Lengur verður opið í sumar og ætl- unin er að kynna starfsemina betur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sýning Ómar Örn Ragnarsson er búinn að koma sér vel fyrir í Borgarnesi. Sýnir norður- ljósin í salnum  Ómar Örn Ragnarsson vill auka af- þreyingu fyrir ferðafólk í Borgarnesi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.