Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Sérfræðingar í trúlofunar og giftingarhringum. Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is „Vaðlaheiðargöng munu breyta miklu hér í Fnjóskadal,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson í Brúnagerði. Þau Birna Kristín Friðriksdóttir kona hans keyptu jörðina fyrir þremur árum og hafa verið að byggja þar upp nýja atvinnustarfsemi. Reka prjónastofuna Gjósku og framleiða þar tísku- vörur úr ull og á síðasta ári opnuðu þau Daladýrð, húsdýragarð sem um 5.000 manns heimsóttu á síðasta ári og væntanlega enn fleiri í framtíðinni. „Húsdýragarðurinn hefur gert góða lukku og hér hafa til dæmis margir skólahópar komið á síð- ustu vikuna. Hér erum við með sitt lítið af hverju af dýrum merkurinnar, þetta er svolítið eins og örkin hans Nóa og þannig eiga dýragarðar eiginlega að vera. Prjónastofan gengur ágæt- lega og vörurnar seljast vel um land allt, þá ekki síst í Reykjavík. Helsta fyrirstaðan í prjónaskapnum hefur kannski verið sú að okkur hefur vantað starfsfólk. Konur á Akureyri sem vilja vinna hjá okkur hafa sett fyrir sig að aka daglega yfir Víkurskarðið, þar sem er allra verða von,“ segir Guðbergur og bætir við að ungt fólk hafi verið að setja sig niður á nokkrum bæjum Fnjóskadal. Þá séu uppi áform um byggingu sumarhúsahverfis á svæðinu, en fyrir þar er orlofshúsa- svæði verkalýðsfélaganna á Illugastöðum. Raunar hafi hefðbundinn búskapur í framanverðum dalnum verið á undanhaldi á undanförnum árum en ýmis þjónustustarfsemi eflst þess í stað. Þannig njóta tjaldsvæðin í hinu fallega Valgaskóg alltaf vinsælda og eru mikið sótt af Akureyringum, sem finnst gott að skreppa þangað í stutt helgarferðalög. Algjör bylting Eftir opnun ganganna segir Guðbergur að Fnjóskadalurinn verði í raun úthverfi Akureyrar, en þaðan og að Brúnagerði verður aðeins um 20 mínútna akstur. „Strákurinn okkar er sextán ára og er í heimavist framhaldsskólanna á Akureyri en getur sótt skólann að heiman þegar göngin verða opnuð. Fyrir Akureyringa verður líka ör- stutt að sækja í sælureitinn í Vaglaskógi og svona gæti ég haldið áfram; þetta verður algjör bylting í samgönguháttum á Norður- og Austurlandi.“ Verðum í úthverfi Akureyrar STARFRÆKJA PRJÓNASTOFU OG HÚSDÝRAGARÐ Í FNJÓSKADALNUM Guðbergur Egill Eyjólfsson SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikið er umleikis þessar vikurnar í vinnu við gerð Vaðalheiðarganga. Starfsmenn Ósafls vinna nú við að koma upp vatnsklæðningum í göngum, setja niður lagnir og fylla í vegstæðið. Byggingu sex tækni- rýma er að ljúka, en þar verður ýmsum raf- og stjórnbúnaði komið fyrir. Þá er verið að keyra inn burðarlagsfyllingu í miðhluta ganganna og leggja þar háspennu- og ídráttarrör þannig að hægt sé að malbika eins og verktaki gerir ráð fyrir í júlí næstkomandi. Mesti jarðhitinn í göngunum er í miðju þeirra á um það bil 350 metra kafla og verður sérstakt hart bik og íblöndunarefni notað í malbik á þeim kafla. Þegar mal- bikun er lokið, sem sennilega verð- ur í ágúst, tekur svo við að steypa kantsteina, ganga frá vegöxlum og fleira. Svona er hver verkþátt- urinn tekinn af öðrum í öruggum framgangi og nú er horft til þess að göngin komist í notkun í síðasta lagi í nóvember næstkomandi. Engar fyrirstöður Alls verður samanlagður kostn- aður við gangagerðina um sextán milljarðar króna sem um þriðj- ungur umfram það sem áætlað var og ræður þar að ýmislegt óvænt gerðist á verktímanum sem olli töfum og jók kostað svo um mun- aði. Meira að segja svo að á tíma- bili töldu efasemdarmenn að best væri að hætta hálfnuðu verki, enda yrði ekki komist lengra. En þolinmæðin þrautir vinnur allar, segir máltækið, og ætla verður að senn vilji allir Lilju kveðið hafa. „Við þurfum ekki að reikna með neinum óvæntum fyrirstöðum héð- an af; erfiðum berglögum eða vatnsflóðum eins og komu þegar verið var að grafa göngin og tafði verkið mánuðum saman,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga hf. og talsmaður verkefnisins. Hann kynnti Morgunblaðinu í síðustu viku aðstæður í göngunum; sem eru verkfræðilegt afreksverk og vitnisburður um seiglu manna sem sigra fjöllin og duttlunga náttúr- unnar í krafti þekkingar og út- sjónarsemi. „Í dag streymir ennþá heitt vatn fram á einum stað í gólfi gang- anna, það er á þeim stað þar sem heitavatnsæðin opnaðist í febrúar 2014. Að beisla þá vatnsæð er verkefni sem fara á í þegar mal- bikun lýkur. Þá er verið að safna saman hreinu vatni á svonefndu hrunsvæði inni í göngunum, en það ætlar Norðurorka í framtíð- inni að nota sem neysluvatn fyrir Akureyri,“ segir Valgeir og heldur áfram: „Stundum er sagt að í ganga- gerð sé einfaldasti þáttur verksins að bora og sprengja sig í gegnum fjöllin. Frágangur og uppsetning á tækjabúnaði sé hins vegar það vandasamasta og flóknasta í ferl- inu. Það er sjálfsagt nokkuð til í þeirri skoðun. Að minnsta kosti er að mörgu að hyggja þar sem við erum nú stödd í þessari risavöxnu framkvæmd.“ Vegvatn í gildrur Vaðlaheiðargöngin eru alls 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og tæplega 300 metr- um lengri að vegskálum með- töldum. Skálarnir eru uppsteyptir og nánast tilbúnir en talsverð vinna er eftir við frágang nærri þeim. Fnjóskadalsmegin er vegur- inn að göngunum því sem næst tilbúinn en Eyjafjarðarmegin er sú vinna skemmra komin. Inni í göngunum er verið að setja niður lagnir en allt jarðvatn er leitt út, auk þess sem sett er sérstök niðurfallalögn sem tekur vegvatnið sem fer í sérstaka olíu- Að sigra fjöllin með seiglunni  Vaðlaheiðargöng verða tilbúin í haust  7,2 kílómetrar  Frágangur og senn verður malbikað  Flókinn tæknibúnaður í hönnun og smíði  Engar óvæntar fyrirstöður í verkinu það sem eftir er Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Öryggi Nokkur tæknirými eru í göngunum og inn af þeim svokölluð neyðarrými, þar sem hátt er til lofts. Ef svo illa fer að kvikni í inni í göngunum er gert ráð fyrir að um 150 manns geti dvalið í neyðarrými í nokkrar klukkustundir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gangastjóri Gjaldskráin verði einföld og gegnsæ, segir Valgeir Bergmann. Morgunblaðið/Skapti Mikið að gera Um þessar mundir eru um 50 menn að störfum í Vaðla- heiðargöngunum, bæði innlendir og erlendir enda í nógu að snúast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.