Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 26

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Netöryggisvika Fulbright- stofnunarinnar fór fram nýlega í Reykjavík. Tilefnið var ný Ful- bright-styrkjaáætlun á sviði net- öryggismála í samstarfi við Vís- indastofnun Bandaríkjanna (NSF). Dagskránni lauk með opnum fundi um netöryggismál, sem haldinn var í samstarfi Lagastofnunar HÍ og bandaríska sendiráðsins í Há- skóla Íslands. Eileen M. Decker var gestur Fulbright og hélt stutt námskeið og erindi í Reykjavík fyrir aðila úr dómsmála- og utanríkisráðuneyt- inu, netöryggisráði og lögreglu- fræðideild Háskólans á Akureyri. Decker er lögfræðingur sem hefur starfað við netöryggismál allt frá árinu 1995 þegar hún hóf störf sem saksóknari en hún hefur einnig verið alríkissaksóknari og aðstoðarborgarstjóri Los Angeles. Hún kennir nú á námskeiði um netöryggismál við University of Southern California í Bandaríkj- unum. Decker metur stöðuna hérlendis svo eftir heimsóknina að íslensk stjórnvöld sýni netöryggismálum mikinn áhuga og vilji vanda til verka. Breyttur heimur með interneti „Það er erfitt að segja til um upphaf netöryggismála, en heim- urinn breyttist með almennri notkun internetsins. Þegar ég hóf störf sem saksóknari var varla um netglæpi að ræða, en þegar ég hætti voru nánast allir glæpir orðnir netglæpir,“ segir Decker, sem segir vandamálið víðtækt og aðkallandi í dag. Í upphafi hafi int- ernetið verið til að skiptast á hug- myndum og upplýsingum og ekki hafi verið gert ráð fyrir glæpum við hönnun og uppsetningu tækja og kerfa, sem síðar áttu svo eftir að koma í ljós. „Þegar ég var saksóknari í Kali- forníu þurftum við að fást við mjög stór netglæpamál. Hryðju- verkaárásin í desember árið 1999 reyndist til dæmis afar lærdóms- rík varðandi öflun tæknilegra sönnunargagna og einnig þegar stórfyrirtækið Sony var nánast lagt í rúst af hökkurum í nóvem- ber 2014,“ segir Decker. „Ég einbeiti mér að hinum ýmsu netöryggisáætlunum stjórnvalda, stefnumótun, upplýsingagjöf til al- mennings og lagaumhverfi. Oftast snýst þetta ekki um tæknina held- ur um fólkið, hvernig við eigum samskipti. Fólk gleymir oft að að- ilinn sem það á samskipti við í gegnum netið gæti verið að reyna að blekkja það,“ segir Decker. Ýmsar áskoranir bíði stjórnvalda við að koma upp góðu netöryggi og fá aðila til að vinna saman. „Annarsvegar þróast tæknin mjög hratt. Kapphlaupið er enda- laust, það mun aldrei koma sá tími að netöryggi sé náð. Um leið og við teljum okkur vera orðin nægi- lega örugg þá kemur eitthvað nýtt. Hinsvegar er heimurinn svo samofinn að það sem gerist á ein- um stað hefur áhrif annars staðar. Af þeim sökum er góð netöryggis- samvinna á milli landa svo mikil- væg.“ Spurð hvort stjórnvöld eigi ekki í erfiðleikum í kapphlaupi við öra tækniþróun og útsjónarsama net- glæpamenn, segir Decker að stjórnvöld þurfi að sjá til þess að lagaumhverfið aðlagist í takt. Að það sé t.d. mögulegt að lögsækja netglæpamenn og dæma þá. Þarna geti samvinna á milli ríkja skipt höfuðmáli því netglæpir séu landa- mæralausir og það verði að vera hægt að afla sönnunargagna. Til dæmis séu sönnunargögn í málum oft vistuð á netþjónum erlendis og þá geti verið erfitt eða útilokað fyrir rannsakendur að fá leitar- heimildir eða gögnin afhent. „Lagaumhverfi ríkja endur- speglar enn ekki nægilega vel landamæraleysi internetsins, jafn- vel þótt stjórnvöld leggi sig fram,“ að sögn Decker. Löggjafinn sé svifaseinn miðað við hraða breyt- inga og jafnvel tæknifólk sé dag- lega í basli með sífellt ný uppá- tæki netglæpamanna. Mannlegi þátturinn veikur „Svo er það mannlegi þátturinn, það þarf að huga að því hvernig fólk umgengst tækni. Það þarf ekki nema ein mannleg mistök, t.d. að smella á vírussmitaðan hlekk eða að átta sig ekki á því við hvern maður er að eiga sam- skipti,“ segir Decker sem vill leggja áherslu á að áætlanir stjórnvalda feli í sér að upplýsa al- menning um hvað beri að varast við notkun nettengdra tækja til að ná árangri í netöryggismálum. Hún mælir með að nota mennta- kerfið og segir lögreglu í Banda- ríkjunum notast mikið við sam- skiptamiðla í þessum tilgangi með góðum árangri. Nú sé helsta vandamálið þar falskir tölvupóstar sem eru að valda miklu fjárhagslegu tjóni hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Um ógnir sem steðja beinlínis að stjórnvöldum segir Decker þær vera helst venjulegt fólk að fikta við að brjótast inn í kerfi, í öðru lagi njósnir ríkja og annarra og í þriðja lagi netglæpir í hagnaðar- skyni. Varnir hjá mikilvægum inn- viðum séu einnig mikið lykilatriði. Varðandi nána framtíð segir Decker að ástæða sé til að hafa áhyggjur af nettengdum tækjum sem ekki hafa notendaviðmót eða varnir á við tölvur, eins og t.d. heimilis- og skrifstofutæki. Hægt sé að brjótast inn í þau eða sýkja án þess að notendur átti sig á því. Einnig eigi eftir að koma í ljós hvaða glæpir og varnir gætu orðið til með gervigreindartækninni. Vilja vanda til verka í netöryggi  Styrkjaáætlun Fulbright í netöryggismálum hleypt af stokkunum  Sérfræðingurinn Eileen M. Decker var gestur netöryggisviku  Stjórnvöld hugi að lagaumhverfi, tækniþróun og upplýsingagjöf Morgunblaðið/Eggert Gestur Fulbright Eileen M. Decker er lögfræðingur sem hefur starfað lengi við að rannsaka netglæpi en kennir nú og veitir stjórnvöldum ráðgjöf. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið stóð nýlega fyrir samráðsfundi um stöðu net- og upplýsingaöryggis og mótun nýrrar löggjafar þar að lútandi. Stjórnvöld hafa hafið endur- skoðun á stefnu um net- og upplýsingaöryggi, unnið er að mótun stjórnskipulags fyrir málaflokkinn og mótun lög- gjafar með því að innleiða svo- kallaða NIS-tilskipun sem fjallar um net- og upplýsingaöryggi. Fjallað var m.a. um mótun frumvarps um net- og upplýs- ingaöryggi sem nú er í vinnslu í ráðuneytinu og á að leggja fram í haust að undangengnu sam- ráði á netinu. Endurskoðun á netöryggi FRUMVARP NET- OG UPP- LÝSINGAÖRYGGIS Í MÓTUN Persónuvernd gerir alvarlegar at- hugasemdir við að Borgarhólsskóli á Húsavík hafi ekki útbúið öryggis- kerfi um persónuupplýsingar sem unnar eru í skólanum og vinnubrögð tölvuþjónustufyrirtækisins Advania í ákvörðun stjórnar Persónuverndar, sem birt var í gær. Vegna mistaka Advania við gagna- flutning yfir í skýjalausn 1. nóvem- ber sl. fengu allir nemendur skólans tímabundinn aðgang að trúnaðar- gögnum um aðra nemendur, en gögnin innihéldu m.a. viðkvæmar persónuupplýsingar, til að mynda í eineltismáli. Upp komst um mistökin rúmum sólarhring eftir að gögnin urðu aðgengileg. Skólinn hafði strax samband við Advania, sem lokaði fyrir aðganginn og hóf rannsókn á atvikinu. Upplýsingaöryggisfyrir- tækið Syndis var fengið til að leggja mat á umfang atviksins. Atvika- skýrsla Syndis sýnir að tiltekin skjöl voru opnuð, og ekki sé hægt að úti- loka að fleiri skjöl hafi verið opnuð eða mynduð. Unnt hefði verið að skrá skjalaaðgang í atburðaskrá, en slökkt var á þeirri stillingu. Ámælisverð vinnubrögð Persónuvernd bendir á að mikil- vægt sé að atburðaskrá sé í kerfum þar sem viðkvæmar persónuupplýs- ingar geta verið skráðar. Mikilvægt sé að sannreyna að aðgangur sé með þeim hætti sem ætlað er, þegar gögn séu flutt eða aðgangsheimildum breytt, eins og verið var að gera í þessu tilfelli. „Verður að telja verulega ámælis- vert að fyrirtæki, sem veitir sér- fræðiþjónustu á þessu sviði, skuli viðhafa slík vinnubrögð,“ segir í ákvörðun Persónuverndar. Persónuvernd telur Borgarhóls- skóla það til tekna að hafa brugðist strax við. Foreldrar voru upplýstir fljótt um atvikið með tölvupósti og gerðar voru ráðstafanir til að tak- marka tjón og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar yrðu aðgengilegar fleiri óviðkom- andi. Því muni stofnunin ekki aðhaf- ast frekar, en beindi því þó til Borgarhólsskóla að sannreyna að Advania gæti framkvæmt fullnægj- andi öryggisráðstafanir og að gera úrbætur á vinnslusamningi sínum við Advania. Ámælisverð vinnubrögð  Persónuvernd gerir athugasemdir vegna mistaka Borgar- hólsskóla og Advania  Trúnaðargögn opin í sólarhring

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.