Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 ERT ÞÚ Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? -örugg fasteignaviðskipti Við erum til þjónustu reiðubúin Elín Viðarsdóttir Löggildur fasteignasali Björn Þorri Viktorsson hrl. Löggiltur fasteigna- og skipasali Jóhann Örn B. Benediktsson Skrifstofustjóri MIÐBORG FASTEIGNASALA - SUNDAGARÐAR 2 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI: 533 4800 www.midborg.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg mun á næstunni hefja hefja viðræður við Faxaflóa- hafnir sf. um kaup á eignarhlut þeirra í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Viljayfirlýsing þess efnis var samþykkt á fundi borgarráðs. Vilja- yfirlýsingin verður væntanlega tek- in til afgreiðslu stjórnar Faxaflóa- hafna 22. júní nk. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðna Reykjavíkur- borgar og Faxaflóahafna sf. liggi fyrir eigi síðar en í september 2018. Kjartan Magnússon, borgarráðs- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hjá við afgreiðslu málsins í borgarráði. Reykjavíkurborg hyggst kaupa 61% eignarhluta Faxaflóahafna sf. í Hafnarhúsinu en Reykjavíkurborg á þegar 39% hússins. Með kaupunum, ef þau ná fram að ganga, verður Hafnarhúsið að fullu í eigu Reykja- víkurborgar. Brunabótamat tveir milljarðar 61% eignarhlutur Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu telst vera 5.799 fer- metrar. Fasteignamat þessa hluta er krónur 1.821.950.000 og bruna- bótamatið er krónur 2.053.050.000. Ekkert verðmat hefur farið fram ennþá. Markmið Reykjavíkurborgar er að Hafnarhúsið verði framtíðar- miðstöð lista í Reykjavík. Í Hafnar- húsinu er nú þegar Listasafn Reykjavíkur og unnið er að stofnun listaverkasafns Nínu Tryggvadóttur sem Hafnarhúsinu er ætlað að hýsa. Þá á Reykjavíkurborg stórt safn listaverka eftir Erró og fengi það listaverkasafn með kaupunum sýn- ingarrými við hæfi í Hafnarhúsinu. Tilkynnt var 17. maí sl. að borgar- ráð hefði samþykkt viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og hjónanna Unu Dóru Copley og Scotts Jeffries um að sett yrði á fót listasafn sem bæri nafn Nínu Tryggvadóttur. Vel á annað þúsund listaverk Reykjavíkurborg þiggur að gjöf listaverkasafn Unu Dóru Copley, erfingja Nínu og Als Copleys, og Scotts Jeffries, eiginmans Unu Dóru. Um er að ræða vel á annað þúsund listaverk eftir Nínu Tryggvadóttur, Al Copley og nokk- ur listaverk eftir samtímamenn þeirra. Auk þess felur viljayfirlýsingin í sér að Una Dóra og Scott arfleiða Reykjavíkurborg að fasteignum sín- um á Manhattan og í Reykjavík. Samkvæmt viljayfirlýsingunni mun Reykjavíkurborg setja á fót safn sem ber nafn Nínu Tryggva- dóttur og skal það verða sjálfstæð eining, með sjálfstæðri stjórn og framkvæmdastjóra. Í safninu munu verða fastasýningar á verkum Nínu auk annarrar fjölbreyttrar starf- semi á sviði myndlistar. Sala Faxaflóahafna sf. á eignar- hluta félagsins í Hafnarhúsinu til Reykjavíkurborgar er byggð á þeirri forsendu að félagið selji einn- ig fasteign í sinni eigu á Fiskislóð 12 og byggi nýja aðstöðu á fyrirhugaðri landfyllingu við Klettagarða, sem hýst geti starfsemina í Reykjavík á einum stað. Þar verði gert ráð fyrir aðstöðu fyrir skipaþjónustu, bæki- stöð og skrifstofu félagsins auk að- stöðu fyrir lóðs- og dráttarbáta fé- lagsins. Áhaldahús Faxaflóahafna á Fiski- slóð 12 er 1.318,4 fermetrar. Fasteignamat eignarinnar er krónur 279.200.000 og brunabóta- mat 251.500.000 krónur. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stendur til að útbúa landfyllingu við Klettagarða. Borgarráð hefur tekið fyrsta skrefið að því með því að samþykkja að nýtt aðalskipulag fyrir svæðið verði aug- lýst. Í framhaldinu verður deili- skipulag undirbúið og auglýst. „Við munum síðan fara í vinnu við þarfagreiningu fyrir nýtt hús og annað sem að því lýtur. Allt mun þetta taka sinn tíma, en ef skipu- lagsmálin ganga eftir má ætla að ný landfylling við Klettagarða fari af stað um eða eftir áramót. Það má því reikna með að þrjú til fjögur ár muni taka að koma málinu í höfn,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hentug staðsetning fyrir nýja landfyllingu er við eldri landfyllingu og manngerða strandlínu norðan við Klettagarða, við Laugarnes, og vestan við vitann á Skarfagarði. Mögulegt er að losa þar um 300.000 rúmmetra af efni, sem gæti orðið 25.000-30.000 fermetra fylling (2,5-3 hektarar). Spítalamoldin verður nýtt Ætlunin er að í landfyllinguna verði notað jarðefni sem fellur til vegna framkvæmda við nýjan Land- spítala við Hringbraut á árunum 2018 til 2020. Fyllingin geti einnig tekið við hluta jarðefnis af lóð á Kirkjusandi þegar framkvæmdir fari þar af stað og hugsanlega öðr- um framkvæmdum í borgarlandinu. Þess má að lokum geta að árið 2007 ákváðu Faxaflóahafnir að láta kanna möguleika á að selja húsnæði sem hafnirnar eiga í Hafnarhúsinu í Reykjavík, við Grandagarð og skrif- stofuhúsnæði í Laugarnesi. Eign- irnar voru metnar á tvo milljarða á verðlagi þess tíma. Vegna banka- hrunsins varð ekkert af sölu eign- anna þá. Verði miðstöð lista í borginni  Reykjavíkurborg hyggst kaupa eignarhlut Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu  Hýsi verk Errós og Nínu Tryggvadóttur  Faxaflóahafnir byggja nýjar höfuðstöðvar á landfyllingu í Laugarnesi Morgunblaðið/RAX Hafnarhúsið Þar eru höfuðstöðvar Faxaflóahafna og salir Listasafns Reykjavíkur. Hluti hússins hefur verið leigður fyrirtækjum undir skrifstofur. Hafnarhúsið var reist af stórhug og myndarskap á árunum 1932-1939 af Reykjavíkurhöfn sem vöruhús og starfsstöð Reykjavíkurhafnar, síðar Faxaflóahafna sf. Húsið var byggt samkvæmt teikningum Sigurðar Guðmundssonar arkitekts og Þór- arins Kristjánssonar hafnarstjóra. Það var á sínum tíma stærsta húsið á Íslandi, alls 5.827 fermetrar. Þar af voru vörugeymslur 4.560 fer- metrar. Síðar var byggt við húsið og það meðal annars hækkað um eina hæð. Fram kemur í riti Guðjóns Frið- rikssonar, „Hér heilsast skipin“, að ákveðið var að reisa húsið á vestasta hluta elstu uppfyllingarinnar upp af Miðbakka, á lóð sem var 66 metrar á lengd og 44 metrar á breidd. Bárujárnsskemmur, skúrar og port á lóðinni urðu að víkja. Húsið skyldi byggt í ferhyrning utan um húsport. Þarna skyldu verða vöru- skemmur og skrifstofur. Af ýmsum ástæðum gekk bygging hússins hægt en verkinu lauk loks vorið 1939. Byggingarkostnaður var rúm milljón. „Hafnarhúsið er að mörgu leyti merkileg bygging. Ekki aðeins vegna þess, að þetta er stærsta hús á Íslandi. Heldur líka vegna þess hve vel er hagað bygging þess,“ sagði í frétt Morgunblaðsins frá þessum tíma. Ljósmynd/Ólafur Magnússon Húsið í byggingu Myndin er líklega tekin árið 1937. Vinstra megin, upp af Miðbakka, eru pakkhús Eimskip og Zim- sen og vestan við Hafnarhúsið er birgðageymsla SÍS. Þá má á myndinni sjá dýpkunarvél hafnarinnar að störfum. Húsið var reist af stórhug
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.