Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 44

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Jüri Ratas var 13 ára gamall árið 1991 þegar Eistland lýsti yfir sjálf- stæði að nýju eftir að hafa verið inn- limað í Sovétríkin nærri hálfri öld fyrr. Nú, nærri 27 árum síðar, er Ratas forsætisráðherra Eistlands og hann var í vikunni í opinberri heim- sókn hér á landi. „Þótt ég hafi verið barn að aldri man ég þessa tíma mjög vel,“ sagði Ratas í stuttu samtali við Morgun- blaðið. „Og við munum einnig mjög vel og kunnum að meta þann stuðn- ing sem þjóð ykkar og ríkisstjórn sýndu þegar hún viðurkenndi endur- heimt sjálfstæði okkar árið 1991.“ Við komum hingað til að eiga fundi með íslenskum ráðamönnum, sagði Ratas. „Við minnumst þess nú, að 100 ár eru liðin frá því Eistland lýsti fyrst yfir sjálfstæði. Það er í raun hornsteinninn í tilveru lands- ins. Við viljum einnig óska ykkur og landi ykkar til hamingju með 100 ára fullveldisafmælið.“ Gengið á ýmsu Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, lýstu öll yfir sjálfstæði árið 1918. Þau voru síðan hernumin og innlimuð í Sovétríkin árið 1940 og voru hluti af þeim til ársins 1991 þegar þau lýstu á ný yfir sjálfstæði. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Eistlands og Rússlands frá því Eistland fékk sjálfstæði á ný. Síðast í vor hvöttu Eystrasaltsríkin þrjú Bandaríkin og Atlantshafs- bandalagið til að auka hernaðar- viðbúnað í austurhluta Evrópu vegna þeirrar ógnar sem stafi frá Rússum. „Ég held að Eistar þekki Rússa vel og við munum vel eftir þessum fimmtíu árum þegar landið var her- numið. Og við erum mjög ánægð með að vera hluti af Evrópusam- bandinu og Atlantshafsbandalag- inu,“ sagði Ratas. En Eistland og Rússland séu einnig nágrannar sem eigi eðlileg og góð samskipti á mörg- um sviðum. Það er ekki mikill samgangur milli Íslands og Eystrasaltsríkjanna. Tölur Ferðamálastofu sýna t.d. að innan við 2% af erlendum ferða- mönnum á Íslandi koma frá þessum löndum. Ratas segist trúa því að þessar tölur muni hækka og einnig að önnur viðskipti milli þjóðanna aukist. „En samskipti þjóða okkar eru mjög vinsamleg og tengslin sterk. Forseti okkar hefur nýlega heimsótt Ísland, utanríkisráðherrann einnig og nú er ég hér. Þá er ég mjög ánægður með að forsetinn ykkar mun heimsækja Eistland í júní og bauð í dag forsætisráðherranum ykkar í heimsókn. Samskipti Norðurlandaríkjnna og Eystrasalts- ríkjanna eru einnig mjög góð og við viljum gjarnan dýpka þau. Ég sagði hér að Eistland hefði áhuga á að fá aðild að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og norrænu rannsóknarstofnuninni, NordForsk. Ég sagði einnig að það væri jákvætt og mikilvægt ef innan þessa sam- starfs væri hægt að vinna að fram- gangi stafrænnar þróunar, bæði fyr- ir einstaklinga og fyrirtæki.“ Árangur smáþjóða Ratas er leiðtogi Miðflokksins í Eistlandi og myndaði ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum í nóvember 2016 eftir að fyrri ríkis- stjórn landsins sprakk. Eistland er eitt af fámennustu ríkjunum í Evr- ópusambandinu en landsmenn eru rúmlega 1,3 milljónir. Ratas segir að efnahagsleg staða Eistlands sé góð. Á síðasta ári hafi hagvöxtur verið tæplega 5%, atvinnuleysi mældist innan við 6% og vel hafi gengið að grynnka á opinberum skuldum. Ratas var áður forseti körfuknatt- leikssambands Eistlands og sagðist hafa átt talsverð samskipti við Körfuknattleikssamband Íslands á þeim tíma. „Sumir segja að fámenn- ar þjóðir geti ekki náð árangri í liðs- íþróttum. En Íslendingar hafa af- sannað það með því að komast tvívegis í úrslit Evrópumótsins í körfubolta og með frammistöðu knattspyrnulandsliðsins. Þetta hef- ur verið litlum þjóðum mikil hvatn- ing,“ segir Jüri Ratas. Kunnum að meta stuðning Íslands  Forsætisráðherra Eistlands segir að tengsl Íslands og Eystrasaltsríkjanna séu sterk Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Forsætisráðherra Jüri Ratas segist muna vel eftir sjálfstæðisbaráttu Eistlands þótt hann hafi verið barn að aldri. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Góð passamynd skiptir máli Fyrir passann ökuskírteinið ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta ENGAR TÍMAPANTANIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.