Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 48

Morgunblaðið - 31.05.2018, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íkönnun semstéttarfélagiðEining Iðja á Akureyri gerði meðal félags- manna sinna um áherslur í kom- andi kjaraviðræðum var mest- ur stuðningur við að leggja áherslu á að auka kaupmátt. Þetta er skynsamleg afstaða hjá félögum í þessu öðru stærsta stéttarfélaginu innan Starfsgreinasambands Ís- lands og verður vonandi leið- arljós verkalýðshreyfing- arinnar í kjaraviðræðunum. Margoft hefur verið sýnt fram á að samningar þar sem ekki er lögð áhersla á kaup- mátt en þess í stað reynt að spenna upp óábyrgar hækk- anir sem ekki er innistæða fyrir skila launamönnum minni árangri en hæg og örugg kaupmáttaraukning. Staða efnahagsmála er al- mennt talað góð um þessar mundir, en hún er viðkvæm. Erlendir ferðamenn eru farnir að skipta umtalsverðu máli fyrir efnahaginn, en nýjustu tölur benda til að ekki sé á vís- an að róa um vaxandi fjölda þeirra og að fram undan sé frekar samdráttur eftir gríðarlegt vaxtarskeið. Verkalýðshreyfingin hefur samið um afar háar prósentu- hækkanir launa í mörg ár. Við eðlilegar kringumstæður hefðu þær orðið til þess að kynda undir verðbólgu, en ytri aðstæður hjálpuðu og þess- ar miklu launa- hækkanir skiluðu sér í umslög launamanna með kaupmáttaraukn- ingu sem á sér fá fordæmi. Mikið óráð væri að ætla að aðstæður verði áfram með þeim hætti að efnahagslífið þoli miklar prósentuhækkanir án þess að það valdi koll- steypu á borð við þær sem landsmenn hafa áður kynnst þegar gengið hefur verið of langt í launahækkunum. Þar fyrir utan er ljóst að stór hluti atvinnulífsins, fyrirtækjanna í landinu, ber varla eða alls ekki þær launahækkanir sem þeg- ar hefur verið samið um, hvað þá umtalsverðar hækkanir til viðbótar. Aðila vinnumarkaðarins bíður mikið verkefni að kom- ast að skynsamlegu sam- komulagi sem bætir kjör al- mennra launamanna en tryggir um leið að fyrirtækin í landinu geti áfram verið þær stoðir undir velferð lands- manna sem nauðsynlegt er. Forgangsatriði í komandi kjaraviðræðum hlýtur að vera að viðhalda kaupmættinum sem náðst hefur og að byggja hann áfram upp í hægum en öruggum skrefum. Þess vegna skiptir miklu að launamenn sendi forystu sinni þau skila- boð sem félagsmenn Einingar Iðju hafa nú gert. Kaupmáttur er það sem fyrst og fremst þarf að horfa til í kjaraviðræðum} Skynsamleg skilaboð Verkefninverða næg fyrir nýjan meiri- hluta í Reykjavík, hver sem hann verður. Eitt af því sem ástæða er til að skoða er Gagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem leggur ljós- leiðarakerfi í samkeppni við Mílu, dótturfélag Símans. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum hefur Gagnaveitan fjárfest fyrir ná- lægt 30 milljörðum króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að fjárflæði starf- seminnar hafi aldrei verið já- kvætt. Gagnaveitan hefur mikinn metnað og ætlar að vera „leið- andi og bjóða nettengingar sem hafa yfirburði í hraða og áreiðanleika,“ segir fyrir- tækið. Þetta er í sjálfu sér áhugavert markmið, en kostnaðurinn er gríðarlegur og hafa verður í huga að þetta er opinbert fyrirtæki og þeir sem greiða þessa uppbygg- ingu eru væntan- lega kaupendur heita vatnsins og annarrar þjónustu Orkuveit- unnar. Framkvæmdastjóri Mílu segir að fjárfestingar Gagna- veitunnar á höfuðborgar- svæðinu séu tvöfalt eða þre- falt dýrari en fjárfestingar Mílu, en svo virðist sem Gagnaveitan hafi ótæmandi sjóði að ganga í til fjárfest- inga sinna í samkeppni við aðra og á kostnað viðskipta- vina sem í flestum tilvikum eru jafnframt eigendur fyrir- tækisins. Margt þarf að fara yfir í rekstri Reykjavíkurborgar til að ná niður kostnaði og gera borginni kleift að lækka álög- ur á borgarbúa. Við blasir að þar á meðal er Orkuveitan. Opinbert fyrirtæki fjárfestir fyrir tugi milljarða þrátt fyrir neikvætt fjár- streymi í áratugi} Gagnaveita með djúpa vasa Á Íslandi ríkir dæmalaust góðæri. Við erum ríkt samfélag og erum við í óskastöðu til að gera vel við almenning í landinu. Á sama tíma og ástandið er þannig nánast fordæmalaust velja stjórnvöld að beita öryrkja slíkum reglum að enginn ann- ar hópur í samfélaginu þarf að líða annað eins. Þetta óréttlæti hefur verið kallað króna á móti krónu skerðing og felst í því að hver einasta króna sem örorkulífeyrisþegi aflar sér er skert á móti af örorkulífeyri. Þannig höfum við búið til slíkt kerfi að á sama tíma og við verjum talsverðum fjármunum hins opinbera í að auka virkni öryrkja með námskeiðum, virknieflingu, starfsendurhæfingum, hluta- störfum eða öðru, verður ekki nokkur einasti fjárhagslegur ávinningur af því fyrir þann sem annars þarf að draga fram lífið á örorkubótunum. Nú skal minnt á það að einstaklingur getur orðið öryrki af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna fötlunar, slyss eða sjúkdóms og því getur starfsgeta þeirra verið mjög fjöl- breytileg þó að í öllum tilvikum sé hún skert á einhvern hátt. Þá er þessi hópur einnig á öllum aldri, sumir ungir, aðrir eldri, sumir einstæðingar, aðrir fjölskyldufólk. Örorkubætur eru eins og allir vita skammarlega lágar og því ætti það að vera sérstakur ávinningur fyrir hvern þann sem á þess einhvern kost að starfa að hluta til, þrátt fyrir örorku sína, að gera slíkt enda hafa stjórnvöld beinlínis farið í átak til eflingar þeim sem hafa skerta starfsgetu. Sérstak átak er í gangi til að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Vinnumálastofnun, ÖBÍ og Þroskahjálp fóru í sérstakt samstarfsverk- efni til að skapa störf fyrir þennan hóp sér- staklega til að virkja hæfileika þeirra, virkja alls konar hæfileika og auka þannig getu og lífsgleði þeirra því allir vita hvað einangrun getur verið íþyngjandi. Þannig virðast stjórn- völd vita vel hversu mikilvæg virknin er á lífs- gæði einstaklinga en þrátt fyrir það beinlínis letja íslensk stjórnvöld þennan tiltekna hóp til virkni með reglum sínum um krónu og móti krónu skerðingu. Hvaða skilaboð fá ör- yrkjar? Ekki vinna. Ekki afla aukapenings til að eiga möguleika á betra lífi. Ekki vera virk- ari samfélagsþegn, sem getur mögulega auk- ið lífsánægju þína. Hver einasta króna sem aflað er inn með þessu móti er tekin af öryrkjanum! Þegar aðrir landsmenn eiga möguleika á auknu ráð- stöfunarfé með meiri vinnu og hærri launum er í tilviki öryrkjans lagður á 100% skattur. Hver einasta króna skal tekin af þessum eina hópi og jafnvel þeir stjórn- málamenn sem hæst hrópa um skattpíningu segja ekki orð við þessari framkomu. Hvernig getur staðið á því. Hvers vegna hefur þetta þótt réttlætanlegt á sama tíma og verið er að fjárfesta í aukinni virkni þessa sama hóps. Þetta er skammarleg framkoma. Helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Aukin virkni, til hvers? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný reglugerð Evrópusam-bandsins um persónu-vernd, sem kom til fram-kvæmda í Evrópu 25. maí, verður ekki tekin upp í samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið fyrr en eftir að sameiginlega EES- nefndin hefur formlega lokið af- greiðslu málsins. Það er ekki á dag- skrá nefndarinnar fyrr en 6. júlí eins og fram hefur komið. Þar til gerðin hefur verið tekin upp í samninginn liggur ekki fyrir staðfesting á að ís- lensk persónuverndarlög uppfylli kröfur hinna nýju reglna. Lögfesting reglugerðarinnar hér á landi í milli- tíðinni mun ekki sjálfkrafa breyta því. Hörður Helgi Helgason, lög- maður hjá Landslögum og fyrrver- andi forstjóri Persónuverndar, segir að tafirnar megi rekja til viðræðna EFTA-ríkjanna og ESB sem hafi gengið hægar en vonir stóðu til. Hörður Helgi segir óheppilegt að sá tími sem gafst á vettvangi EFTA og ESB í fyrrasumar og haust til undirbúnings fyrir innleið- inguna hafi ekki nýst nægilega vel. Sameiginlega EES-nefndin hafi komið nokkrum sinnum saman á þessu ári án þess að málið kæmist á dagskrá hennar. Nú sé málið komið á dagskrá nefndarinnar í júlí og menn vonist til að það verði þá afgreitt. Frumvarp dómsmálaráðherra um innleiðingu reglugerðarinnar í ís- lenskan rétt kom fram á Alþingi sl. mánudag. Í því segir að lögin öðlist ekki gildi fyrr en reglugerð ESB hef- ur verið tekin upp í EES- samning- inn. Til að flýta afgreiðslu málsins ákvað utanríkisráðherra að leita fyr- irfram samþykkis þingsins til inn- leiðingar á reglunum í EES- samninginn með þingsályktunar- tillögu en bæði málin eru nú til umfjöllunar á þinginu. Frumvarp dómsmálaráðherra gekk í fyrradag til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu um- ræðu og í gær hóf nefndin að kalla eftir umsögnum stofnana, sveitarfé- laga, félaga og samtaka og fleiri aðila við frumvarpið. Alls var búið að senda út 298 umsagnarbeiðnir síð- degis í gær. Hörður Helgi segir að með því að taka regluverkið upp í íslensk lög áður en það er orðið hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu sé Ísland að vinna ákveðna undirbúningsvinnu en á meðan það er óafgreitt í sameig- inlegu EES-nefndinni sé það samt sem áður á borði EFTA og ESB. Þetta millibilsástand sem stafar af því að innleiðing reglnanna hefur taf- ist í EES-nefndinni hefur þá afleið- ingu að ákveðin óvissa er komin upp. Eldri tilskipun um persónuvernd frá 1995 sem gilti innan ESB féll niður föstudaginn 25. maí þegar nýja reglugerðin tók þar gildi og segir Hörður Helgi að Ísland sé þá komið í þá stöðu að hafa enga formlega stað- festingu á því að Ísland sé öruggt þriðja ríki varðandi miðlun persónu- upplýsinga frá ESB-löndum. Þetta skapi ákveðna óvissu þar til sameig- inlega EES-nefndin klárar málið og sú þjóðréttarlega skuldbinding sem þá myndast hefur verið efnd með innleiðingu reglugerðarinnar í ís- lensk lög. ,,Við vonumst til þess að það eigi ekki eftir að reyna mikið á þetta en hér hjá Landslögum sjáum við dæmi um að fyrirtæki eru nokkuð uggandi um hvað kann að gerast á næstu mánuðum og hvort viðskiptavinir og samstarfsaðilar þeirra í Evrópu muni líti svo á að þeir kunni að vera brotlegir ef þeir flytja persónu- upplýsingar til þeirra núna eftir að þessi tilskipun frá 1995 féll úr gildi sl. föstudag,“ segir hann. Biðja um 298 um- sagnir við þingmálið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fáir þingfundardagar eru eftir verði starfsáætlun ekki breytt. Þingnefnd hefur kallað eftir 298 umsögnum við persónuverndarfrumvarpið. Ljóst er að mikil vinna bíður þingmanna við afgreiðslu per- sónuverndarmálanna og naum- ur tími gefst til að senda alls- herjar- og menntamálanefnd umsagnir við frumvarpið því frestur er veittur til 7. júní en það er seinasti starfsdagur þingsins fyrir sumarleyfi sam- kvæmt starfsáætlun. Raunar eru aðeins þrír venjulegir þing- fundadagar eftir fram að sum- arleyfi skv. starfsáætlun nema ákveðið verði að framlengja þingið fram eftir júnímánuði. Hörður Helgi segir æskilegt að þingmenn nýti þann tíma sem þingið mun taka sér til ít- arlegrar efnislegrar umræðu, einkum um þau ákvæði reglu- gerðarinnar sem veitt er svig- rúm til að aðlaga. Mikilvægt sé fyrir almenning við túlkun þess- ara mikilvægu ákvæða að geta stuðst við skýr lögskýring- argögn og ítarlegar og efnis- legar umræður um frumvarpið. Umræða um efni æskileg UMFJÖLLUN ÞINGSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.