Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Vissir þú að krabbamein í leghálsi er fjórða algengasta krabbamein kvenna á heimsvísu? Sennilega kem- ur það á óvart enda er legháls- krabbamein fátíðara á Íslandi eða í 11. sæti yfir algengustu krabbamein meðal kvenna. Það gæti líka komið þér á óvart að fimm ára hlutfallsleg lifun eftir greiningu er aðeins 50% á heimsvísu en á Íslandi er hún 86%. Ástæðan fyrir svo góðum árangri er einföld: Á Íslandi, eins og í mörgum þróuðum samfélögum, er stunduð skipuleg skimun fyrir legháls- krabbameini. Öllum konum hér- lendis, á aldrinum 23-65 ára, er boðið að láta skoða leghálsinn á þriggja ára fresti. Það sem aðgreinir legháls- krabbamein frá flestum tegundum krabbameina er að orsök þess er veirusmit og tengist ekki erfðum. Um 80% fullorðinna einstaklinga smitast af HPV-veirunni og hún berst á milli einstaklinga við kynlíf. Vegna þess hve margir smitast af HPV-veirunni, og þar sem þeir sem eru smitaðir finna ekki til einkenna, er mjög mik- ilvægt að fram fari skimun til að kom- ast að því hvort finna megi frumu- breytingar af völdum veirunnar. Markmið skimunarinnar er fyrst og fremst að greina slíkar frumu- breytingar, sem eru forstig krabba- meinsins eða að greina krabbameinið á fyrstu stigum þess svo hægt sé að meðhöndla það með sem minnstu inngripi. Frumubreytingarnar þróast yfirleitt á löngum tíma, jafnvel á mörgum árum. Þannig er mun auð- veldara að greina forstigsbreytingar og meðhöndla þær ef mætt er reglu- lega í skimun. Meðalaldur við greiningu legháls- krabbameins er 45 ár sem er ungur aldur miðað við greiningu annarra krabbameina. Það endurspeglar að um veirusmit er að ræða sem er al- gengara hjá konum í yngri aldurs- hópum. Það er því mikið áhyggjuefni að mæting í skimunina hefur farið hægt og síg- andi niður á við síðustu ár, sérstaklega hjá yngstu aldurshópunum. Mæting íslenskra kvenna er til að mynda mun minni en í hinum landaríkjunum en óljóst er hvað veldur. Skimun fyrir legháls- krabbameini fer fram með frumustroki frá leghálsi. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags Ís- lands er skoðunin fram- kvæmd af ljósmæðrum. Hún er óþægindalítil fyrir langflestar konur og tekur aðeins örfáar mínútur. Konur geta einnig farið í skoðunina hjá kvensjúkdóma- læknum eða á heilsu- gæslustöðvum á lands- byggðinni. Á vefgáttinni Mínar síður á island.is eru nú aðgengilegar upplýsingar um mæt- ingu í krabbameinsleit þar sem konur geta séð hvenær þær hafa fengið boð og hvenær þær hafa mætt í skoðun. Öllum 12 ára stúlkum býðst bólu- setning við tveimur algengustu teg- undum HPV-veirunnar sem geta valdið leghálskrabbameini. Þegar fram í sækir mun árangur bólusetn- ingarinnar sýna sig með færri til- fellum frumubreytinga og fækkun krabbameinstilfella. Mikilvægt er að taka fram að bóluefnið veitir ekki vörn gegn öllum tegundum HPV- veirunnar sem geta valdið legháls- krabbameini og þá er ekki vitað hvort bóluefnið veiti 100% vörn við þeim tegundum sem bólusett er fyrir. Þess vegna er mjög þýðingar- mikið að konur haldi áfram að taka þátt í skimun þó þær hafi fengið bólusetninguna. Ég skora á alla að hvetja konurnar í kringum sig til að mæta reglubund- ið í skimun. Það er ekkert feimnismál að fara í skoðun eða greinast með frumubreytingar í leghálsi og með umræðu og hvatningu getum við komið í veg fyrir alvarlegan sjúk- dóm. Nánari upplýsingar má finna á www.krabb.is. Auðvelt að koma í veg fyrir legháls- krabbamein með þátttöku í skimun Eftir Ágúst Inga Ágústsson » Skimun fyrir leg- hálskrabbameini fer fram á þriggja ára fresti og er afar mikilvægt að konur mæti þegar þær fá boð þar um á aldr- inum 23-65 ára. Ágúst Ingi Ágústsson Höfundur er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands. agust@krabb.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.