Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 58

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Makita rafhlöðugarðverkfærin eru ýmist fyrir eina eða tvær 18 v rafhlöður – sömu rafhlöður og eru í öðrum Makita 18 v rafhlöðuverkfærum – Hraðhleðslutæki, sem tekur 2 rafhlöður í einu, er fáanlegt. Makita rafhlöðuverkfærin er þekkt fyrir gæði og endingu. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum. l Sláttuvélarl Hekkklippurl Keðjusagir l Sláttuorfl Grasklippur l Greinaklippur l Blásararl Laufsugur RAFHLÖÐUGARÐVERKFÆRI GRÆN ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Riðið um Hádegismóa Það er ekki á hverjum degi sem menn koma á hestum inn í fyrirtæki. Það gerðist þó í gær- morgun þegar hestamennirnir Sigurbjörn Bárðarson og nafni hans Magnússon komu ríð- andi í höfuðstöðvar Árvakurs í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Sigurbjörn Bárðarson er margfaldur Íslandsmeistari og á sennilega eitthvert stærsta verðlaunasafn landsins, yfir þrjú þúsund bikara og verðlaunapeninga. Sigurbjörn Magn- ússon er einnig reyndur hestamaður og formaður Landsmóts ehf., sem sér um fram- kvæmd landsmótsins. Landsmót hestamanna árið 2018 verður haldið í Reykjavík 1.-8. júlí. Mótið verður það 23. í röðinni. Þar verður mikið um dýrðir og dagskrá fyrir alla og ókeypis inn fyrsta dag- inn þegar keppt verður í unglinga- og barnaflokkum. Svo er líka tekið tillit til fótbolta- manna með risaskjá fyrir leikina á HM. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafnarnir mæta á landsmót. Sigurbjörn Magnússon fór í fyrsta sinn á landsmót 1978 en Bárðarson 1966. Tveir úr áhöfn Ísland vaknar, Rúnar Freyr og Rikka, skelltu sér á bak. Logi lagði ekki í það eftir að hafa dottið af baki fyrir mörgum árum. Rikku og Rúnari bar saman um að ekki væri hægt að byrja daginn á betri hátt en að skella sér á bak í íslenska rigningasumrinu. Hægt er að sjá myndband af reiðtúr Rikku og Rúnars á Facebooksíðu K100. logibergmann@k100.is Kátir knapar Létt var yfir nöfnunum Sigurbirni Magnússyni og Sigurbirni Bárðarsyni. Með þeim eru Logi, Rúnar og Rikka. Á tali Logi Bergmann og Sigurbjörn Magnússon ræða málin í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Heimsókn Sigurbjörn Magnússon og Sigurbjörn Bárðarson á hestbaki í Hádegismóum.   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.