Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 61

Morgunblaðið - 31.05.2018, Page 61
61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eftir að ofanritaður skrifaði grein um innsetningu á rib-eye um víðan heim, sem birtist hér í mars sem leið, bárust ýmsar fyrirspurnir um rib-eye hér og þar. „Takk fyrir greinina um steik- urnar í blaðinu,“ skrifaði til dæmis einn og hélt áfram: „Ertu með nokkur nöfn á Tenerife þar sem hægt er að fá gott rib-eye?“ Ég hef aldrei komið til Tenerife, geymi það til efri áranna, en Malta er næsti bær við, þannig séð, þótt í öðru hafi sé, og þessi viðbrögð voru ein helsta kveikjan að enn einni ferðinni þangað, matarmenningarferð, þar sem áhersla var lögð á rib-eye í Sliema og nágrenni. Koma á óvart Eftir að hafa fundið og leigt þakíbúð hjá Ruth og Neville Galea (homeaway.com) í Sliema, hvaðan margir frábærir matstaðir eru í göngufæri, hvort sem er í Sliema, St. Julians eða Paceville, var ekki til set- unnar boðið. Þar sem úrval matstaða er mikið og tíminn naumur var úr vöndu að ráða en ein regla var sett og henni fylgt: Aldrei að fara aftur á sama stað í ferðinni. Þetta er þver- öfugt við það sem Hómbi þjálfari lagði upp með þegar við Sissi bakari fórum með honum til Liverpool um árið. Þar vildi hann alltaf fara á sama stað við hliðina á hótelinu, þar sem við gistum og leikmenn Liverpool komu saman, sitja við sama borð í sama stól og fá sömu rib-eye-steikina dag eftir dag. Hún var vissulega góð en ef maður ætlar að koma á óvart í boltanum sem öðru gengur ekki að vera fyrirsjáan- legur. Það veit Heimir manna best og við fylgjum honum og treystum. Talk of the Town Fyrir blaðamann var eðlilegast að byrja á veitingastaðnum Talk of Town Café á jarðhæð fimm stjarna Palace- hótelsins miðsvæðis í Sliema. Þar má bæði sitja úti og inni og í blíðunni er frábært að sitja úti og horfa á mann- lífið liðast hjá á milli bita. Þegar fer að kula eftir því sem líður á kvöldið eru hitarar til taks. Rib-eye-steikin aðeins minna en meðalsteikt (medium rare), var nið- urskorin og í einu orði sagt frábær. Eiginkonan er ekki mikið fyrir nauta- kjötið en fékk andarbringu sem hún sagði mikið lostæti. Sterkt spil, gott flæði, eins og það er kallað á fótbolta- máli, sannkallaður HM-leikur. Il Pirata Stína frænka drap niður fæti á Möltu og Christine, vinkona hennar frá Kýpur, valdi að borða á Il Pirata í Paceville. Við með. Í Paceville er lífið og fjörið fram undir morgun dag hvern og þegar líða tekur á kvöldið heyrist vart mannsins mál í hring- iðunni, jafnt úti sem inni. Við fórum því snemma en steikin var góð, þótt áhersla sé á aðra rétti á þessum ítalska stað. Krossfiskurinn var til dæmis frábær forréttur. Minnti á góðan reitabolta. Little Argentina Eftir að hafa gengið oft framhjá veitingastaðnum Little Argentina var kominn tími til þess að fá sér almenni- lega argentíska steik. Little Argent- ina á Tower Road við sjávarlengjuna í Sliema lætur ekki mikið yfir sér en rib-eye-steikin er ómótstæðileg. „Besta steik lífs míns,“ sagði við- skiptavinur á útleið við mig þegar við gengum í salinn. Staðurinn er heim- ilislegur, lítill og vel upplýstur, og vægast sagt lítið lagt í innra umhverf- ið en starfsfólkið innilega argentískt. Allt traust lagt á Messi. Og steikin maður. Húh! Charles Grech Veitingastaðurinn Charles Grech er rétt hjá Little Argentina, aðeins nær St. Julians. Klassastaður, hvert sem litið er, jafnt úti sem inni. Tilfinningin var eins og maður væri um borð í lystisnekkju með fræga og fína fólk- inu. Huggulegur staður og rómantísk kvöldstund eins og þær verða bestar á Holtinu. Charles Grech byrjaði annars að selja úrvalsvín og tóbak seint á 19. öld og slíkar verslanir með sama nafni eru til dæmis í Sliema og Valetta. Veit- ingastaðurinn er í sama anda, þar sem áhersla er lögð á gæði í mat og drykk. Rib-eye-steikin var þykk og safarík og ofan á henni var portobello- sveppur eins og pottlok. Frábær sam- setning og eins og svo oft áður voru viðbrögðin sex orð: „Besta steik sem ég hef fengið.“ Svolítið í takt við að vera sammála síðasta ræðumanni, en svona er það bara, svo vitnað sé í Bödda, kunnan umbrotsmann og starfsbróður í áratugi. Meet HM í Rússlandi var og er ofarlega í huga og ekki síst fyrsti leikur Íslands, á móti Messi og félögum í Argentínu. Þar sem naut eru í hávegum höfð í Argentínu var við hæfi að ljúka yfir- reiðinni á argentíska steikhúsinu Meet í St. Julians, sem er af sama meiði og samnefndur veitingastaður í Liverpool. Ekki kom til greina annað en að fá stærstu rib-eye-steikina og njóta hennar og útsýnisins. Starfsfólkið var ungt og kátt og ekki skemmdi fyrir þegar komið var að kveðjustund. Ég þakkaði fyrir okkur og sagði sem var að steikin gæti varla verið betri, besti undirbúningurinn fyrir leikinn í Moskvu 16. júní og úrslitin klár! „Þú ert smekkmaður,“ sagði argentíski veitingamaðurinn og bætti við: „Arg- entína er mekka nautakjötsins og Buenos Aires er höfuðborg rib-eye-steikarinnar. Þangað verður þú að fara.“ „Ekki spurning!“ svaraði ég enda alltaf til í tangó. Nema hvað. Rib-eye á Möltu upp- hitun fyrir HM í Moskvu Rússar segjast tilbúnir að halda heimsmeistara- keppnina í fótbolta og víða er farið að hitna, ekki bara í kolunum heldur líka í fylgjendum HM. Í upp- hituninni fyrir fyrsta leik okkar, á móti Argentínu í Moskvu eftir 16 daga, er fátt betra en rib-eye-steik, og hún bragðast vel á mörgum stöðum á Möltu. Meet Rib-eye-steikin var sú stærsta sem blaðamaður fékk í ferðinni. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Dásemd Gestur á argentíska veitingastaðnum Meet nýtur lífsins og horfir yfir Spinola-flóa á byggðina í St. Julians. Little Argentina Fátt jafnast á við góða argentíska steik. Talk of the Town Ekki er nauðsynlegt að flækja málin með miklu meðlæti. Charles Grech Steikin var þykk og safarík og bráðnaði í munni. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.