Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 62
Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Uppi á napurlegri Miðnesheiðinni í kuldastrekkingi þessa vors, í blokk sem Kanarnir létu Íslendingum eft- ir, hittir blaðakona Fjölskyldunnar alveg sérlega hlýja og víðsýna fjöl- skyldu, sem hefur önnur viðmið í lífinu en flestir Íslendingar. Viðmið sem lýtur að naumhyggju er varð- ar veraldlega hluti en leggur áherslur á upplifanir, reynslu, ferðalög og menntun. Hluti sem ekki verða snertir. Átta manna fjölskylda tekur á móti blaðakonu; Guðrún Helga Jó- hannsdóttir, mamman í hópnum og konan sem heldur úti Mommy needs to travel ferðablogginu, pabbi yngri barnanna Yakhya Diop frá Senegal, elsta dóttirin Klara Dröfn (23) og kærastinn hennar Agnar Þór (26), unglingurinn Daní- el Arnar (15), heimasætan Ingi- björg Elka (11), hressi gaurinn Al- exander Amadou (4) og smábarnið krúttlega Hekla Aïcha (tveggja mánaða). Þau tala saman á ís- lensku og frönsku í bland og það er augljóslega mikið líf og fjör í stórum hópi. „Hvílíkt ríkidæmi!“ hugsar blaðakona með sér um leið og hún fær sér sæti og er boðið upp á senegalskan djús úr Bissap- jurtinni og gómsæta, heimagerða hráköku. Ástæða heimsóknarinnar er að heyra meira um lífssýn og ferðalög þessarar óvenjulegu fjölskyldu og móður sem hefur tekið það jafn létt að ferðast með börnin sín út um allan heim gegnum tíðina eins og aðrir skreppa í beinu flugi til Tenerife. Kemur úr samrýndri ferða- glaðri fjölskyldu – Fékkstu þessa afstöðu til ferðalaga með móðurmjólkinni? Varst þú alltaf á ferðinni með for- eldrum þínum sem barn? „Að einhverju leyti. Ég fór ekk- ert mikið til útlanda sem barn en við ferðuðumst mjög mikið innan- lands á hestbaki og hestamennskan var svona okkar líf fyrir utan hversdagslífið. Ég ólst upp í Reykjavík en þó í mjög mikilli tengingu við náttúruna. En það sem mestu máli skiptir held ég í uppeldinu, og sá lærdómur sem ég tók með mér út í lífið, var að allt er mögulegt, það eru ekki til nein vandamál, einungis lausnir. Við fjölskyldan erum mjög samrýnd. Við erum fjögur systkinin og kúldruðumst stundum með mömmu og pabba í litlu kúlutjaldi kannski uppi á hálendi með alla hnakkana í hrúgu í fordyri tjaldsins,“ segir Guðrún Helga og hlær við minn- inguna. Guðrún Helga eignaðist elstu dóttur sína 17 ára gömul en hún er núna orðin 23 ára og hafa þær brallað margt og ferðast mikið saman í gegnum tíðina. Það er fal- legt að sjá hversu kært er milli þeirra mæðgna og þær ef til meira núna eins og nánar vinkon- ur en mæðgur enda stutt á milli í aldri, þannig séð. Klara er flutt heim til kærastans í Grafarholtið en þau eru bæði í háskólanámi. Agnar Þór er í hátækniverkfræði í HR og Klara í stjórnmálafræði í HÍ en kom í heimsókn til að vera með í spjallinu og knúsa yngri systkini sín. Menntun hefur ekki síður verið metnaður Guðrúnar Helgu en ferðalög en hún lærði fyrst stjórn- málafræði hér heima og flutti svo til Danmerkur og bjó þar 2003- 2007 þar sem hún tók meistara- próf í Afríkufræðum. Hún kom svo heim og tók annað meistara- próf í þróunarfræðum við HÍ og hóf í kjölfarið doktorsnám í þró- unarfræðum við HÍ árið 2011. Guðrún Helga vinnur nú að dokt- orsverkefni sínu í þróunarfræðum en vinnuheiti þess er Stefnumörk- un í þróunarmálum: Þúsaldar- markmiðin og post-2015 ferlið. Þar skoðar hún eignarhaldið á hinu svokallaða post-2015 ferli í Senegal, ferlinu sem mótaði Heimsmarkmiðin og vonast til að ljúka því á næsta ári sem gæti þó verið töluverð áskorun og dregist aðeins með öll börnin og önnur verkefni. Fjöltyngd börn Börnin sinna hefðbundnu námi; Daníel og Ingibjörg stunda nám við Háaleitisskóla í Reykjanesbæ og Alexander er í Hjallastefnuleik- skólanum á Völlum en Hekla litla er aðallega í því að drekka af brjósti móður sinnar, ropa og stækka. En þau hafa prófað ýmsa skóla, fengið heimakennslu í Sene- gal, verið í alþjóðaskólanum hér á Íslandi, fengið einkakennslu er- lendis og tala öll reiprennandi ensku og frönsku auk þess sem Klara talar mjög góða dönsku eftir árin í Danmörku. Þannig hafa ferðalögin vissulega brotið upp hefðbundna samfellda dvöl í sama skóla en fært þeim gríðarlega reynslu, víðsýni og tungumála- kunnáttu. Ferðalögin með börnin segir Guðrún Helga hafa í rauninni byrj- að í Danmörku. Hún fluttist út með Klöru og Daníel en Ingibjörg fæddist í Danmörku. Hún ferðaðist heilmikið með þau innan Evrópu þegar þau voru lítil og ferðalögin sem og dvölin í Senegal var óbeint framhald af Danmerkurdvölinni og námi hennar í Afríku og þróunar- fræðum en þau hafa búið alls þrisv- ar sinnum í Senegal og ferðast heilmikið í álfunni. Ferðabloggið sem hún er þekkt fyrir, mommy- needstotravel.com, stofnaði hún síðar en einnig aðgang á Instagram með sama nafni og er þar með hátt í 14.000 fylgjendur af ferðaupplif- unum fjölskyldunnar, enda sérlega skemmtilegar og fjölbreyttar myndir. Hún byrjaði á þessari miðlun fyrst og fremst til að halda utan um ferðalögin og ýmis smáat- riði í sambandi við þau. Hún tók eftir því að ýmsir litlir og hvers- dagslegir hlutir gleymdust stund- um og hún vildi gjarna að þeir sem og ævintýrin öll væru aðgengileg seinna meir, ekki síst fyrir börnin. Þannig hugsaði hún bloggið sem einskonar dagbók fjölskyldunnar. Fyrstu dagarnir í Senegal erfiðir fyrir unglinginn Hún var fyrst með elstu þrjú börnin í Dakar í Senegal árið 2011- 2012 þegar hún var að hefja dokt- orsnámið sitt, taka viðtöl og fleira. Klara var 16 ára þegar þær mæðgur fóru út fyrst ásamt Daníel átta ára og Ingibjörgu fjögurra ára. Vinkonur Guðrúnar, þær Fjóla Einarsdóttir og Sesselja Bjarna- dóttir, komu með Guðrúnu út og dvöldu þær allar saman ásamt börnum sínum í Dakar fyrst um sinn. Klara var þá í fyrsta bekk í Verzló og ákvað að taka skólann al- farið í fjarnámi oft við frumstæðar aðstæður, vatns- og rafmagnsleysi, miðað það sem hún var vön að heiman. „Gaf sko ekkert eftir þar,“ segir mamma hennar stolt og lítur til elstu dótturinnar. Hún segir að einhverjir unglingar hefðu nú bara ákveðið að sleppa einu ári í menntaskóla í svona nýju og fram- andi umhverfi en ekki Klara, sem tók öll prófin í Versló í franska sendiráðinu í Dakar og stóðst þau með glans. Hún segist þó hafa fengið algert kúltúrsjokk strax á flugvellinum og vildi bara fara heim á staðnum. „Hún var auðvitað á viðkvæmum aldri; 16 ára, ljóshærð og fékk mikla athygli sem henni fannst af- ar óþægilegt. Svo var rosalega heitt og mikill sandur úr Sahara- eyðimörkinni í umhverfinu. Fyrsta minningin er frá því að þau biðu eftir bílaleigubíl um miðja nótt í miklum hita á flugvellinum en Guð- rún hafði gleymt að kaupa vatn og allir voru óskaplega þyrstir. Það var svo heitt og viðbrigðin svo mik- il enda fór hitinn stundum upp í 47 gráður. Þannig að þetta voru auð- vitað töluverð viðbrigði. Yngri börnin fengu heimakennslu en í hópinn slóst ungur kennari að heiman, Dagmar Þórdísardóttir, sem kenndi börnunum samkvæmt námskrá og með bókum frá Íslandi en þau kláruðu allt námsefnið á góðum tíma. Svo fengu þau einka- kennslu í frönsku. Hinsvegar var svolítið erfitt fyrir þau að tengjast inn í samfélagið fyrir utan kannski að Daníel sem þá var átta ára lærði glímu með senegölskum börnum. „En það er svo sem sama í hvaða stórborg maður flytur, það er ekki svo auðvelt að tengjast inn í samfélagið sisona. En hún segir að samskiptin við heimamenn hafi þó aukist eftir því sem hún dvaldi Víðsýni í öndvegi, ekki veraldlegir hlutir Guðrún Helga Jóhanns- dóttir er enginn meðal- jón þegar kemur að fjöl- skylduferðalögum. Hér segir hún frá ævintýrum sínum og fjölskyldu hennar á ferðum sínum um víða veröld, þó eink- um í Afríku. Ljósmynd/Víkurfréttir Ferðaglöð fjölskylda. Frá vinstri: Alexander, Yakhya, Ingibjörg, Guðrún, Hekla, Klara og Daníel. Lífið í Senegal Daníel æfði glímu í Dakar og þótti það svo merkilegt að hvítur drengur væri að æfa að sjónvarpið mætti á staðinn í eitt skiptið á staðinn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.